Vikan - 18.06.1964, Qupperneq 9
Kökur með olíu í
Matarolía er algeng í matargerö á suðlægum slóðum, en hef-
ur á síðari árum náð töluverðum vinsældum norðar á hnett-
inum, einkum til að steikja úr. Þegar kenningin um óholl-
ustu fitu úr dýraríkinu og kransæðastíflu er höfð í huga, fara
margir að gefa jurtaolíum meiri gaum en áður. Margar upp-
skriftir við að steikja úr olíu eru til og hafa m.a. nokkrum
sinnum komið í VIKUNNI, en olía í kökur hefur lítið verið
reynd hér. Hér fara á eftir nokkrar ágætar uppskriftir.
MINÚTUKAKA.
2 dl. soyaolía, 240 gr. sykur, 200 gr. hveiti, 4 eg'g, 2 tsk. lyfti-
duft.
Þetta er grunndeigið, og það er hrært þannig, að öllu er
blandað í skál og rétt aðeins hrært lauslega saman, ca. í eina
mínútu. En úr þessu deigi er hægt að gera margskonar kök-
ur, eftir því hverju bætt er í grunndeigið. Hún er bökuð í
móti, sem smurt hefur verið með oluí, við jafnan 175 gráðu
hita í u.þ.b. klukkutíma.
Af því, sem bæta má í grunndeigið, má nefna: Saft og rif-
inn börk af einni appelsínu, í kryddköku á að setja púður-
sykur í stað hvítasykurs og bæta í 1 matsk. kanil, Vi tsk.
engifer og % tsk negul, líka má setja kókósmjöl í stað helm-
ings hveitis, þ.e.a.s. 100 gr. hveiti og 100 gr. kókósmjöl, og
blanda svo 50 gr. af rifnu súkkulaði í kókóskökuna. Séu ávext-
ir látnir í deigið á að baka kökuna ca. 20 mín. lengur, en
ávextirnir eru 1 matsk. kúrennur, 1 matsk. súkkat, 50 gr. rauð
og græn kokkteilber (hálf) og 50 gr. ósætt súkkulaði, skorið
í smábita. Líka má bæta rifnu epli, einu eða tveimur í deigið
og smyrja svo kökuna með hvítum glassúr þegar hún kólnar,
og strá nógu af grófhökkuðum, brúnum möndlum yfir.
kaffibollur.
1 dl. olía, 1 egg, 300 gr. hveiti, 1 tsk. salt, 1 matsk. sykur,
1 matsk. karomommur, V2 dl. rúsínur, V3 dl. smáskorið súkkat
(fæst mjög smáskorið og tiltölulega ódýrt og gott í litlum
pökkum víða í búðum í Reykjavík), 35 gr.. pressuger, 1 dl.
mjólk.
Olía og egg þeytt saman. Hveiti, salt, sykur, kardimommur,
rúsínur og súkkat sett í. Gerið hrært út í mjólkinni, sem
áður er hituð þar til hún er ilvolg. Öllu blandað saman og
deigið hnoðað í lengju, sem svo er skipt í tólf stykki og
gert úr bollur. Bollurnar settar á smurða plötu og látnar
standa á volgum stað í ca. hálftíma, en síðan smurðar með
þeyttu eggi eða svolitlum rjóma og bakaðar við góðan hita
(225 gráður) í u.þ.b. 15 mínútur. Það má sleppa kardimomm-
unum, rúsínum og súkkatinu, en þá eru bollurnar skornar í
tvennt og borðaðar með smjöri.
Framhald á bls. 41.
Rósaeyjiam í Ityíaliafí
Mhodos
skemmtiferð með
viðkomu í Kaupmanna-
höfn á útleið. —
Heimsókn til Tyrklands
og dvöl í Kaup-
mannahöfn á heimleið
— auk dvalar á
unaðseyjunni RHODOS
23. DAGAR - KR. 17.845,00.
BROTTFÖR: 6. JÚLÍ.
Fararstjóri: EINAR PÁLSSON.
VIKAN 25. tbl. — Q