Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 15

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 15
ViS lauslega áætlun um síðustu áramót var því slegið föstu, að 40 millj- ónir manna hefðu lesið söguna af Angelique, eftir hjónin Anne og Serge Golon. Og við sama tækifæri var þess getið, að ef þau hjónin skrifuðu sína eigin sögu, yrði hún ekki síð- ur vinsæl: full af ævintýrum og spennandi atburðum. Serge Golan fæddist fyrir rúm- um 60 árum í Bukhara í Turkestan. Turkestan var þá undir rússnesk- um yfirráðum, og faðir Serge var generalkonsúll í Bukhara. Og Serge litli byrjaði sinn ævintýraferil, þeg- ar hann var fimm ára gamall. Þá vaknaði hann eina nóttina og fannst allt svo undarlega hljótt, en venju- lega var mikið líf og fjör í kringum konsúlsfjölskylduna. Serge kunni þessu illa, svo hann fór á fætur, laumaðist út og fór huldu höfði undir akasíutrjánum, þangað til hann komst niður í aðalborgina. Hann kom þangað í morgunsárið og var hreint dáleiddur af öllu þessu iðandi lífi, mottuvefurum og götusölum. Þegar hann var orðinn þreyttur, sneri hann sér að mottu- sala, sem gaf honum te. Serge litli spurðist fyrir um heimilishagi hjá mottusalanum, og þegar hann komst að því, að hann átti engan son, sagði hann: — Ég á enga foreldra, svo þú mátt eiga mig. Honum fannst, að einn bróðir og ein systir hlyti að vera nóg handa foreldrunum. Og þar sem það var ekkert óvartalegt, að fólk á þessum slóðim tæki sér kjörbörn á þennan hátt, varð það úr, að Serge litli settist upp hjá mottusalanum. Heima hjá honum fór allt á annan endann, þegar hvarfið upplýstist, og heitið var fé þeim, sem gæti gefið upplýsingar um drenginn, ekki hvað sízt vegna þess, að nóttina þegar hann stakk af, var allur mannskapurinn að leita að mannætu-tígrisdýri, og ctt- aðist, að Serge hefði lent í kjaft- inum á því. En svo fannst hann og var flutt- ur heim aftur, þrátt fyrir hávær mótmæli og mörg tár. Seinna var hann sendur til mennta til St. Pétursborgar, en dvaldi á sumrum í Finnlandi eða hjá móðurforeldrum sínum í Pól- landi. Svo skall heimstyrjöldin fyrri yfir, og byltingin í Rússlandi. Serge vildi ólmur komast í hamaganginn, en var of ungur. Að lokum heppn- aðist honum að komast til Krím. En þar sem hann var af gamalli og virðulegri ætt og stóð ekki réftu megin í pólitíkinni, var Krím ekki heilsusamlegur staður fyrir hann, svo hann greip tækifærið, þegar honum bauðst skipsfar til Marseille. Leiðin lá yfir Svartahaf, gegnum Bosporus og Eyjahaf og siðan venju- lega leið. I þriðju bókinni um Ang- elique er svipaðri ferð lýst, nema hvað þá gengur hún hinum megin frá. Það var magur og tekinn ungl- ignur, sem „fór á puttanum" frá Marseille til Nancy, rétt norð-vestan Vogesafjalla. Þegar hann komst þangað, átti hann ekkert, nema eina skammbyssu og 250 skot. Ein- hvern veginn hafa þessar eigur þó dugað honum vel, því nokkrum ár- um seinna hafði hann orðið sér úti um verkfræðimenntun og dokt- orsbréf! En hann ætlaði ekki að eyða ævinnni sem háskólahestur. Hann gerðist námueftirlitsmaður, og eftir það leitaði hann að tini, wol- frami, gulli og demöntum í Suður- -Kína, Indókína, Chochin-Kína, Síam, Burma, Kanada, Guineu og Afríku. Hann hefur misst allt mörgum sinn- um, en unnið sig jafnoft upp aftur. Hann hefur rætt lífs- og frúarvanda- mál við Albert Schweitzer í Lambar- ane og hann talar hvort heldur vill á frönsku, rússnesku swahili og lingala, en þetta síðastnefnda mál er talað í vissum hluta Bandaríkj- anna. Hann var harðsvíraður pipar- sveinn, og reyndi ekki að verða sér úti um konu. Hann var viss um, að sú kona væri ekki til, sem ent- ist til þess að þvælast með honum um frumskóga og fen, eyðifjöll og ægisanda. En svo kom Anne. Faðir hennar var verkfræðingur og vísindamaður, einn af upphafs- mönnum franska flughersins og um langt skeið skipstjóri í franska flot- anum. Anne fæddist í flotahöfninni í Toulon við Miðjarðarhafsströnd. Hún átti mjög auðvelt með nám og þótti bráðþroska um margt, en hún hafði tilhneigingu til astma, svo foreldrar hennar þóttust til- neyddir að senda hana í alþjóðleg- an heimavistarskóla í