Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 43
KJÓLAR Enskir og hollenzkir i& Laugavegi 59 Simi 18646 ar. Loks sneri hann sér að einhverj- um þægilegum samferðamanni og sagði hátt svo allir máttu heyra: „Blessaður, við skulum koma okk- ur í burtu frá þessu ekkisens pakki!" — og stakk af. Hirðfólk drottningarinnar kallar þetta dónaskap ,og hirðfólk tengda- móður hans — drottningarmóður- innar — segir að hann sé eins í framkomu við hana. Benda ekki á nein sérstök dæmi, en halda því fram að hann sýni henni ekki þá kurteisi, sem venjulegur maður ætti að sýna tengdamóður sinni. Þetta hirðfólk er yfirleitt gáfað og vel menntað, en andúð Philips á svokölluðu „fínu fólki" er velþekkt. Hann vill ekkert hafa með það að gera. Hann hefur samt lítil sem engin áhrif haft á siði og reglur hirð- arinnar. Þær eru svo fastmótaðar, að jafnvel þótt hann vildi — sem er vafasamt — gæti hann ekkert gert til að breyta þeim. Hann hef- ur að vísu látið setja upp hátalara- kerfi innan hallarinnar, sjálfvirkar þvottavélar og látið gera rannsókn á starfsaðferðum vinnufólksins. En fyrir þetta fékk hann lítið þakklæti, en kallaður drekaböðull í stað þess að fá viðurkenningu sem skynsam- ur ungur maður, er vildi koma ein- hverju í framkvæmd. Hann stöðvaði eilífar matarveizl- ur, sem stóðu yfir næstum því alI- an sólarhringinn f matsölum hallar- innar, og fjöldi manns notaði sér til að fá frítt fæði. Hann kom reglu á hinar miklu eignir drottn- ingarinnar um landið. Hann lét setja talstöðvar í hinar konunglégu bif- reiðar, og bauð ýmsu „lægri stétt- ar fólki" í mat, eins og listamönn- um, kvikmyndastjörnum, og verka- lýðsleiðtogum. En jafnvel þessar hæversklegu ráðstafanir fengu á sig byltingar- brag í höllinni, og margt er það, sem hann hefur orðið að hætta við að gera. Hann varð að hætta við að lenda þyrlu sinni í garði hall- arinnar, og þótt hann vildi byggja eldhús í höllinni eilítið nær mat- sölunum, fékk hann því ekki til leiðar komið. Prins Philip er ekki beinlínis hæ- verskur, en þótt hann geti verið hrottalega hreinskilinn, gleymist það í hlýju brosi hans næstu stund- ina, lífsgleði og hraustlegu útliti. Hann vill vel, er fljótur til við- ræðna og kemur fólki til að gleyma feimni sinni við konungborna per- sónu hans. Menn segja hann gjarn- an hnyttinn í svörum og kíminn, hvað sem hann kann að segja, því jafnvel lélegir brandarar í hans munni fá á sig annan blæ en hjá „venjulegu fólki". Kímnigáfa hans eða orðheppni stenzt þó engan samanburð við meistara í þeim hlutum. Honum hættir frekar til að vera beiskur f svörum en góðlátlega kíminn. Eitt sinn sagði hann við háttsettan mann í móttökunefnd, sem hafði kíkt nokkuð djúpt í glasið: „Jæja, herra minn, hvernig lízt yður á þessa sýningu — ef þér getið ennþá hugs- að?" Við forstjóra gosdrykkjafyrir- tækis: „Eg vona bara að þér drekk- ið þetta sull ekki sjálfur!" Á sýn- ingu nútímalistar sagði hann um eitt málverkið: „Bölvað klúður er þetta, finnst yður ekki?" Venjur hans og lífsviðhorf eru einföld. Hann er ekki það sem kall- að er,„sjení" í hugsanagangi. Hann er hreinn og beinn, vinnur mikið og er vanur því að „já" þýði „já" og „nei" hljóti — fjandinn hafi það — að þýða „NEI". Hann getur ekki skilið hvers vegna hann fær ekki að vera í friði fyrir blaðamönnum og Ijós- myndurum. Þegar hann var stadd- ur á Gíbraltar, kom hann að öpun- um frægu, sem þar halda til. Hann Pleo» pl*- n- »011! *o hold you hanri — twnt nnd ihout — liwo ttt- rto — Thi' hlppyhippy .'iulu* — ug ullir 10 tv.tnrnir af plntunni „»*!lh th» Bp*itl»'*' óiumt fjölrta mynrlu of UEMUS TVÖ NÝ HEFTI Þriðja heftið af Nýjum danslagatextum var að koma út. í heftinu eru aðeins íslenzkir textar við öll nýjustu lögin. Beatles — mynda- og danslagatexta- heftið er fyrir nokkru komið út í því eru 23 textar við Beatleslög og 23 myndir af þessari heimsfrægu hljóm- sveit. Sendið kr. 25,00 fyrir hvoru hefti og þið fáið það sent um hæl burðargjalds- frítt. NYIR DANSLAGATEXTAR PÓSTHÓLF 1208 — RVÍK. VIKAN 24. tbl. 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.