Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 20
Það kom í ljós, þegar átök allra kraftakarlanna voru borin saman, að mest átakið hafði verið hjá Ólafi Guðmundssyni, lögregluvarðst j óra, en hann dró mælinn út í 58% kíló, sem var réttum 7 kílóum meira en sá næsti. Vera má að einhver eða einhverjir geti farið yfir þau mörk, en engan slíkan fundum við samt. Og þess vegna varð það, að Ólafur var réttilega útnefndur „Kraftajöt- unn Vikunnar 1964“. Við höfðum tekið fram að verð- launin yrðu fagur silfurbikar, og var Ólafi afhentur bikarinn á rit- stjórnarskrifstofu Vikunnar nú fyrir skemmstu. Þótt þetta kæmi hon- um kannske á óvart, var hann ekk- ert hissa á því að móttaka verð- launagrip, því hann hefur fengið þá marga áður. Ólafur var hér áður fyrr kunnur íþróttamaður og hafði mikinn áhuga á þeim hlutum, enda átti hann t.d. íslandsmet í kringlu- kasti í ein 10 ár — 43,46 m. Af þessu tilfelli spurðum við Ólaf nokkurra spurninga um feril hans sem íþróttamanns. „Ég hafði mikinn áhuga á íþrótt- um, og hefi enn, enda þótt ég sé hættur að stunda þær sem slíkar, enda núna nýlega orðinn 50 ára. Samt geng ég á fjöll þegar ég get komið því við, og hreyfi mig eins og ég get. Ég fer aldrei í föt á morgnana án þess að gera nokkrar líkamsæfingar til að liðka mig til“. leggjalangur, þá urðu fjölmargir stórir og handleggj alangir menn að láta í minni pokann fyrir öðr- um, sem voru handleggjastuttir og rétt í meðallagi breiðir yfir bringuna. Þegar búið er að um- reikna átakið í kíló, en það var gert á löggildingarstofu mæli- tækja, þá kemur í ljós, að átök- in samsvara lágum tölum í kíló- um. Sumum kynni að finnast, að þetta væru hreint engir krafta- jötnar, sem hefðu að teygja á þessum mæli um 50—58 kg. En átta slökkviliðsmenn höfðu að meðaltali 34,6 kg og það er mikill munur þar á milli. Handföngin á mælinum eru það utarlega, þegar tekið er á, að átakið lend- ir á mjög erfiðum punkti. Að sjálfsögðu reyndu menn að taka allavega öðruvísi á mælin- um og má geta þess hér, að Guð- mundur Ágústsson, fyrrverandi glímukóngur, dró hann nálega á enda með því að halda mælin- um í útréttum handdlegg og draga með hinum. Það átak sam- svarar 85,5 kg og er mjög gott, en er hins vegar ekki samkvæmt þeim reglum, sem við settum í upphafi. Þessi mælir verður geymdur á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar og detti einhverjum í hug, að hann geti tekið hraustlegar á en þeir menn sem hér er getið, þá er það velkomið, að reyna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.