Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 24

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 24
ÞaS sem óður er komið: Bond er sendur til Jamaica til þess að grennslast fyrir um hvarf tveggja starfsmanna brezku leyni- þjónustunnar, og kemst brótt á spor, sem leiðir hann til Krab Cey, eyjar í einkaeign dr. No. Só leyfir eng- ar heimsóknir til eyjarinnar og þyk- ir mjög dularfullur. Ásamt aðstoð- armanni sínum, Quarrel, laumast Bond fil eyjarinnar um nótt. í dög- un hitta þeir Honey ó sfröndinni, en hún er komin til að safna skelj- um. Varðbótur frá dr. No finnur, hvar þau hafa gengið á land og heldur uppi skothríð á ströndina, en þau sleppa ómeidd. Síðan fikra þau sig upp á eyna og tekst að villa um fyrir leitarmönnum á landi, og komast loks að vatninu, þar sem rústir af búðum fuglavina standa. Quarrel og Honey er ekki rótf, sögusagnir um eldspúandi dreka, sem öllu eyðir, fylla hugi þeirra, og loks finna þau för eftir eitthvað, sem Bond ekki skilur, hvað getur verið. Þau fylgja förunum. Förin beygðu í áttina að vatn- inu og hurfu út í það. Bond langaði til þess að fylgja þeim út í vatnið, en þau þorðu ekki að fara út á bersvæði. Þau héldu áfram niður- sokkin hvert í sínar eigin hugsan- ir. Smám saman dó dagurinn út bak við sykurreyrinn og að lokum benti stúlkan gegnum runnana og Bond sá sandrif, sem lá út í vatn- ið. A miðju rifinu voru þykkir runn- ar af fenjagróðri og um miðja leið- ina upp að þeim, ef til vill um hundrað metra frá ströndinni, leif- arnar af brenndum kofa. Þetta virt- ist sæmilega öruggur staður til að gista á eina nótt og vel varinn af vatninu á báðar hliðar. Það var komið logn og vatnsyfirborðið var kyrrt og girnilegt. Það yrði dásam- legt að fara úr þessum skítugu skyrtum og þvo sér í vatninu og leggjast svo niður til svefns á harð- an og þurran sandinn. Sólin hvarf bak við fjallið. Það var ennþá dagur á austurhluta eyjarinnar, en svartir skuggarnir voru á leið yfir vatnið og mundu brátt leggjast yfir austurhlutann líka. Froskarnir vöknuðu og höfðu hærra en á Jamaica. Þeir espuðu sig meir og meir þangað til tístið í þeim fyllti loftið. Fólkið var nú komið að sandeyr- inni og lagði af stað út á hana f einfaldrl röð. Þau komu að rjóðr- inu með lelfunum af kofum varð- anna. Þessl dularfullu spor voru þvert yfir skagann, gegnum rjóðrið og yfir runnana í kring, þvers og 24 — VIKAN 24. tbl. krus út í vatnið beggja megin eins og, hvað sem þetta var, hefði troð- ið staðinn gjörsamlega niður. Marg- ir runnarnir voru brunnir eða sviðn- ir. I miðju rjóðrinu voru leifar af eldstæði sem var gert úr kóralhell- um og í kringum það lágu mis- munandi illa farnir pottar og dósir. Þau leituðu í nágrenninu og Qu- arrel fann slatta af óopnuðum dósum með svínakjöti og baunum. Stúlkan fann krumpinn og óhrein- an svefnpoka. Bond fann litla leð- urpyngju með fimm eins dollara- seðlum, þremur Jamaicapundum og nokkrum silfurpeningum. Fyrrver- andi íbúar þessa staðar höfðu sann- arlega yfirgefið hann mjög skyndi- lega. Þau héldu áfram lengra út á sandeyrina. Gegnum runnana sáu þau Ijósin glitra frá fjallinu hinum megin við vatnið, ef til vill í um tveggja mílna fjarlægð. Að austan- verðu var ekkert að sjá nema blá- svart glit vatnsins undir dökknandi himni. Bond sagði: — Það ætti að fara vel um okkur hérna ef við höfum vit á því að kveikja ekki eld..í fyrsta lagi ættum við að þvo okkur vel. Honey, þú mátt hafa fremri end- ann af sandeyrinni, en við verðum að innanverðu. Komdu svo í mat eftir um það bil hálftíma. Stúlkan hló: — Eigum við að vera í fötum? — Auðvitað, svaraði Bond. — Buxum. Quarrel sagði: — Kapteinn, ég ætla að opna þessar dósir og ganga frá öllu fyrir nóttina á meðan það er einhver skíma. Hann rótaði í bakpokanum. — Hér eru buxurnar þínar og byssan þín. Brauðið er nú ekki neitt glæsilegt lengur, en það er bara blautt. Það er svo sem allt í lagi með það, en ætli það sé ekki betra að vita hvort það þornar ekki með morgninum. Ég held að við ættum frekar að éta upp úr niðursuðudósunum núna og geyma það sem við erum með. Niðursuðu- dósir eru þungar og við eigum þá nóg að éta á morgun. — Allt í lagi Quarrel, sagði Bond. — Ég treysti þér til að sjá um mat- seðilinn. Hann tók byssuna og blaut- ar buxurnar og gekk niður að vatn- inu sömu leið og þau höfðu kom- ið. Hann fór úr skyrtunni, fór út í vatnið og lagðist niður. Vatnið var mjúkt, en óþægilega heitt. Hann tók upp hnefafylli af sandi og not- aði hann fyrir sápu. Svo lá hann kyrr og naut þagnarinnar og vatns- ins. Stjörnurnar virtust fölar á nætur- himninum, sömu stjörnurnar, sem STOLKAN HLÓ: - EIGUM VIÐ AÐ VERA f FÖT- UM? sagan sem verið hefur metsölubók um allan heim. 9. hluti Sagan hefur verið kvikmynduð og kvik- myndin verður sýnd í Tónabíói að lok- inni birtingu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.