Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 40
hafði ótt þrjár konur og gat auð- veldlega sallað á sig þeirri fjórðu. Þau fundu dagbækur Degrez lög- reglumanns og rákust þar á Stóra Coesre, höfðingja í undirheimum, og menn hans. Þau rákust á klæð- skerareikninga, kvörtunarbréf og guð veit hvað. Og loks ákváðu þau að skrifa sögu frá þessum dögum, byggða á staðreyndum, með að- eins tveimur persónum upplognum, — Angelique de Sancé og manni hennar, hertoganum af Toulouse, Joffrey de Peyrac. Þetta tók þau tvö ár. Þeim nægði ekki að hafa allt bókasafnið í Ver- sölum til að grufla í, heldur skrif- uðu þau mörgum mönnum af ætt- um, sem í aldaraðir höfðu unnið við hirðina, mann fram af manni, og fengu þannig margar gagnleg- ar upplýsingar og skemmtilegar sögur, sem hægt var að flétta sam- an við. Alls pældu þau í gegnum 750 handrit, en þar að auki bréf og snepla og mörg hundruð einkabréf, sem svöruðu spurningum þeirra. Og til þess að kynnast landinu um- hverfis Poitou í Bretagne, þar sem Angelique átti að hafa alizt upp, dvöldu þau þar um hríð. — Skáld- saga, segir Serge Golon, verður að byggjast upp eftir ákveðinni hrynjandi, eins og Ijóð eða lag. Og svo fóru þau að skrifa Ang- elique. Það var heldur þröngt í búi hjá þeim um þessar mundir, en þau drógu fram lífið á því, sem þau fengu fyrir bókina um ævin- týri Serges, og þar að auki fengu þau fyrirfram fyrir Angelique. Um það leyti sem fyrsta bókin leit dagsins Ijós, voru þau orðin ugg- andi um það, að þau væru búin að fá meiri fyrirframborgun, en Angelique myndi nokkurn tíma standa undir. En það var ástæðu- laust að óttast. France-Soir fékk framhaldssöguréttinn og Angelique gekk samtals í átján mánuði, og upplag blaðsins jókst um 60.000 eintök. Og um sama leyti var Anne ófrísk að öðru barni þeirra. Þegar hríðirnar hófust, var svo naumt hjá þeim, að Serge varð að fá lánað hjá verkstæðisformann- inum á neðri hæðinni, til þess að borga bílinn með Anne á fæðingar- heimilið. Og þegar hann hafði gold- ið bílfarið, átti hann ekki einn franka eftir. En þegar hann kom heim, var risastór blómakarfa á tröppunum. — Hvað vilja þeir með að senda mér blóm, þegar það er stórt og gott kjötstykki, sem ég þarf? hugs- aði hann. En samt baksaði hann blómunum inn fyrir, og það var eins gott, því meðal blómanna fann hann ávísun á upphæð, sem ekki varð skrifuð öðru vísi en með mörg- um núllum. 'Angelique hafði þá komið út samtímis í Frakklandi og Þýzka- landi. Avísunin var frá forleggjar- anum í Berlín. Serge Golon gat svo sannarlega haldið fæðingu Nadinu dóttur sinnar hátiðlega. Þetta var árið 1956, og síðan hafa þau Golon hjón ekki þurft að fá lán hjá ná- grönnunum. Þau eru að sjálfsögðu löngu flutt úr litlu, þröngu íbúðinni ( Versöilum, og búa nú í Montana í Sviss. Það voru ekki fyrst og fremst skattarn- ir, sem fluttu þau þangað, heldur öllu fremur heilsa Anne, sem hef- ur aldrei verið góð, nema í fjalla- loftslagi. Heimili þeirra heitir Villa Aristella, og þar eru 12 herbergi. Enda eru nú börnin orðin fjögur. Að vísu eru þau ekki heima nema hluta af árinu, þegar þau eiga fr( úr heimavistarskólunum, því Serge segir: — Eitt barn tekur 25% af tíma manns. jögur börn taka sem sagt 100%, og þá verður ekkert skrifað um Angelique. Og það er hún, sem heldur í okkur Kfinu. Og nú eru bækurnar um Angeli- que orðnar 6, og þau vinna að þeirri sjöundu. Angelique er nú komin á miðjan aldur, en hún er enn sem fyrr engri lík. Það eru skiptar skoðanir um, hvað hún er, sumir segja að hún sé djöfull ( mannsmynd, aðrir, að hún sé engill, en allir eru sammála um það, að hún sé fyrst og fremst kona, og víst er um það, að hún er alltaf sjálfri sér samkvæm. í bókunum um hana er allt að finna, ást — bæði af frjálsum vilja og ófrjáls- um — morð, víg, sálfræði, — já, reyndar allt, sem hægt er að hugsa sér í sögu, en hún er aldrei sóða- leg eða Ijót. Hið fagra er dregið fram og undirstrikað, en þau hjón- in hafa forðazt að velta sér upp úr því, sem Ijótara mætti þykja. Árang- urinn verður sá, að jafnvel grófustu atriði sögunnar meiða engan eða _ VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.