Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 27
■inninn næst á myndinni. Hér sjást liitarnir og ljósin í loftinu mjög vel. Loftinu hallar lítil-
.:: ::::::::
■ ■. ■■
■
■O Úr einbýlishúsi við Ægissíðu, sem Sigvaldi Thordarson
hefur teiknað. Myndin er úr stofunni, arinn á miðri mynd,
en til vinstri sést út á víðáttumiklar svalir. Stofan er stór,
en henni cr þannig fyrir komið, að hún leynir mjög stærð
sinni og fyrir bragðið verður hún hlýlegri og heiimlislegri
cn r?.un er á um margar stórar stofur. Arinninn er úr múr-
steini að neðan, en steinsteyptur og svartmálaður efra. Bitarn-
ir í loftinu og ljósin á milli þeirra er hvort tveggja mjög
fagurt og sérkennilegt.
^ Vcggur í þeirri sömu stofu, sem sést á myndinni að ofan.
Bókahillurnar eru gott dæmi um það, hversu nákvæmlega
Sigvaldi vann. Hann teiknaði ekki aðeins innréttingarnar í
stórum dráttum, heldur teiknaði hann sérstaklega hókahill-
urnar, listana og járnin, sem hiilurnar eru festar með. Milli
listanna eru grænmálaðar plötur, cn rammarnir utan um hill-
urnar og gluggann eru málaðir Ijósgráir. Sigvaldi teiknaði
allskonar gerðir af húsum og það eru mjög sterk höfundar-
einkenni á öllu sem hann gerði. Þau standa og lofa meistarann
löngu cftir að hann er fallinn frá.
VIKAN 24. tbl,
27