Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 23
sjálfan fyrr en þeir þyrftu að
bera vitni. Og þegar því væri
lokið, þá máttu þeir ekki fara
í burtu, ef Monsieur le Juge vildi
tala við þá á ný. Hann kallaði
á vikapilt.
— Vísið Monsieur Pimm og
vinum hans inn í biðstofuna,
sagði hann og bætti við með
áherzlu: — Herbergi D. Hann
leit illkvittnislega á þá og gekk
burt.
Vikapilturinn sagði: — Gjörið
svo vel, Monsieur. Hann opnaði
dyr vinstra megin í forsalnum og
vísaði þeim inn í eyðilegt her-
bergi með einum vesaldarlegum
glugga.
Mr. Pimm leit inn. — Vitleysa,
sagði hann. Hvað á þetta að þýða,
að hrúga okkur inn í þetta hræði-
lega herbergi, við verðum að bíða
einhvers staðar annars staðar.
Það er ekki hægt að hreyfa sig
héma inni.
— Því miður, sagði vikapiltur-
inn ákveðinn.
— Þetta er eins og skápur,
sagði Mr. Pimm og gekk inn
þvermóðskufullur. ■— Maður er
hér eins og sardína í dós.
Þeir settust á bekkina og biðu.
Eftir stundarkorn heyrðust
raddir fyrir utan. Dyrnar opnuð-
ust og vikapilturinn sagði: —
Monsieur, Mesdames, gjörið svo
vel, og Julian sagði: — Guð minn
góður!
Rödd Matildu frænku svaraði
vikapiltinum: —• Ætlið þér að
segja mér, að það eigi að troða
okkur inn í þessa kompu?
— Ásamt hinum vitnunum,
Madame, því miður.
— Hinum vitnunum? Matilda
frænka gægðist inn. — Mr.
Pimm! Nei, sagði hún, ■—■ ég
krefst þess, að fá að bíða ein-
hvers staðar annárs staðar.
— Mér þykir það leitt, Mad-
ame. En þér verðið að bíða hér.
— Það hlýtur að vera til ann-
að herbergi. Það var stutt þögn.
— Jæja þá, það verður víst að
vera, sagði hún, og síðan reyndu
þau að koma sér fyrir í herberg-
inu.
Matilda frænka leit á Julian,
Henri og Mr. Pimm, þar sem þeir
stóðu hlið við hlið. — Jæja, sagði
hún, — það er víst bezt að bjóða
góðan daginn.
Þeir reyndu að horfa út í blá-
inn, um leið og þeir buðu góðan
daginn heldur vandræðalega.
Fluga heyrðist suðu úti við glugg-
ann. Julian fannst eitthvað ónota-
legt við að vera í sama herberg-
inu og Peggy.
Augustus Green hóstaði.
Annabelle og Mr. Pimm hófu
upp raustina næstum samtímis.
Annabelle sagði. Jæja, eins
og ég sagði, Matilda frænka, þá
skemmti ég mér prýðilega í gær-
kvöldi, Geoffrey er mjög aðlað-
andi maður . . . og Mr. Pimm
sagði: — Já, eins og ég var að
segja, kæru vinir, þá verður þetta
dásamlegur mánuður í París.
Longchamps, Maxim's, Folies
Bergere . . .
— Og ég skil ekki hvers vegna
við skildum snekkjuna eftir í
Long Island Sound. Það væri
hægt að fá hana hingað eftir svo
sem 10 eða 12 daga.
— Og auðvitað eru fleiri
skemmtilegir næturklúbbar í
Montmartré. Svo getum við flog-
ið til London og verið þar í svo
sem tvær vikur . . .
Þau héldu áfram að tala í svo
sem 5 mínútur, Annabelle í skýj-
unum út af þessum Geoffrey og
snekkjunni, og Mr. Pimm alveg
upptekinn af London, þar til
Henri sagði hátt: -— Annabelle!
AUir nema Annabelle litu snöggt
til Henri. —• Hver í fjandanum
er þessi Geoffrey eða hvað hann
heitir?
Annebelle hélt áfram eins og
ekkert hefði i skorizt: — Já, við
sendum skeyti eftir snekkjunni
í dag, og þá ætti hún að vera
komin hingað í næstu viku . . .
— Til fjandans með þessa
snekkju, sagði Henri. — Hættu
nú þessu og svaraðu mér, og Mat-
ilda frænka sagði skyndilega: —
Þetta er hlægilegt allt saman.
Þegiðu, Henri, og þú líka, Anna-
belle, þú lætur eins og skóla-
stelpa. Þetta er fáránlegt, það
láta allir eins og þeir séu einir
1 herberginu. Julian, sammála?
Julian sagði: — Já, Miss Mat-
ilda, vissulega. Og auk þess lítið
þér alveg stórokstlega út í dag.
