Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 49

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 49
FYRIR ÞVÍ URSKURÐAST Svar við: HVERNIG DÆMIR ÞÚ? á bls. 45. í máli því, sem hér liggur fyrir til úrlausnar, eru fyrst og fremst þrjár spurningar, er svara þarf, en þær eru: 1. Hafði Jón Jónsson heimild til að láta framkvæma dúk- lagninguna á kostnað leigusala? 2. Ef spurningu nr. 1 verður svarað játandi, rís spurningin: Var Jóni heimilt að skuldjafna dúklagningarkostnaðinn við húsaleiguna? 3. Var sú greiðsluaðferð, að gera tilraun til að koma húsa- leigunni til leigusala í formi póstávísana, með þeim hætti, að hún leysti Jón undan vanskilum samkvæmt leigu- málanum? Skal nú hugað að hverri spurningu sérstaklega. Um nr. 1. Jón hafði þráfaldlega, en án árangurs, farið fram á nýja dúk- lagningu. Samkvæmt áliti dómkvaddra, hæfra og óvilhallra skoðunar- og matsmanna var full þörf á endurnýjun gólfdúk- anna. Ekki verður séð, að Jón hafi átt annars úrkosta til nýrr- ar dúklagningar en að láta framkvæma hana á kostnað leigu- sala. Verður spurningu nr. 1. því svarað játandi. Um nr. 2. Réttarreglurnar um skuldajöfnuð eru víðfeðmari en svo, að hér verði nokkur tök á að skýra þær. Þegar sú niðurstaða er fengin, að dúklagningin hafi verið Jóni heimil á kostnað leigusala, verður að telja óeðlilegt að meina Jóni skuldajöfnuð. Það væri þunglamalegt réttarfyrirkomulag að krefjast þess, að Jón yrði að stefna Helgrími dómstefnu til greiðslu á kostnaðinum við dúklagninguna, en þyrfti á sama tíma að inna af hendi húsaleigugreiðslur til Helgríms. Spurn- ingu nr. 2 verður því svarað játandi. Um nr. 3. Milli Jóns Jónssonar og Helgríms Hafliðasonar hefur komizt á kröfuréttarsamband, þar sem Jón á rétt til afnota af húsnæði Helgríms, en fyrir þessi afnot verður hann að gjalda Helgrími peningagreiðslur. Nú liggja mál þannig fyrir, að Jón hefur nýtt húsnæðið án þess, að leigugreiðslur hafi komizt í hendur húseiganda. í kröfuréttarsambandi er ávallt um að ræða tvo aðila, kröfuhafa og skuldara. Einfaldasta dæmið um kröfurétt er í því fólgið, að skuldara ber að borga kröfuhafa peninga. Eðli- legust endalok þessa kröfuréttar eru þau, að skuldari mæti á fyrirfram ákveðnum gjalddegi og greiðslustað og inni skuld sína af hendi. Oft verður misbrestur í þessum efnum. Lang- oftast valda greiðslufalli atvik, er skuldara varðar. í þess- um tilvikum þarf kröfuhafi oft að leita til dómstóla og fá rétt sinn viðurkenndan með dómi og e.t.v. síðar til fógeta til full- nægingar dómsins. Hitt kemur og fyrir, þótt sjaldgæft sé, að greiðsla getur ekki farið fram vegna atvika, er kröfuhafann varðar. Er þá talað um viðtökudrátt. Kunnast er þetta réttaratriði í íslenzkri dómsmálasögu frá styrjaldarárunum í gildistíð strangra húsa- leigulaga, er húseigendur reyndu að koma í veg fyrir greiðsl- ur leigjenda í þeim tilgangi að koma þeim í vanskil og byggja síðan útburðarkröfu á vanskilunum. í lögskiptum þeirra Jóns Jónssonar og Helgríms er ein- mitt um viðtökudrátt að ræða. Það er almenn regla, að við- tökudráttur leysir skuldara ekki undan skyldum sínum. En þá rís hin mikilvæga spurning: Hvaða úrræðum á skuldari að beita til þess að forðast vanskil? Hér verður þessu atriði ekki gerð fullkomin skil, heldur aðeins bent á, að fyrir hendi er ein örugg leið fyrir skuldara til að halda rétti sínum til haga, þegar skyldan er fólgin í peningagreiðslu. Þessi áminnzta leið er sú, að skuldari leggur peningana sem geymslufé (depositum) inn í Landsbanka íslands eða útibú hans. Kvittun bankans fyrir móttöku geymslufjárins er jafn- gild og kvittun frá kröfuhafanum sjálfum. Áherzla skal á það lögð, að þessi heimild til móttöku geymslufjár er hjá Lands- bankanum einum, en ekki öðrum lánastofnunum. Jón Jónsson hugðist fara þá leið að koma greiðslum til leigu- sala með póstávísunum. Með tilvísun þess, er að framan er tekið fram um geymslufé, hefur Jón ekki gætt fyllilega réttr- ar aðferðar í þessum efnum. En þar sem aðstaða hans í mál- inu sýnir ljóslega, að hann hefur hvorki