Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 51

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 51
— Þett?. er milljónerinn minn, segir Mandy-Rice Davis og bendir sigri hrósandi á Pierre Cervello barón, unn- usta sinn. Hún kynntist honum á fyrstu dögunum, þegar hún var söng- kona á fínum næturklúbb í Miinchen, og þau voru trúlofuð eftir örlitla stund. Mandy skýrði frá því strax, þegar Profumomálið stóð yfir, að tak. mark hennar í lífinu væri að hitta viðfeldinn og ríkan mann, og verða hans undirgefna eiginkona. Pierre Cer- vello, barón, uppfyllir víst bæði þessi skilyrði, a.m.k. það síðara, því hann á sykurplantekru á Jamaica, sem stendur alltaf fyrir svo sem 10—11 milljónum dollara. Mandy er ánægð með mannsefnið og otar honum alls staðar fram, þar sem því verður mögu- lega við komið, og hefur skýrt frá því opinberlega, að þau muni gifta sig og setjast að í Frakklandi, strax og Pierre hafi kippt í lag þessum smá- munum, sem eftir er að ganga frá — losa sig við konuna, sem hann er giftur. Árlega halda listamenn í Briissel upp- stillingarkeppni, og veita verðlaun fyr- ir beztu hugmynd og útfærslu hennar. I ár hlaut útstillingin hér á myndinni fyrstu verðlaun. Hún átti að sýna Jónas í hvalnum og þykir góð sem slík. En við vissum ekki, að Jónas hefði verið svona vaxinn, en úr því það er upplýst, dettur víst mörgum í hug, hvort hvalurinn hafi bara ver- ið svona soltinn . . . Hér er brjóstamál á ferðinni. Glæsi- kvendið í pelsinum er hvorki meira né minna en ungfrú Frakkland 1963, og hún hefur stefnt fyrir rctt þeim ágætu herrum, sem völdu hana úr hópi keppinautanna til þessa eftir- sóknarverða titils. Stefnuorsök er sú, að hún hefur ekki fengið verðlauna- féð greitt. Hafið þið heyrt annað eins? Stefndu vilja þó bera hönd fyrir höfuð sér, og segja að hún hafi falsað brjóst- mál sitt, þ.e. ummál líkamans á þeim stað, sem venjulega er mældur, rétt undir handarkrikunum, en án þess hefði hún ekki staðizt inntökuskilyrði í keppnina, sem var að fylla út í a.m.k. 89 cm. málband á þessum stað. Hún kveður þá hafa rangt fyrir sér um þetta mál, og hér er hún á leið inn í réttarsalinn, þar sem réttlátir dóm- arar bíða með iðandi fingur eftir því að bregða máli á stúlkuna . . . Það tilheyrir uppeldi hvers spánsks aðalsmanns, að læra að afhýða appels- ínu á þennan hátt. í keppni í þessari íþrótt í London fyrir skömmu var Don Pepe frá Granada sigurvegari, fló appelsínuna sína á 6 sekúndum. Lyftið huganum frá daglegu amstri. Lærið að fljúga. Kynnizt landinu. Flugskólinn ÞYTUR er elzti starf- andi flugskóli landsins ug ÞYTUR hefur útskrifað langflesta starf- andi flugmenn íslenzka. Notið reynslu færustu kennara í jiessari grein. Leitið upplýsinga: Flugslcölinn Sími 10880 póstliólff 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.