Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 47

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 47
TRELLEBORG ÞEGAR UM HJÚLBARÐA ER AÐ RÆÐA TRELLEBORG HJÚLBARÐAR ÝMSAR STÆRÐIR Söluumboð: HRAUNHOLT VIÐ MIKLATORG GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. sást ekki. Þá tók ég kassann með kóngulónni og gekk og gekk þang- að til ég kom að húsi hvíta manns- ins. Það var mjög dimmt og ég óttaðist að ég kynni að rekast á einhvern á veginum, en ég sá eng- an. Ég beið í garðinum hans inn á milli runnanna og horfði á hann fara í rúmið. Svo klifraði ég upp í tré og komst upp á svalirn- ar hans. Þar beið ég þangað til ég heyrði að hann var farinn að hrjóta, og þá skreið ég gegnum gluggann. Hann lá allsber í rúm- inu undir moskitónetinu. Ég lyfti upp brúninni á netinu og opnaði kassann og hristi kóngulóna ofan á magann á honum. Svo fór ég út og heim. — Guð almáttugur! sagði Bond skelfdur. — Hvað kom fyrir hann? Hún sagði glaðlega: — Hann var heila viku að sálast. Það hlýtur að hafa verið hroðalega sárt. Mað- ur deyr hægt ef svarta ekkjan bít- ur mann. Galdramaðurinn segir, að það sé engin dauðdagi vern. Hún þagnaði. Þegar að Bond sagði ekk- ert, sagði hún áköf: — Ég gerði ekkert rangt, finnst þér það? — Ég mundi nú ekki gera þetta að vana mínum, sagði Bond rólega. — En ég get ekki sagt að ég geti áfellzt þig úr því sem komið var. Og hvað gerðist svo? — Nú, svo varð bara allt gott aftur. Ég hafði nóg að gera að afla mér matar og auðvitað lang- aði mig allra mest til þess að safna peningum svo ég gæti fengið nefið á mér lagað aftur. Þetta var reglu- lega fallegt nef áður en það var brotið. Heldur þú að læknarnir geti gert það eins gott og að það var? — Þeir geta gert það alveg ná- kvæmlega eins og þú segir þeim, sagði Bond. — Hvernig fórstu að þv( að afla þér fjár? — Það var alfræðiorðabókin. [ henni stóð að fólk safnaði skeljum. Að það væri hægt að selja sjald- gæfar skeljar. Ég talaði við skóla- stjórann, án þess að segja honum leyndarmálið mitt auðvitað, og hann komst að því, að það er til amertskt tímarit, sem heitir Nautil- ius og er fyrir skeljasafnara. Ég hafði akkurat nógu mikla peninga til þess að gerast áskrifandi að því og fór að svipast um eftir skeljum sem að stóð í blaðinu að fólk vildi kaupa. Ég skrifaði kaupmanni ( Miami og hann byrjaði að kaupa skeljar af mér. Það var spennandi. Auðvitað gerði ég margar vitleysur til að byrja með. Ég hélt að fólk vildi kaupa fallegustu skeljarnar, en það er ekki. Oftast nær vill það helzt þær Ijótustu. Og þegar ég fann þessar, sem voru nógu sjald- gæfar, hreinsaði ég þær og bónaði til þess að láta þær líta nógu vel út. Það er líka vitlaust. Fólk vill fá skeljarnar nákvæmlega eins og þær koma úr sjónum með skepnunum I og allt það. Svo að ég fékk formalín hjá lækninum og setti það inn ( lifandi skeljar til þess að þær rotn- uðu ekki og sendi þær svo til manns- ins ( Miami. Það var ekki fyrr en um það bil fyrir réttu ári sem ég hafði lært að gera þetta rétt og nú er ég búin að safna fimmtán pundum. Ég hélt núna, þegar ég vissi hvernig fólkið vildi fá þær og ef ég væri heppin, þá ætti ég að geta safnað að mninsta kosti fimmtíu pundum á ári. Og eftir ttu ár gæti ég þá farið til Amerlku og látið gera þessa aðgerð. Og svo, sagði hún og hló glaðlega, barði hamingjan aldeilis að dyrum. Ég fór hingað til Crab Key. Ég hafði komið hingað áður, en það var aðeins fyrir jólin og þá fann ég þessar skeljar. Þær voru ekkert athyglisverðar að sjá, en ég sendi eina eða tvær til Miami og maðurinn skrifaði aftur eins og skot og sagði að hann skyldi kaupa eins margar og ég gæti látið hann hafa fyrir fimm dollara hverja ef þær væru heilar. Hann sagði að ég yrði að þegja eins og múmía um það hvar ég fyndi þær, þv( að annars mundi ég eyðileggja mark- aðinn og verðið mundi verða minna. Þetta er eins og að eiga einkagull- námu. Nú getur vel verið að ég geti safnað mér nógum peningum á fimm árum. Þess vegna var ég svona vör um mig þegar ég sá þig á ströndinni minni. Ég hélt að þú hefði komið til að stela skelj- unum m(num. Framhald ( næsta blaði. ERKIHERTOGINN OG HR. PIMM Framhald á bls. 23. ið að dyrum, beið hún um stund, en fór síðan inn. — Mr. Pimm, kallaði hún. — Mr. Pimm, ertu þarna? Ekki bólaði á neinum. — Eddie Bell, Mr. Pimm, er nokkur hér? Hún hefði getað heyrt saumnál detta. — Mr. Pimm, kallaði hún upp á loft. — Þú hlýtur að vera héma einhvers staðar, hvar ertu? Skyndilega skaut Mr. Pimm upp kollinum. — Kæra Miss Mat- ilda, hrópaði hann, — það gleður mig innilega að sjá þig, alveg innilega. Matilda frænka hvessti á hann augun. — Það er óþarfi að vera með þessi látalæti, Mr. Pimm. Ég læt ekki blekkjast enn einu sinni. Mr. Pimm hrökk við. — Og mergurinn málsins er sá, að þú hafðir hvorki hugrekki né nægilega kurteisi til að bera til þess að bíða eftir mér í dag. Mr. Pimm tvísteig. — Þetta er því miður alltof satt. — Eftir allar þessar blekking- ar, þá geri ég ráð fyrir að þú hafir vonazt til að þurfa aldrei að sjá mig aftur. Mr. Pimm vissi ekki hvað hann átti að segja. Hann reyndi að tauta einhverjar afsakanir, en VIKAN 24. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.