Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 39

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 39
við hefðum gift okkur allt að einu. Þau bjuggu í Kongó fyrsta kastið, en það varð sífellt órólegra þar. Þar við bættist, að hinir og þessir aðilar, hér og þar í Afríku, vildu fó Serge til þess að rannsaka nóm- ur eða nómumöguleika. Og sam- an leituðu.þau hjónin að úraníum í Mayombé, gulli í Oubangui og Tchad og loks að demöntum í Guineu. Þau ferðuðust um Sudan, Belgísku Kongó, Nigeríu og Sene- gal. Og ó meðan þau voru ó þess- um flækingi, var sementsverksmiðj- an þeirra ( Kongó þjóðnýtt. Þau seldu það litla, sem ekki hafði ver- ið þjóðnýtt af eigum þeirra, og fluttu heim til Frakklands með Cyril litla, elzta soninn. Þeim heppn- aðist að fá tvö lítil herbergi og ennþá minna eldhús á verkstæðis- lofti í Versölum, og Anne ætlaði að taka upp blaðamennskuna á ný. Serge tók að leita sér að vinnu, en þrátt fyrir staðgóða þekkingu hans og mikla reynslu vildi enginn hafa hann. Hann var yfir 40 ára gamall, og alls ekki sá eini, sem nú hafði flúið heim til Frakklands frá nýlend- unum. Til þess að hafa eitthvað fyrir sig að leggja, skrifuðu þau saman bókina ,,Le coeur des béstes sauvages" (Hjörtu villidýranna), þar sem Serge segir frá ævintýrum sín- um í ýmsum löndum. Með þessa sögu fóru þau til bókaforlagsins Opera Mundi, og kynntust þar Gér- ald nokkrum Gauthier. Tókst með þeim góður kunningskapur, og það var hann, sem stakk upp á því, að þua skrifuðu saman „sögulega skáldsögu", þ.e.a.s. skáldsögu byggða á sögulegum staðreyndum Þau sneru aftur heim til s(n og tóku að velta þessu fyrir sér. Un hvað áttu þau að skrifa? Napóleons- tímann? Nei, hann var útjaskaður. Richelieusartímann? Nei, Alexand- er Dumas var búinn að þurrmjólka hann. Nei, það varð að vera eitt- hvað annað. Eitthvað í stíl við amerísku borgarastyrjöldina. Eitt- hvað svipað ,,Á hverfanda hveli". Eitthvað, sem væri nógu ferskt til þess, að allir Fransmenn þekktu til þess, en þó nógu langt undan til þess, að auðvelt væri að fella það inn í skáldsögu með tilbúinni aðal- hetju. Það varð að ráði, að þau sneru sér að hallárbókasafninu í Versöl- um, og fengu að fara þar í gegn- um bréf og skjöl frá fyrri tímum. Þau lásu bréf, sem höfðu farið milli Madame de la Montespan og bróður hennar, hertogans af Viv- onne, bréf Louise de la Valliéres, dagbækur Loðvíks XIV, bréfin, sem hin spánska drottning hans, Maria Teresia, skrifaði foreldrum sínum og bróður. Þau lásu stríðsdagbækur, matseðla, annála, Ijóð hirðskáldsins Lorets og dreifimiða með verkum götuskáldanna um þekkta menn samtímans, sem samsvöruðu hneykslis og kjaftasögublöðum nú- tímans. Þau unnu eins og þrælar, lásu, skrifuðu hjá sér, grufluðu, fengu hugmyndir. Þua rákust á Philippe du Plessis-Belliére — hann KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR I VIKAN 24. tbl. — 2Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.