Vikan


Vikan - 18.06.1964, Side 7

Vikan - 18.06.1964, Side 7
 hjá ykkur, sérstaklega við póst- inn. En ég ætla bara að taka það fram, að ég hef engan áhuga á starfinu og skammizt ykkar bara. Svana. Ekki má! Elsku Vika! Ég má ekki reykja. Við megum ekki borga hangikjöt, ekki smjör- líki, ekki borða reykta síld (eins og hún er dásamleg). Alls ekki keyra bíl, alls ekki kyssa karl- mann, því síður lifa með honum. Allt sem mér þykir bezt má ég alls ekki — nema eiga á hættu að fá krabbamein — allavega styttist líf mitt þó ég aðeins geri eitt af þessu. — Guð hjálpi mér (þó þú sért ekki guð), hvað á ég að gera? --------Hefurðu heyrt söguna um öndina, sem þurfti að fara yfir lækinn? Hún mátti ekki synda, ekki fljúga, ekki kafa, ekki hoppa, ekki fara yfir brú né bát, ekki láta henda sér yfir og ekki fara undir lækinn. Hvað gerði öndin? Hún sagði: Mér er andskotans sama hvað ég má —• ég syndi. Postulafætur Kæri Póstur! Mig langaði að biðja þig að útkljá deiluefni okkar hérna tveggja félaga. Hann heldur því fram að presturinn segi: „Takið hinni kostulegu kveðju“, en ég held að hann segi: „Takið hinni kærkomnu kveðju“, eða eitthvað þessháttar. Hvor hefur rétt fyrir sér. Fáfróður. --------Þetta var kærkomið bréf, Fáfróður minn, og kostu- legt. Næst, þegar þú ferð í kirkju, skaltu Ieggja eyrun vel við og vita hvort þú skilur prestinn þinn ekki betur. Reyndu að ímynda þér að hann segi „postullegu", og vittu hvort það getur ekki passað. Sigurðurfrá Brún hefur oröið: „Vikan“ hefur upp raust sína á afmælisdag forseta ríkisins og liggur í fullri alvöru heilvita mönnum á hálsi fyrir að van- treysta íslenzkri þjóð við að standa af sér eftir þörfum það af útlendum áhrifum, sem til tjóns mætti leiða. Hefi|r ekki einu sinni ritstjórinn hvað þá annaðhvor heilahelmingur Jóns Kára heyrt getið um þjóðveldis- tímabil, hrun þess og glötun sjálfstæðisins? Endist ekki und- irbúningur vikublaðs til þess að moka ofan af þeirri skilnings- glóru að þjóð, sem ætlaði sér að komast af með ein sex skip til að- flutnings og burtflutnings manna og muna, — vesælar smáskútur einu sinni á ári, — gat ekki sent utan margt manna? Meirihluti þeirra manna, sem utan fór, var úrval að framtaki og greind og hafði þá fjárhagslega undirstöðu að þola nokkur skakkaföll af mis- ráðum eftirhermum eftir erlend- um verknaði, ef hér voru reynd- ar við heimkomuna. Yngri dæmi svo sem „fransós, kláði í fé“, sýna að þau voru tilfellin næg. Þetta úrval sigldra manna stóð á þjóðveldistíma betur að vígi en almenningur nú bæði vegna meiri eðliskosta úrvals en al- mennings og vegna hæggengni allra breytinga þá á dögum, en samt tókst úrvalinu að flytja inn þá oftrú á eina þjóð og nauðsyn viðskipta við hana, að einmitt henni eða þjóðhöfðingja hennar heppnaðist að ná hér völdum og gera frjálst ríki að skattlandi og mjólka það svo og mergsjúga, að það fékk ekki einu sinni haldið við fólkstölu sinni hvað þá menn- ingu í sambærilegu hlutfalli við grannþjóðir. Út verða allar þjóðir að leita til menningarsamskipta, ef þær eiga ekki að tréna og forpokast, en til slíkrar útvegunar þarf snjallari menn en múginn og með meiri gagnrýni. Hagsýnustu menn og