Ölpunum, þar sem loftið var létt og tært, í stað- inn fyrir þungt og salfmettað loft- ið í Toulon. Anne leiddist í skólanum. í heim- inum var svo mikið að gerast. Það var stríð, Frakkland hernumið. Kennslukonurnar voru húmorslaus- ar og leiðinlegar. Það eina sem gerðist var það, að Anne tókst að handleggsbrotna. Og um sama leyti komst hún að því, að hún hafði gaman af að teikna. Og loks stóðst hún þetta ekki lengur. Hún tók gamla reiðhjólið sift, og strauk frá skólanum. Hún hafði enga pen- inga, en vann fyrir sér frá degi til dags með því að teikna það sem fyrir augum bar og selja teikning- arnar. Eftir nokkra mánuði komsf hún heim til Toulon, þar sem áhyggjufullir foreldrarnir tóku á móti henni, og sagði þeim, að nú væri búið með skólagöngu. Nú ætl- aði hún að lifa á teikningum sín- um og málverkum. Hún byrjaði með því að teikna í barnabækur, en varð smám saman blaðamaður. Þegar hún var 18 ára, gaf hún út sína fyrstu bók. Hún hlaut mjög góðar viðtökur og seldist upp á skömmum tíma. Hún hélt áfram að skrifa, og 1946 fékk hún ein fremstu barnabókaverðlaun Frakka, PRIX LA RIGAUDIE. Fyrir verðlauna- féð hélt hún til mið- og vestur- Afríku til þess að afla sér efnis í blaðagreinar. Ferðin gekk vel, rit- stjórn blaðsins, sem hún vann fyrir, var ánægð með greinarnar, eftir að heima fyrir hafði verið bætt í þær smávægilegum innskotum um ugg- vænlegar mannætur, öskrandi tígris- dýr og trampandi fíla. Þegar Anne frétti um þessi innskot, ætlaði hún af göflunum að ganga, en fékk ekki rönd við reist. Loks lá leið hennar til Brazza- ville. Þar frétti hún um verkfræð- inginn Serge Golon, manninn, sem grundvallaði fyrstu sementsverk- smiðjuna í Kongó. Þar að auki hafði hann meðal annars unnið bók- menntaverðlaun fyrir ævintýrabók fyrir drengi, PRIX DU CORSAIRE. Hún gekk á fund hans, en það varð heldur kuldalegt samkvæmi. Hann sagðist ekki hafa neinn tíma til þess að skemmta æsifréttablaðamönn- um norðan frá Frakklandi. Samt gaf hann leyfi til þess, að hún heim- sækti verksmiðju hans og skrifaði þaðan einhverjar greinar. Svo skild- ust leiðir. Það var dálítið erfitt með sam- göngur til verksmiðjunnar. Það var ein lest á 7—10 daga fresti, og brautarstöðin var nákvæmlega eng- in. Lestin var bara stöðvuð í ákveðnu rjóðri, þar sem einu mannamerkin voru teinarnir, sem járnbrautin kom eftir. Þarna klifr- aði Anne niður, með töskurnar sin- ar, og svo fór lestin. Meðan hún stóð þarna í runnunum og hugsaði sitt mál, varð hún vör við hreyf- ingu skammt frá. Það var maður. Hafði þá þessi dreissugi Golon verið svo almennilegur að senda mann til að taka á móti henni? Nei, ekki aldeilis. Þetta var dýralæknir, sem af tilviljun átti leið þarna hjá, til þess að líta á veika kú í þorpinu þar sem verksmiðjan var. Hann bauð henni að vera samferða. Golon tók heldur betur á móti löndu sinni að þessu sinni. Það kom í Ijós, að vildi hann það við hafa, var hann fróður og skemmti- legur veitandi. Hann var víðförull og bar mikla virðingu fyrir frelsis- baráttu Afríkana. Aðrir ráðamenn í nýlendunni sögðu að Golon væri með lausa skrúfu. Hann leyfði und- irmönnum sínum alltof mikið frjáls- ræði. Lestin kom og fór, en Anne var kyrr hjá Golon. Þau höfðu svo margt um að tala. En hjónaband var aldrei á dagskrá. Hvort um sig hafði ótrú á þess konar hafti. Og sá eini, sem ekki var ánægður með veru Anne á staðnum, var einkaþjónn Serges. Hann fjasaði um það á hverjum degi, hvort Anne færi nú ekki að fara. Þegar Serge spurði hann, af hverju honum væri svona áfram um það, því drengurinn hafði aldrei látið svona áður, þótt konur gistu { húsi Golons, svaraði sá stutti: — Af þv( að hún verður konan þín einn góðan veðurdag, og þá missi ég vinnuna. Þótt spá hans rættist ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar, kom Framhald á bls. 37. Grein um hjónin Serge ogAnne Colon, sem voru hinar rnestu ævintýra- manneskjur, en hafa á síðustu árum náS allt að því dæma- lausum vinsældum vegna sögunnar af ANGELIQUE, sem kemur fyrir sjónir íslenzkra lesenda í næstu viku - í Vikunni. VIKAN 24. tbl. — Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.