Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 5

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 5
hyggju. Hins vegar væri hugsan- legt fyrir þig að fá þau í Iið með þér, einkum og sér í lagi, ef þeim sjálfum blöskrar gjafirnar. Þið gætuð ef til vill í sameiningu á einskonar fjölskyldufundi leitt henni fyrir sjónir, að þau gömlu hjónin hafi ekki not fyrir öll þau ósköp, sem hún eys yfir þau, og væri nær, að þið ungu hjónin eignuðust eins og einn stól eða hjónarúm. Varasamir peyjar Vika mín góð! Ég er svo hneyksluð að ég verð að útausa mér yfir einhvern, og þá verður þú fyrir valinu því þetta snertir þig að vissu leyti. Ég var í Reykjavík í dag og var að fara heim með Keflavíkurrút- unni, sem fer 3,15. Klukkan var rúmlega hálf þrjá, en ég var með smákrakka og settist því í rútuna til að bíða þar. Þá kemur inn í bílinn 9—10 ára strákur með Vikuna til sölu. Ég keypti blaðið, en hafði ekki nema 100 krónu seðil. Hann sagðist ekki geta skipt, en bauðst til að skreppa inn á B.S.Í og fá skipt þar. Ég þekktist það og fékk honum peningana og fékk blaðið, en viti menn, stráksi tekur á rás í burtu með peningana og sást ekki meir. Ég áttaði mig ekki strax, en hljóp svo út á Hafnarstrætishorn- ið en sá stutti var gjörsamlega horfinn. Bíllinn fór ekki fyrr en hálftíma seinna en ekki kom strákurinn. Ég var svo heppin að vera búin að kaupa mér farseðil, annars hefði ég ekki komizt heim. Ég býst ekki við að þið vitið nein deili á stráknum, hann var með rauða Vikutösku, klæddur grárri úlpu, ljóshærður, lítill grannur og óhreinn. Örkin hans Nóa er á bls. 17. Raunar býst ég ekki við að fá konfektkassa í sárabætur fyrir Vikurnar 3 sem ég er búin að borga stráknum og fæ sjálfsagt aldrei, en þetta er þó tilraun. Þakka allt skemmtilegt, eink- um krossgáturnar. Gleðilegt sum- ar. Hneyksluð. --------Kæra hneyksluð! Við erum alveg jafn hneykslaðir hér á VIKUNNI, en sem betur fer gerizt þetta ekki oft. Eins og þú réttilega segir, er engin leið að þekkja þennan pottorm af lýs- ingunni, því hún gæti átt við marga. En það er nauðsynlegt að fá upplýsingar um svona pey ja. Og þar sem við vitum ekki fyrirfram, hvort þú verður svo heppin að vinna konfektkassa af henni ungfrú Yndisfríð, ætlum við að taka það upp hjá sjálfum okkur að senda þér konfekt, og vonandi verður þú búin að borða það, þegar þetta blað kemur út. Aðeins eitt varnaðarorð: Hér eft- ir tortryggjum við alla, sem senda okkur svona bréf, svo það verður ekki um það að ræða, að fleiri fái konfekt á þessum for- sendum . . . Klæðnaður í kirkju Kæri Póstur! Ég skal alltaf kaupa Vikuna, ef þú gefur mér svar við einni spurningu (kaupi hana sennilega hvort sem er) og hún er svona: Við hjónin vorum á ferð í bíln- um okkar um Suðurland á sunnu- degi og áttum leið framhjá Skál- holti. Þá sáum við, að messa átti að fara að hefjast og þar sem við höfðum hvorugt séð kirkjuna að innan, langaði okkur mjög mikið til þess að vera við mess- una. En við höfðum ekki gert ráð fyrir neinu slíku og vorum klædd eins og maður er í svona bíltúrum, í peysum og gallabux- um, reyndar tandurhreinum. Það var þarna fleira ferðafólk álíka búið, sem við sáum að fór í kirkj- una, en mér fannst það ekki hægt. Manninum mínum fannst ekkert athugavert við það að við færum inn eins og hinir, en því meir sem ég hugsaði málið, þá fannst mér ég ekki geta látið sjá mig svona búna. Ég sat úti í bíl á meðan hann fór í kirkju. Hvort okkar hafði rétt fyrir sér? Lóa. —-------Tvímælalaust hafðir þú rétt fyrir þér. Skálholtskirkja er veglegt guðshús og ein af höfuð- kirkjum landsins. Þar á að varð- veita helga stemningu, ekki sízt þegar guðsþjónustur fara fram. Sjálf guðsþjónustan bvggist að talsverðu leyti á því andrúms- lofti, sem ríkir í kirkjunni og klæðnaður kirkjugesta skiptir ekki minna máli en sjálfur bún- aður kirkjunnar eða ræða prests- ins. Peysur og gallabuxur — jafn- vel þótt allt sé tandurhreint —■ getur aldrei skapað þá stemn- ingu í fagurri kirkju sem æski- leg er. 1 SPORTTÍZKAN í ÁR! Danskar Jacquard útprjónaðar peysur Fimm tízkulitir HEILDSÖLUBIRÐIR: ANNA ÞÖRÐARDÓTTIR H. F. PRJÓNASTOFA ÁRMÚLA 5 - SÍMI 38172 VIKAN 24. tbl. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.