Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 46
Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentið. Ölíkt útlit Toni lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður klei ft að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Ef þér óskið eftir að fá leiðbeiningar um hárlagningar fyrir þessar hrífandi hárgreiðslur, þá vinsamlegast skrifið til Evelyn Douglas, Globus h.f., Vatnsstíg 3. Reykjavík. BBBLKJ N£W:Í:;i Xöivjci;:: tvddy-r.&f. cram ijg ,Jouiral5^| i \ NEW Toni srs.Wrfiiit* Urn Toni Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. af sögunni þinni. — Jæja þá, sagði stúlkan og and- varpaði. — Ég verð þá að fara svo- lítið lengra aftur í tímann. Þú veizt að það er sykurreyr á allri eign- inni og gamla húsið stendur í miðj- um akrinum. Um það bil tvisvar á ári koma þeir til þess að höggva reyrinn og senda hann til myllunn- ar. Og þegar þeir gera það, gríp- ur um sig ofsahræðsla meðal skepn- anna og skordýranna sem lifa í sykurreyrnum, húsin þeirra eru eyði- lögð og þau eru drepin. A upp- skerutímanum tóku sum þessara dýra upp á því að koma heim ( rústirnar af húsinu og fela sig þar. Fóstra min var skelfingu lostin til að byrja með þegar mongúsurnar, snákarnir og sporðdrekarnir og þetta dót fór að koma, en ég gerði nokkur herbergin í kjallaranum að einskonar heimilum fyrir þau. Ég var ekki hrædd við þau og þau hafa aldrei gert mér neitt. Það var eins og þau skildu að ég var hlið- holl þeim. Og þau hljóta að hafa sagt vinum sínum það, því brátt var alveg sjálfsagt að allur hópur- inn kæmi marsérandi inn í her- bergin sín og settist þar að þangað fil nýi sykurreyrinn fór að vaxa. Þá |ögðu allir af stað út aftur og bjuggu sér ný heimili á akrinum. Ég gaf þeim allan þann mat sem við gátum verið án þegar þau voru hjá okkur og þau hegðuðu sér mjög vel, nema stundum var dálítið vond lykt af þeim og stundum slógust þau. En þau voru öll vinir mfnir og börnin þeirra Ifka og ég gat gert hvað sem ég vildi við þau. Auðvitað fundu þeir, sem unnu við sykurvinnsluna, þetta út og sáu mig ganga um með snáka um hálsinn og svo framvegis og þeir urðu hræddir við mig og héldu að ég væri galdrakerling. Svo þeir létu mig alveg í friði. Hún hikaði að- eins við: — Þannig hefi ég lært svo mikið um skepnur og skordýr. Svo hefi ég eytt löngum tíma á sjón- um til þess að reyna að læra að þekkja fiskana líka. Og sama með fuglana. Ef þú getur komizt að því, hvað þessi dýr vilja borða og hvað þau eru hrædd við og ef þú dvelur löngum hjá þeim, þá verða þau vinir þínir. Hún leit á hann: — Þú hefur farið mikils á mis að þekkja þetta ekki. — Ég er hræddur um það, svar- aði Bond. — Ég býst við að þetta sé miklu fallegra og skemmtilegra heldur en að kynnast því sem að mannlegir heilar geta látið sér detta f hug. — Ég veit það ekki, sagði stúlk- an hugsi. — Ég hefi ekki þekkt margt fólk. Flestir þeirra sem ég hefi kynnzt hafa verið vondir. En ég býst við að fólk geti líka verið skemmtilegt. En mér hefur aldrei dottið f hug að mér geti þótt vænt um fólk eins og skepnur. Nema náttúrlega hana fóstru mína auð- vitað. Þangað til . . . Hún þagnaði og rak upp lágan feimnislegan hlát- ur. — Jæja, við bjuggum þarna öll saman í sátt og samlyndi þangað til ég varð fimmtán ára og fóstra mín dó og þá fór nú að versna í því. Það var maður sem var kall- aður Mander. Hræðilegur maður. Hann var hvíti verkstjórinn hjá fólk- inu sem á ekruna. Hann var alltaf að koma og heimsækja mig. Hann vildi láta mig flytja í húsið sitt hjá Port Maria. Ég hataði hann og faldi mig venjulega þegar ég heyrði hann koma rfðandi gegnum sykur- reyrinn. Eina nóttina kom hann labbandi og ég heyrði ekki í hon- um. Hann var fullur. Hann kom inn í kjallarann og slóst við mig af þvf að ég vildi ekki gera það sem hann vildi láta mig gera. Þú veizt, eins og ástfangið fólk gerir. — Já, ég veit. — Ég reyndi að drepa hann með hnífnum mínum, en hann var mjög sterkur og sló mig eins fast og hann gat í andlitið og braut á mér nefið. Hann sló mig í rot og svo held ég að hann hafi haft sitt fram. Það er að segja, ég veit að hann gerði það. Næsta dag langaði mig til þess að drepa sjálfa mig þegar ég sá framan f mig og komst að því hvað hann hafði gert. Ég hélt að ég mundi eignast barn. Ég mundi áreiðanlega hafa drepið mig hefði ég eignazt barn með þessum manni. En allt um það, ég gerði það ekki og þvf fór sem fór. Ég fór til læknis- ins og hann gerði það sem hann gat fyrir nefið á mér og tók ekk- ert fyrir. Ég sagði honum ekki hitt. Ég skammaðist mín of mikið. Mað- urinn kom ekki aftur. Ég beið og gerði ekkert þangað til næst á upp- skerutímanum. Þá var ég ákveðin í því hvað ég ætlaði að gera. Ég beið eftir kóngulónni sem heitir svarta ekkjan. Dag nokkurn kom hún inn f kjallarann. Ég tók stærstu svörtu ekkjuna sem ég fann og setti hana í kassa þar sem hún hafði ekkert að borða. Kvendýrin eru mjög slæm. Svo beið ég þangað til það kom dimm nótt og tunglið 40 — VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.