skort vilja né getu til að standa í skilum með leigugreiðslur, verður að telja, að hann sé ekki kominn í vanskil gagnvart leigusala, enda þótt hann hafi ekki komið geymslufénu á réttan stað. Þessi skoðun hefur stuðning í dómi Hæstaréttar frá 1944. Ályktunarorð: HIN UMBEÐNA ÚTBURÐARGERÐ NÆR EKKI FRAM AÐ GANGA. J. P. E. — Guð minn góður. Þeir kveiktu sér í sígarettum —- Ég er orðinn áhyggjufullur, sagði Julian. — Ég er að velta því fyrir mér, hvort ég ætti ekki að fara til þeirra, en í því heyrði hann raddir, og Mr. Pimm kom út á svalirnar með Matildu frænku undir arminn. Henri og Julian störðu sem steini lostnir. — Bæði, sögðu þeir. — Hefurðu nokkurn tíma séð annað eins? Skælbrosandi. Þeir heyrðu Mr. Pimm kveðja hana eins hlýlega og nokkur Mr. Pimm hafði hlýju til. Hann sagð- ist búast við henni í hádegisverð á morgun klukkan eitt og hún veifaði bílstjóranum að koma. Áður en Matilda frænka lagði af stað stakk hún höfðinu út um gluggann. — Julian og Henri, viljið þið ekki koma hingað? Þeir gengu að bílnum. — Segið mér nú satt, sagði hún. — Þegar Mr. Pimm byrjaði að þvaðra um samvizkulausa þorpara og bófa, og þær hættur og gildrur sem verða á vegi ríkra stúlkna og allt það, halið þið — og segið mér nú alveg satt — haldið þið að það geti verið að hann trúi þessu? Julian hugsaði sig um stundar- korn. Síðan sagði hann: — Nú, er þetta ekki allt saman satt? Matilda frænka hallaði sér aft- ur og starði fram fyrir sig. — Svei mér þá, sagði hún, — ég veit ekki hvað ég á að hugsa. Jæja þá, Louis. Af stað. Það var ekki fyrr en seinna um kvöldið að Mr. Pimm gat sagt frá samtalinu við Matildu frænku. Þá kallaði hann á alla út á svalirnar og sagði þeim allt af létta um Annabelle. Það var komið logn. —- Jæja þá, sagði Mr. Pimm. Þessi . . . þessi skepna Geoffrey, sem Annabelle hefur umgeng- ist í Nice, hefur eitthvað grugg- ugt í pokahorninu. Og auk þess er eins og hún sé fús til að þýð- ast hann. Hann hefur farið með hana í einhverja knæpu, sem heitir Hafmeyjan. Nú jæja hvað getum við gert til þess að koma vitinu fyrir Annabelle? Það var ljóst á öllu að hann vissi þegar svarið. Julian sagði: —- Ég veit, hvað Matilda frænka er búin að gera. Hún hugsar sem svo, að þorparar séu hezt til þess fallnir að koma þorpurum fyrir kattarnef. Ég verð að viðurkenna, að hún hefur mikið fyrir sér. — Vitleysa, sagði Mr. Pimm. — Ég er viss um að Matildu Mehaffey hefur aldrei dottið slíkt í hug. Henri sagði: — Sagðirðu Haf- meyjan? Er það þangað sem þessi náungi fer með Annabelle? — Á hverju kvöldi, sagði Mr. Pimm. — En þetta er argasta knæpa, þú ættir að sjá fólkið, sem þangað fer. Þú þekkir það, er það ekki, Julian? — Ætli það ekki. Rock and Roll og Jean Paul Sartre, og mað- ur veit varla hjá hverjum mað- ur hefur sofið næsta morgun. — Úrkynjaður óþjóðalýður, sagði Mr. Pimm. — Mjög óheppi- legur félagsskapur fyrir Anna- belle, það segi ég satt, við verð- um að binda endi á þetta. Og það sem ég veit, að þið hafið ekkert til málanna að leggja, er ég með svolítið áform á prjón- unum. Henri sagði hátt og greinilega: — Og hvað ætli það sé svo sem? — í stuttu máli sagt, þá beit- um við okkar venjulegu brögð- um — eee — þó dálítið öðru vísi en venjulega. Við reynum að telja þessum Geoffrey trú um, að Annabelle eigi ekki eyri, að allar sögurnar um auð hennar séu uppspuni einn. Henri sagði: — Mér er sama hvað þú ætlast fyrir. Ég hlusta ekki á það. —• Hvað þá? En þetta er alveg skínandi áform. — Þú skalt bara gleyma þessu. Henri stóð upp. — Ef Annabelle er á þessari knæpu á hverju kvöldi, þá ætti hún að vera þar núna. -— Og hvað heldurðu að þú ætlir að gera? — Það sem ég hefði átt að gera fyrir viku, sagði Henri, og hann stökk niður af svölunum til þess að ná í bílinn sinn. Þegar hann var að ræsa bílinn heyrði hann Mr. Pimm segja: — Al- máttugur minn, hvað gengur eig- inlega á? Það vill enginn hlusta á þessi dásamlegu áform mín lengur. Henri gekk inn í skuggalega hliðargötu og niður nokkrar VXKAN 24. tbl. 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.