Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 13

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 13
Hva3 þarf ógift kona að hafa, til þess aS lifa innihaldsríku og ónægju- legu lífi? Bezt er aS byrja á því, aS telja upp þaS sem hún þarf ekki aS hafa. Mikil fegurS eSa peningar er ekki nauSsynlegt og persónuleiki eins og só, sem Marlene Dietrich hefur og töfrar allt umhverfiS, er heldur ekki ómiss- andi. Aftur ói móti á aS vinna úr því hróefni, sem fyrir hendi er — sem er konan sjólf — og þar mó aldrei slaka ó! Fyrst og fremst verSur aS þroska og fóga stílinn — en hver kona hefur sinn eiginn persónulega stíl, og þaS er um aS gera aS draga hann fram í dagsljósiS, hlúa aS honum og rækta eins og hann væri orkídea. ÞaS er alltaf gott aS hafa heilann í sæmi- legu standi, en hann þarf ekki aS geta ráSiS viS atómsprengjuna — þaS nægir ef hann skilur fólk og almenna hluti. Þá er komiS að því, sem æskilegt væri. Ógift kona ætti aS hafa íbúS fyrir sig — sama hve lítil og ómerkileg hún er. Líka verSur hún aS sjá um, aS vera ekki meS barnaspik á sér hér og þar — slíkt á aSeins viS á börnum. Hún verSur að geta búið til góSan mat, og hún verSur aS stunda starf, sem hún hefur áhuga á. Þessir hlut- ir eru ekki nauðsynlegir til að lconan giftist, heldur til þess aS hún geti verið ógift og haft það gott. KARLMENNIRNIR í LÍFI ÓGIFTU KONUNNAR. Ógifta konan verður oft KONAN i lífi einhverra manna, jafnvel kvæntra manna, en þaS þarf ekki aS tákna það, að hún hafi náiS samband viS þá. Hún verSur sú kona, sem þá dreymir um, þegar þeir vilja flýja tilbreyting- arleysi daglega lífsins. ÞaS er þægi- leg tilfinning fyrir ógifta konu, aS vita að hún er elskuð og dáS — og það þarf ekki aS valda eiginkonun- um neinum óþægindum. En hvað sem því líSur, væri ekki úr vegi aS líta á þá menn, sem eru lausir og liðugir, og það má flokka þá í nokkra hópa. ÓKV/ENTU OG GLÆSILEGU MENN- IRNIR. Það eru þeir menn, sem helzt kæmi til greina að giftast — en þeir eru bara svo fáirl ÓKVÆNTIR, EN EKKI SÉRLEGA GLÆSI- LEGIR. Þeir hafa auSvitaS þann kost, að ekkert hindrar þá í hjónaband — en samt . . . Oftast eru þeir ólaglegir, leiðinlegir, snobbaSir, taugaveiklaSir, mömmudrengir eða guð má vita hvaS. Það er nóg til af þeim — þaS er hægt aS fá eins marga af þeim og hver villl KVENNABÓSARNIR. Stundum gætu þeir heyrt undir flokk- inn hér næst á undan, en þar sem þeir eiga allir ýmislegt sameiginlegt, er rétt aS setja þá í sérflokk. Eiginlega er engin ung stúika reiðu- búin að ganga í hjónaband, sem ekki hefur kvalizt í ástasambandi viS kvennabósa. Það heyrir beinlínis undir nauð- synlegt uppeldi, þótt þaS sé ekki alltaf auð- velt. Það er a.m.k. tvennt, sem allir kvenna- bósar eiga sameiginlegt, en það er ómót- stæSileg þrá eftir að gera ungar stúlkur ást- fangnar af sér, og svo óstjórnleg hégóma- girni, sem gerir þá aS þrælum klæðsker- ans síns. Það versta viS ástarævintýri með kvenna- bósa, er hve það fer illa meS sjálfsvirðingu stúlkunnar. ÞaS er ekki aSeins það, aS hann vill undir engum kringumstæðum kvænast, heldur fremur hitt, aS stúlkan er gerir sér fullkomnlega Ijóst, aS hann er henni engan veginn samboðinn. Hann er grimmur og hefur yndi af að kvelja á drengjalegan hátt, en samt getur hún ekki yfirgefiS hann. Hann kallar á lægstu kvatirnar í eðli hennar. Hún leggur sig niður við að gera ýmislegt, sem annars væri henni fjarlægt, eins og aS leita að varalit á glösum í íbúSinni hans og stel- ast til að lesa bréf, sem hann hefur fengiS frá öðrum stúlkum — reyndar hefur hann venjulega lagt þau á þá staSi, sem hún kemst ekki hjá því að rekast á þau. Kvenna- bósinn er líka eini karlmaðurinn, sem ekki fyllist skelfingu við að stúlkan fái móður- sýkiskast. Hann tekur þaS sem gullhamra og viðurkenningu á sjálfum sér. Uppeldislegt gildi ástarævintýris meS kvennabósa er aðallega fólgiS í því, aS þaS sópar burtu í eitt skipti fyrir öll draumnum um „prinsinn". Slíkt ástarævintýri hefur óneitanlega líka sínar björtu hliSar. Hann er ókvæntur og freistandi eiginmannsefni í byrjun. Hann er þolinmóSur og tillitsamur. Hann sendir blóm og gjafir. Hann er lika sú mannteg- und, sem getur fengið stúlku til að trúa því um stund, að hún sé Audrey Hepburn, sem sé aS læSast fram hjá hallarverðinum á stefnumót meS Gregory Peck. En þaS er sama hve margar aðvaranir eru gefnar móti kvennabósum — allar stúlk- ur ganga beint í gildruna, og má þar eflaust telja aðalástæSuna þá, aS hann fær þær til að trúa, að þær séu frábrugSnar öllum öðrum konum. Ævintýrið endar aSeins á tvo vegu: Hann verSur þreyttur á fórnarlambinu og snýr sér að því næsta, eða stúlkan verS- ur leiS á grimmd hans og flýr. KVÆNTI MAÐURINN. Kvænti maðurinn, sem er á hnotskóg eftir ævintýrum utan hjónabandsins vekur venju- lega hneykslun. Oft á hann hana skiliS. Venjulega er það ekki konan hans, sem ekki skilur hann. Hún þekkir hann út og inn. Það er vinkonan, sem er skilningssljó! Hún getur ekki skilið, hvers vegna hann skilur ekki viS konuna sína. Svarið liggur í augum uppi. Hann vill ekki skilja. Vegna barnanna, vegna kunn- ingjanna, og í flestum tilfellum vegna þess að hann hatar alls ekki konuna sína. ÞaS getur veriS aS hann sé dálfitS þreyttur á henni, en í rauninni eru þau enn beztu vin- ir. Og því aðgangsmeiri sem vinkonan verð- ur, þess betur kann hann að meta konuna sína. ÞaS er því aSeins ein ráSlegging, sem á erindi til þeirra stúlkna, sem eru meS Framhald á bls. 41. Skynsöm og ástúðleg eiginkona getur hvenær sem er fengið manninn sinn aftur. VIKAN 24. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.