Mr. Pimm sagði undrandi: —
Ég hefi nú aldrei vitað annað
eins.
— Já, Mr. Pimm, sagði Mat-
ilda ógnandi, — og ég þarf líka
að tala við þig. Ein.
Mr. Pimm sagði vesaldarlega:
— Viltu tala við . . . við mig, Miss
Matilda?
— Ójá.
Mr. Pimm horfði í kringum
sig eins og auli. — Já en . . . en
sjáðu til, kæra . . .
Úti í forsalnum heyrðist kall-
að: — Mamselle Mehaffey, dyrn-
ar opnuðust, og Mr. Pimm iétti
stórum. — Fyrsta vitnið, ef þér
vilduð gjöra svo vel, sagði vika-
pilturinn. Mademoiselle Anna-
belle Mehaffey.
Matilda frænka sagði ákveðin:
— Það þýðir ekki að reyna að
skorast undan, Mr. Pimm. Ég vil
að við hittumst, þegar þetta er
allt um gartð gengið. Skilurðu
það?
Hún fór út ásamt Annabelle og
Peggy og Green.
Mr. Pimm lét fallast á einn
bekkinn. —• Almáttugur minn,
sagði hann í örvæntingu. Hvað
ætlar hún nú að gera.
Henri sagði: — Hvað sem það
verður, þá verðurðu að horfast
í augu við það.
— Ertu alveg tilfinningalaus?
Ég er dauðhræddur við Miss Mat-
ildu, ég hefi alltaf verið það.
Þetta er ómannlegt, ég get ekki
gert það, hvernig gat hún gert
þetta? Hún og þessi lögfræðing-
ur Green, bara af því að við
reyndum að útvega Annabelle
góðan maka. Nei, ég get þetta
ekki.
Julian sagði: — Ef þú horfist
ekki í augu við þetta, þá skamm-
ast ég mín svo sannarelga fyrir
þig-
— Sama cegi ég, sagði Henri,
og Mr. Pimm tautaði eitthvað
óskiljanlegt.
Tíminn leið undur hægt.
Klukkan var næstum orðin eitt,
þegar Annabelle var búin að bera
vitni, en þá þakkaði dómarinn
henni og rétturinn dró sig í hlé
til þess að fá sér matarbita. Þeg-
ar rétturinn kom saman aftur
var kallað í Julian, síðan Mr.
Pimm. Nú var sagan farin að
endurtaka sig. Yfirheyrslan yfir
Mr. Pimm tók naumast hálftíma.
Hann hneigði sig fyrir dómaran-
um og steig niður. Síðan kom
röðin að Henri, og loks Malraux,
en þá var yfirheyrslunni lokið.
Fangarnir voru leiddir í burtu
og þá sáu þau ekki fyrr en í
hinum eiginlegu réttarhöldum
mörgum mánuðum síðar. Yfir-
heyrslunni var lokið.
— Jæja, þá er það búið, sagði
Henri við Julian og þeir sneru
sér að Mr. Pimm. En þar var
engan Mr. Pimm að sjá; bekkirn-
ir fyrir aftan þá voru auðir. Þeir
flýttu sér út á götuna. Hvergi
var Mr. Pimm að sjá, og Henri
sagði að bíllinn hans væri þar
sem skilið hafði verið við hann,
svo að ef hann hefði ekki laum-
azt inn á bar eða eitthvað svo-
leiðis, þá hlaut hann að hafa tek-
ið sér leigubíl.
Matilda frænka ásamt fríðu
föruneyti kom nú út á eftir þeim.
Hún sá á Julian og Henri, að
Mr. Pimm yar floginn, og þarna
stóðu þau hálf vandræðaleg á
meðan Louis ók upp að gang-
stéttinni við hlið þeirra. Julian
vonaðist til að fá að segja orð
við Peggy. Og Henri vonaðist til
að fá að segja orð við Annabelle.
En þeir urðu báðir fyrir miklum
vonbrigðum. Matilda frænka
benti þeim báðum að fara inn
í bílinn, og þeir heyrðu hana
segja: — Heim fyrst, Louis. Síð-
an beint til Villa Marguerite. Og
áður en varði var bíllinn horf-
inn.
Henri sagði: — Svo að hún ætl-
ar að elta hann.
— Hún ætlar að hremma hann,
sagði Julian. — f greni sínu.
Jæja þá? Hvað með okkur?
Henri sagði: — Ég sé þig ein-
hvern tíma seinna og hann gekk
niður götuna með hendur í vös-
um og sparkaði í nokkra smá-
steina.
Þegar Matilda frænka barði að
dyrum á Villa Marguerite kom
enginn til dyra, en dyrnar á svöl-
unum voru galopnar, og hún
hafði hugboð um að einhver væri
í húsinu; eftir að hún hafði bar-
Framhald á bls. 47.
VIKAN 24. tbl. — 23