Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 9

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 9
HUSBONDINN A HEIMILI DRÖTTNINGARINNAR hún upp: „Siáðu hvað hann er fimur! Hvað hann getur stokkið hátt!" Þaðan af er álitið að hún hafi verið hrifin af honum, en hann lét sér nægia að stríða Margrétu systur henn- ar. En Elízabeth vissi hvað hún vildi, og á því er enginn vafi að hún hafði hugsað sér að fá hann fyrir eiginmann löngu áður en honum hafði dottið nokkuð slikt í hug. Hún skrifaðist á við hann eftir þetta og á stríðs- árunum var mynd af honum ávallt á vísum stað á arinhyllunni hjá henni. Philip var í sex ár í sjóhernum, og eftir giftinguna 1947 fór hann aftur á sjóinn, sem yfirmaður á tundurspilli. Þá flaug Elízabeth til Malta þegar hann var þar í landgöngu- leyfi. Síðan fékk hann eigið herskip til umráða, freigátuna Magpie, þar sem hann var álitinn strangur húsbóndi. Yfirmennirnir dáðust að honum og flestum líkaði vel við hann, að sögn. Svo var ekki um undirmennina. Einn sagði: „Hann spígsporaði um eins og villt tígrisdýr í bardagahug". Annar sagði: ,,Lif- andi fær mig enginn til að vera á því árans skipi aftur!" Líkur benda til þess, að Philip vilji vera — og sé — húsbóndi á sínu heimili í Bucking- ham Palace, svipað og á freigátunni forð- um. Hann er einasti maðurinn í heiminum, sem getur sagt Elízabethu drottningu að gera eitthvað, og bæta við ef honum sýnist svo: ,, . . . og vertu fljót!" Ekki svo að skilja, að það sé venja hans, því líkur eru fyrir því að þau hjónin hafi átt hamingjusamt samlíf. Hann er að vísu hættur að elta hana skríkjandi á harða- hlaupum um ganga hallarinnar eins og forð- um, — en hvaða hjón gera slíka hluti eftir 16 ára hjónaband? Framhald á bls. 41. Hann er ekkert hrifinn af blaðamönnum, hatar blaSaljósmyndara, og móSgar gestgjafa sína. Hann er einasti maðurinn í heiminum, sem getur sagt við Englandsdrottningu: „Gerðu eins og ég segi þér ... og vertu fljót!“ Við eigum auðvitað við eiginmann drottningarinnar, Filippus her- toga af Edinborg, sem kemur í heimsókn til forseta íslands núna síðar s mánuðinum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.