verkséðustu hér á landi lærðu nokkuð í vegagerð af hern- um, þegar hann kom, en það var minni gleðin af að sjá uppstáss- aðar stelpugæsir liggja í annarri hverri brekku við brautirnar, sem herbílarnir fóru um og þá með hermannafylgd. Þótt sumar þeirra hefðu þá ærutaug að breiða yfir andlitin á sér svo ekki þekktust, þegar íslenzkur maður reið framhjá, þá nægir það varla til grundvöllunar þess trausts á íslenzkri menningu, að henni þyki hollt að standa hlífðarlaus og áveðra. Því er nú verr að þjóðin á Framhald á bls. 48. G R I LL - Grillsteikt kjöt er ljúffengt. Þegar stcikt er í grillofni, myndast þegar I upphafi þunn — og ljúffeng — skorpa, sem síðan liindrar þornun kjötsins við steikinguna. Kjötið heldur þannig safa sínum og bragði óskertu — og húsmæðurnar losna við hvimleiða steikarbræluna. Infra-rauðu geislarnir fara gegnum kjötið, scm verður sérstaklega mjúkt og bragðgott. Við steikinguna bráðnar fitan á kjötinu og drýpur af. Hana má svo nota með kjötinu, ef vill, því að liún er einnig bragðmikil og ljúffeng, en sós- ur þarf ekki að búa til, nema þeirra sé sérstaklega óskað, enda verður þcirra vart saknað, þar sem grillsteikt kjöt cr svo safaríkt og bragðgott. Hvað er hægt að grillsteikja? Flest kjötmeti er bezt grillstcikt, bæði hrygg- ur, læri og aðrir stórir bitar, þykkar og þunnar sneiðar, kótelettur, smá- bitar, pylsur o.s.frv. Grillsteiktir fuglar, svo sem kjúklingar, endur o.fl. eru kræsingar. Fiskur er góður grillsteiktur. Enfremur alls konar smárétt- ir úr kjöti, fiski, grænmeti, ávöxtum, brauði, ostum o. fl. Grillofninn býður marga kosti: Griilsteiktur matur er hollari, þar sem hann er fituminni og léttari. Langflestum finnst grillsteiktur matur mun ljúf- fengari. Grillofn er auðveldur og hrcinlegur í notkun. Húsmæður lcsna við steikarbræluna og þurfa lítið sem ekkert að fylgjast með steikingunni, því að í flestum tilfellum er steikt á teini, sem innbyggður mótor snýr með jöfnum hraða, svo að engin hætta er á, að maturinn brenni við. Mörg hjálpartæki fylgja, þannig að hægt er að steikja mæði stór, smá, þunn og þykk stykki á teinum eða sérstökum grindum. GRILLFIX grillofnarnir eru opnanlcgir að ofan. Þar er laus panna, sem hægt er að steilcja á eða nota sem hitaplötu til þess að halda mat hcitum. GRILLFIX grillofnarnir cru ennfrcmur búnir þrískiptum hitarofa, sjálfvirkum klukkurofa, innbyggðu ljósi og öryggislampa. Allt þctta miðar að því að gera liúsmóðurinni steik- inguna sem þægilegasta. Og ekki má gleyma því, að grillofn þarf ekki nauðsynlega að vera ætíð staðsettur í eldhúsinu. Hann cr léttur og brælu- laus, svo að tilvalið og skemnrtilegt getur vcrið að nota liann í borðstofunni eða jafnvel úti á svölum eða í garðinum, þegar það hentar og húsmóðirin vill gjarna vera í návist heimilisfólksins cða gestanna. O. KORME RU P-H AMSEM F SÍMI 1 2 6 0 6 - SUÐURGÖTU 10 REYKJAVÍK Sendið undirrit. nánari upplýsingar (mynd, vcrð, greiðsluskilmála) Nafn ................................................................. Heimili .............................................................. Til FÖNIX s.f., Suðurgötu 10, Reykjavík.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.