Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 31
Monahan sneri sér við og sá þá
að annar flokkur var á leið upp
að ströndinni. Hjarta hans tók
að berjast um og hann fylltist
ákafri eftirvæntingu, þegar fugl-
arnir nálguðust landið og þau
örlög, sem þar biðu þeirra. Þeir
stefndu beint á hann, en skyndi-
lega beygðu þeir, án þess að fað-
ir Monahan gæti séð ástæðuna
fyrir því, og þeir komust út úr
skotfæri. Eitt skot drundi við, en
of seint.
Faðir Monahan fór aftur heim
í kofann. Tuttugu mínútum
seinna, þegar hann var að ljúka
við kaldan morgunverðinn, sá
hann sér til undrunar, að Fan-
elli var kominn heim.
„Ég held ég taki mér hvíld,
faðir. Það er lítið að hafa núna“.
„Já, ég sá það. Þessum fuglum
virðist ekki standa á sama, hver
það er sem skýtur þá“.
Þetta var sagt í gamni, en Lou
Fanelli brosti ekki. „Þér sáuð
þá?“ spurði hann.
„Já. Ég heyrði í byssunni og
gekk út á hæðina. Það var alveg
við atburðasvæðið".
Fanelli fann hvernig blóðið
streymdi honum til höfuðs. Hann
fyrirvarð sig fyrir prestinn, sem
í rauninni hafði verið sem fugla-
hræða, án þess að gera sér það
Ijóst. Davitt yrði fokvondur, ef
hann vissi það. Náunginn hafði
bara ætlað að hafa ofan af fyrir
sér, sjá hina skemmta sér. Hvern-
ig gat hann sagt honum það?
Hann velti því fyrir sér um
stund, en gafst upp við það.
„Mætti ég biðja yður að gera
mér greiða, faðir?“
„Það er mögulegt“.
„Nefnið það ekki við hina, að
þér hafið horft á þetta í morg-
un“.
„Auðvitað ekki“. Það væri
óskemmtilegt að hafa áhorfenda
að því, að hitta ekki einn ein-
asta fugl. Faðir Monahan lofaði
að minnast ekki á þetta.
Laugardagurinn var lítið betri.
Dick Fallon hitti eina svarta önd
án þess að drepa hana og hún
staulaðist fram að sjónum, sem
svo skolaði henni út. Síðar um
morguninn skaut Coughlin smá-
önd, en missti tvær, og þótt einn
fugl væri ekki nóg í matinn, var
það þó eitthvað til að tala um.
Eftir hádegisverð, þegar hlýn-
aði í veðri, fór faðir Monahan í
gönguferð. Hann gekk eftir
ströndinni og síðan upp á hæðirn-
ar þar sem ferskur ilmur furu-
trjánna barst að vitum hans.
Gönguferðin var hressandi og
hann fann hvernig taugarnar
hvíldust. Eða var það aðeins fjar-
veran frá St. Benedict, sem ork-
aði svona á hann. Við þá hugs-
un fann hann til samvizkubits
þar til honum varð hugsað til
þess, að það hafði verið ráðstöf-
un erkibiskupsins, ekki hans
sjálfs, að hann fór þessa ferð,
og spurningin var bara sú, hvort
hann gerði það sem ætlazt var
Óviðjafnanlegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist
SILVER GILLt i i E: hin ótrúlega beitta og mjúka Gillette egg á
rakblaði úr ryðfríu stáli, sem engin rakstursaðferð jafnast á við.
• mýksti, bezti og þægilegasti
rakstur, sem völ er á
• ryðfritt stái, sem gefur yður
flesta rakstra á biað
• gœðin aiitaf söm við sig—öll r ... '
blöðin jafnast á við það síðasta RYÐFRIA STALBLAÐIÐ
"StainlBss"—erfrábærryðfristáltegund, sem tryggir yður verulega endingargott rakblað
I ■%#
W BanniiiiiiiiiiffliB
Gillette
til af honum hér.
Þetta kvöld spilaði hann
rommy. Það var uppástunga frá
Davitt, og það hafði komið Davitt
á óvart, að presturinn var því
alvanur. Þó varð hann enn meira
hissa, þegar faðir Monahan stakk
upp á að leggja töluvert undir.
Það var langt síðan presturinn
hafði spilað um annað en tann-
stöngla. Þetta kvöld spilaði hann
með Lou Fanelli og Smith sem
félaga og vann sex dollara og
áttatíu og þrjú cent. Davitt borg-
aði sinn hluta og reyndi að láta
sem honum líkaði það vel.
„Jæja, faðir, það virðist sem
ég ætli að styrkja St. Benedicts
allríflega í þessari ferð“.
„Já, og allt kemur að góðum
notum“, samsinnti presturinn,
vafði peningunum inn í seðilinn
og setti þá í skyrtuvasann.
f þetta sinn gaf Fanelli sinn
hluta vinningsins án þess að bíða
eftir ávítandi augnaráði Davitts.
Þeir voru komnir á fætur fyrir
birtingu á sunnudagsmorgni, því
að ltíill tími var til stefnu, mess-
an átti að taka tuttugu mínútur.
Presturinn tók utan af altaris-
göngu-áhöldunum, fór í hempuna
utan yfir buxurnar og sportskyrt-
una, setti upp borð í dagstof-
unni, sem hann ætlaði sem alt-
ari. Þegar hann hafði lokið
messugjörðinni, fór hann að biðja
fyrir veiðimönnunum. Mennirnir
voru ánægðir, en hann sá að þeir
voru líka farnir að verða óþol-
inmóðir — dagsljósið nálgaðist
og það var kominn tími til að
fara út.
Fimmtán mínútum eftir að
veiðimennirnir voru farnir út,
hafði faðir Monahan gengið frá
öllu sínu og gekk út á hæðirnar.
í þetta sinn settist hann niður.
Loftið var svalt og hann kveikti
í pípunni sinni. Öðru hverju hit-
aði hann sér á höndunum á
henni, færði hana úr öðrum lófa
í hinn. Utsýnið var fagurt það-
an sem hann sat, en smám saman
breyttist það, þegar vindurinn
blés þokuslæðingnum af fenjun-
um. Hann þaut í grasinu og öld-
urnar skrjáfuðu við ströndina.
Hann sat þarna í klukkutíma
og allan þann tíma sást engin
önd. Loks gekk hann aftur heim
og þegar hann leit við, sá hann
að stór hópur var á leið upp að
ströndinni. Skot kvað við og
fuglarnir dreifðust í allar áttir.
Fleiri skot drundu í morgun-
kyrrðinni og fuglarnir hækkuðu
flugið. Presturinn var undrandi,
að sjá ekki nema einn fugl detta.
Hundur var sendur af stað og
hann synti æstur út í sjóinn og
kom aftur með eitthvað, sem
VIKAN 24. tbl. — gj