Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 33

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 33
hann lagði eins og íórn fyrir fæt- ur Jack Davitt. Faðir Monahan fór inn í kof- ann. Þegar mennirnir komu aft- ur, sögðu þeir að einn fugl hefði verið skotinn í viðbót. Fanelli hreinsaði þá báða, en það var Davitt, sem eldaði kvöldmat í þetta sinn, eftir að allir höfðu sofið góðan dúr síðdegis. Þegar þeir höfðu lokið máltíð- inni, var orðið dimmt. Þeir höfðu drukkið í klukkutíma fyrir mat- inn og voru allir dálítið kennd- ir. Það var varla búið að ganga frá diskunum, þegar Frank Rear- don kom með flösku af bour- bon. Það leið ekki á löngu áður en Coughlin var farinn að syngja The Rose of Tralee. „Syngið með, faðir. Þér þurfið ekki að vera feiminn“. Meira að segja Fanelli söng. Presturinn kunni ekki textann, en með því að taka eftir hinum, gat hann fylgzt með. „Þetta var stórkostlegt", sagði Fallon. „Nú er röðin komin að mér. The Wearing of the Green. Verið með faðir“. Það kunni hann -— það gerðu allir. Fallon byrjaði, en Jim Coughlin tók við, þegar hann var hálfnaður. Faðir Monahan kann- aðist við það — sumir létu aðra hafa fyrir því að fara með text- ann og tóku svo vel undir, þegar kórinn tók við. Maðurinn hafði ágæta rödd, en hann var leiðin- legur. Þá tók við An Irish Lulla- by og það var auðvelt, maður komst af með að syngja bara „Too-ra-loo-ra-loo-ra“ aftur og aftur. Hálftíma síðar, þegar byrj- að var aftur á The Rose of Tralee, bað faðir Monahan þá að hafa sig afsakaðan. „Herrar mínir, ég ætla að fá mér dálítið ferskt loft“, tilkynnti hann. „Þið getið sjálfsagt verið án mín“. „Að heyra þetta!“ hrópaði Barry Smith. Hann var orðinn fullur. „Faðir, þér hafið beztu röddina hér inni. Þér getið ekki yfirgefið okkur“. En hann gerði það nú samt og lokaði kofadyrunum á skvaldrið. Hann gekk niður að ströndinni. Tunglið var lágt á himni, hálft eins og söngmenn- irnir, og myndaði ljósrák eftir sjónum, sem endaði við fætur föður Monahans. Þar sem hann sat á steini, fannst honum hann vera eini maðurinn á leiksviði í auðu leikhúsi. Hann tróð í pípuna sína og fór að hugsa um hvort gömlu mennirnir í St. Benedicts sökn- uðu hans. Skömmu síðar var þögnin rof- in af fótataki. Hann leit við og sá Fanelli koma. „Sama þótt ég sitji hjá yður, faðir?“ „Mér er ánægja að því“. „Það er ekki fullt tungl í kvöld“. „Elcki eins fullt og sumir vinir yðar þarna inni“. Undrandi á hörku prestsins fannst Fanelli hann verða að verja vini sína. „Það er ekkert ljótt í því, faðir. Þeir eru nú líka í fríi“. „Ó, ég er ekki að gagnrýna þá, Lou“. Þetta var í fyrsta skipti, sem hann ávarpaði hann með skírnranafni og Fanelli virtist falla það vel. „Það er söngurinn. Það var komið nóg“. „Of mikið“, viðurkenndi Fan- elli. „Eg er enginn íri, faðir“. „Kannski þér ættuð að vera þakklátur fyrir það“. Presturinn hló. „Við erum hávær hópur, Lou — það er ekkert leynilegt hjá okkur. Það verður að hafa það í huga, að við írarnir vorum kúgaðir í aldir, en nú er röðin komin að þeim, að vera með yfir- gangsemi. Þetta er auðvitað bara vitleysa, og ég get ekki sagt að mér falli það, en þannig er það. Vitið þér það, að fyrsta sóknin mín var ítalskur söfnuður í Chicagó? Ég var þar í átta ár, og mér er óhætt að segja það, að þægilegra fólk en ítalir er ekki til. Hvernig getur legið í því?“ Fanelli varð bæði stoltur og auðmjúkur. Hann stóð upp og settist við vinstri hlið föður Monahans á steininn. En það var ekki ætlazt til svars við spurn- ingunni. „Þér eruð mjög vin- gjarnlegur, faðir“, sagði hann. „Það er margt til“, hélt prest- urinn áfram. „Margir mundu halda, að ekki þyrfti að hafa auga með okkur prestunum, en þannig er það nú með suma okk- ar. Ég hef verið á St. Benedicts núna í þrjú ár. Mér virðist það lengra“. Faðir Monahan tottaði pípuna, sem var dautt í. Að sumu leyti minnti litli ítalinn hann á gömlu mennina á heimilinu, á þá, sem þurfti að hugga og lífga upp. Hvers vegna þótti þeim vænt um hann? Vegna þess að hann var ekki sérlega prestlegur? Vegna þess að hann var þægilegur, eins og plástur á skorinn fingur? Hann hélt áfram: „Það er eins og að draga eitthvað upp á við. Venjulegur borgari gefur óspart til trúboðs í öðrum álfum, en ekkert til þess, sem er nær, eins og St. Benedicts". „Það er svo sannarlega rétt, faðir“. Þegar þeir komu aftur heim í kofann, var búið að slökkva og mennirnir háttaðir. Það var Jack Davitt, sem sá prestinn standa á hæðunum næsta morgun. Hann reyndi að gefa honum í skyn með bendingu að fara, en presturinn veifaði bara á r.ióti, svo að Davitt gekk í áttina til hans og varð sífellt rauðari í framan. „Drottinn minn!“ hrópaði hann, meðan hann hljóp upp hæðina. Engin önd kemur hingað með- AGFA LITFILMAN, er sérstaklega skörp, með fullkomnum og gallalausum litum V AGFA er merkið, sem þér þekkið og getið treyst AGFA CT 13 kvikmyndafilman er fullkomnasta litfilman sem á markaðnum er. Hún er plús/mínus eitt Blend og 10-16 din. VIKAN 24. tt)l. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.