Vikan


Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 4

Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 4
Við upphaf dægurlaga- söngs Það mun hafa verið rétt upþ úr stríðsórunum, að dægurlagasöngur fór að verða þekkt fyrirbrigði, en fram að þeim tíma hafði landsfólkið komizt af með svo sem eina harmoníku ó böllum og þó þurfti engan til að raula með. Svo þegar upp hófust heilar hljómsveitir (hvað sum- um þótti bruðl í meira lagi) þó varð allt í einu að fó einhvern til að syngja með og er nú ekki enn séð fyrir endann ó þeirri þróun. Líklega má teljd þær Sigrúnu Guðmundsdóttur og Soffíu Karlsdóttur fyrstar dægurlagasöngkvenna. Hér á myndinni er Soffía, en hún var mjög vinsæl og söng til dæmis „Það er draumur að vera með dáta" eins og þeir muna, sem komnir eru til vits og ára. Skólameisfarinn á unga aldri Því miður hefur ekki tekizt að upplýsa, við hvaða tækifæri þessi mynd er tekin, en þarna eru þrír menn um tvítugt: I miðið er Sigurður Guðmundsson, sem síðar varð skólameistari á Akureyri og þjóðkunnur maður. Eins og sjá má af þessari mynd, hefur sterkur svipur hans ótrúlega lítið breytzt með aldrinum. Til vinstri er Guðmundur Bárðarson, jarðfræðingur og faðir Finns fuglafræðings. Til hægri er Olafur Oddsson, Ijósmyndari í Reykjavík, faðir Odds Olafssonar, Ijósm. Merkismenn á stúdenfsafmæli Þeir komu saman árið 1928 til þess að minnast þess að þá voru liðin 25 ár frá því er þeir urðu stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Fremri röð frá vinstri: Geir Zoega, vegamálastjóri, Olafur Þorsteinsson læknir, Gísli Sveinsson síðar sendiherra, Konráð Stefánsson bóndi, kaupmaður o.fl. og Georg Olafs- son bankastjóri. Aftari röð frá vinstri: Haraldur Sigurðsson verzlunarmaður, Guð- mundur Oiafsson lögfræðingur, Vigfús Einarsson skrifstofustjóri, Guðmund- ur Hannesson bæjarfógeti á Siglufirði og sr. Jóhann Briem frá Hruna, prestur á Mel- stað. Þessir menn héldu hópinn og voru að minnsta kosti sumir óaðskiljanlegir vinir alla ævi. — (Sendandi G.G.). 'O — VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.