Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 21
Kraftaiötun
Vikunnar
Ólafur Guðmundsson
lögregluþiónn
„Eru íþróttir þitt aðaláhugamál — fyrir utan
atvinnuna?“
„Ég hefi áhuga á mörgum hlutum, skal ég segja
þér. Líklega er mér óhætt að segja að ég eigi eitt
fullkomnasta safn af íslenzkum peningum og seðl-
um, sem til er í einkaeign. Ég safna líka góðum
bókum, og svo er það dýrasta eftir, hvað ég hefi
gaman af að ferðast. Bæði innanlands og utan. Það
tekur í pyngjuna".
„Finnst þér þú ekki hafa fullt leyfi til þess . . . ?
Ég á við að þú eyðir litlu í annan munað, er það
ekki?“
„O-jú. Ég smakka hvorki áfengi né reyki, og
má segja að ég hefði kannske eytt öðru eins í það“.
„Þakkar þú hreysti þína þessari hófsemi, Ólafur?“
„Já, víst geri ég það. Annars get ég kannske
svarað þér eins og litlu krökkunum, þegar þau
segja: Af hverju ertu svona stór, manni? Þá segi
ég þeim alltaf eins og satt er: Ég drekk alltaf lýsi
og borða hafragraut á morgnana".
„Og gerir það enn
„Já. Drekk alltaf lýsi og borða hafragraut. Það
er hverjum manni hollt og lengir lífið, hversu
stórir eða litlir menn kunna að vera“.
Híð fagra
kyn
f átökum við kraffamæliran
Elsa Guömiindsdóttir, hjólbarðaverðstæði Eskihlið C, 1,5 kg. i>