Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 37

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 37
UNDIR FJÖGUR AUGU Framhald á bls. 28. Hingað til hafa karlmenn látið sér nægja að þróa allskonar innri kosti, sem þeir halda að muni verða þeim til árangurs í lífs- baráttunni um kvenhylli, eins og þögn, þolinmæði, gáfur, geðprýði og gull í bankanum. Þetta hefur gengið vel, en ber lítinn árang- ur. Þar hefi ég persónulega reynslu til að sýna. Nú þarf að taka upp baráttu fyrir líkamleg- um mólum og karlmannlegu út- liti. Gullið hár, arnfrán augu, kónganef, einbeittan munn, breiðar herðar, breitt bak, þykk- an kassa, volduga vöðva, engan maga, mjótt mitti, rýran rass, lagleg læri, — og að tærnar snúi fram. Það hefur mikið að segja. Nú vill VIKAN skera upp her- ör, (VIKAN er alltaf að skera upp herör. Við eigum heilt safn af þeim hérna á ritstjórninni, uppskornar og allt hvað eina) — og bæta almennt útlit íslenzkra karlmanna. Okkur varðar ekk- ert um aðra. Þeir geta séð um sig sjálfir, og við þurfum að verða samkeppnishæfir. Fyrsta atriðið er auðvitað að komast að raun um það hve sterkir íslenzkir karlmenn eru, svona yfirleitt, því kraftar, styrk- ur og voldugir vöðvar á allt sam- an að tilheyra beztu eiginleikum karlmanna. Svo veljum við þá stéi^kustu úr, skírum þá „Sir Strong 1964“ eða eitthvað svo- leiðis, því nauðsynlegt er að nafnið sé á útlenzku. Það hefur meiri áhrif. Svo þarf auðvitað að organís- era samkeppni milli karlmann- anna, og fá nokkrar ungar stúlk- ur til að dæma um hverjir séu fallegastir. Síðan sendum við þá út á fegurðarsamkeppni fyrir karlmenn, sem iðulega er hald- in út um hvippinn og hvappinn (aðallega hvappinn) og þeir fá svo verðlaun fyrir vöxtinn. Mér þykir það helvíti hart, ef íslenzkir karlmenn eru lélegri en kvenfólkið, sem vinnur alls stað- ar efstu sætin á hvaða fegurðar- samkeppni sem er. Það megum við ekki láta henda okkur. Við höfum þegar sýnt hvað í okkur býr að nokkru leyti, því að við erum jú alls staðar á toppinum, unnum alls staðar á frjálsíþrótta- mótum hér áður fyrr, síðan í fót- bolta, handbolta, tafli o.fl. Við eigum heimsmet í aflamagni pr. bát pr. dag, heimsmet í aflasölu pr. togara pr. túr pr. stærð, heimsmet í bókaútgáfu pr. mann pr. ár, heimsmet í óskilgetnum börnum pr. mann (eða konu) og ég veit ekki hvað og hvað. Nú setjum við markið hátt, og stefnum staðfastir að stærstum vöðvum pr. fólksfjölda pr. karl- mann pr. ár. G. K. ÞAU HAFA NÁÐ TIL 40 MILLJ. LESENDA Framhald á bls. 15. hún þó fram. Og brúðkaupsdagur- inn varð sögulegur. Athöfnin var ókveðin klukkan ótta að morgni, því ó þessum slóðum er svo heitt, að miðian úr deginum er helzt ekki notuð. Einn beztu vina Serges, verk- fræðingur að mennt, en hafði þá ástríðu að setja upp stjörnukort í tíma og ótíma, kom til að vera við brúðkaupið. Nóttina fyrir brúð- kaupsdaginn sat hann við að ráða það úr stjörnunum, hvernig færi fyrir þeim. Klukkan hálf sjö kom hann þjót- andi inn til Serge og hálf hrópaði: — Þú mátt ekki kvænast henni. Það væri voðalegt! Það má ekki gerast. Ég hef aldrei séð hroðalegri stjörnu- afstöðu! Ef þið eigizt, verður það til að eyðileggja ykkur bæði, bæði á líkama og sál! Geispandi og hálfsofandi spurði Serge, hvernig hann hefði sett upp stjörnukortið, og út frá hverju hann hefði gengið. — Ég raðaði saman öllum stjörnuafstöðum á evrópskum himni um það leyti, sem þú fæddist. — Á Evrópuhimninum, já, svar- aði Serge. — En ég er fæddur í Asfu. Vinurinn þaut eins og örskot inn í herbergið sitt. Og áður en hjóna- vígslan átti sér stað, hafði hann tilkynnt Serge ,að betra makaval hefði hann ekki getað gert. Allt, sem benti til sameiginlegrar lífs- hamingju átti við um Serge og Anne. — En, sagði Serge á eftir, það er sama hvað hann hefði fengið út, Rúskinnskápiir Rúskinnsjakkar Napp askinnj akkar Nappaskinnkápur VIKAN 24. tbl. — gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.