Vikan - 18.06.1964, Síða 12
MINUM BÆJARDYRUM SEÐ
Ég veit, hvað um mig er sagt, og þið
getið tekið minn mólsstað eða þeirra, það
er undir ykkur sjálfum komið. Hér standa
mín orð móti orðum Eunice og Oliviu-Ann,
og það ætti að vera nóg handa þeim, sem
hafa sæmilega peru í kollinum. Ég vil bara,
að borgararnir viti staðreyndirnar. Það er
allt og sumt.
Staðreynd: Á sunnudegi, 12. ágúst, á þessu
drottins ári, reyndi Eunice að drepa mig
með borgara-styrjaldar-sverði pabba síns og
Olivia-Ann stakk allt og hjó með 14 tommu
sveðju. Fyrir nú utan allt annað.
Þetta byrjaði fyrir sex mánuðum, þegar
ég kvæntist Marge. Þá feilskaut ég fyrst.
Við giftumst í Mobile eftir fjögra daga
kynningu. Við erum bæði sextán ára og
hún var að heimsækja Georgíu frænku sína.
Nú, þegar ég hef tíma til að velta því
fyrir mér, skil ég ekki hvers vegna í ósköp-
unum ég varð hrifinn af henni. Hún er ekk-
ert falleg, enginn kroppur, enginn heili. En
hún hefur Ijóst hár, sem ekki er litað, og
ég býst við, að það sé svarið. Jæja, við
höfðum verið gift í þrjá mánuði þegar Marge
verður allt í einu ólétt. Þar gerði ég aftur
skyssu. Svo byrjar hún að tönglast á því,
að hún verði að fara heim til mömmu —
en hún á enga mömmu, bara þessar tvær
frænkur, Eunice og Oliviu-Ann. Svo hún læt-
ur mig segja upp þessu fína starfi í ,,Selj-
um og sendum heim" og fara með sér hing-
að niður í Admiral's Mill, sem er ekkert
annað en bölvuð hola, hvernig sem á er
litið.
Daginn, sem við Marge skriðum úr lest-
inni í L & N, rigndi eldi og brennisteini, og
haldið þið, að einhver hafi komið að taka
á móti okkur? Og samt hafði ég spanderað
41 senti í skeyfi, maður! Þarna stend ég og
ólétt stelpan og verðum að þramma allar
þessar sjö mílur í úrhellis rigningu! Það var
slæmt fyrir Marge, því ég gat ekki borið
nema lítið af dótinu, af því ég er svo
slæmur í bakinu. Þegar við sáum húsið fyrst,
komst ég ekki hjá því að verða hrifinn. Ég
skal viðurkenna það. Það er stórt og gult
og það eru falleg tré í garðinum.
Eunice og Olivia-Ann sáu okkur koma
og biðu okkar í forstofunni. Ég get svarið
að ég vildi að þið gætuð séð þær. Eunice
er gömul, akfeit kellingarskrukka og bak-
hlutinn á henni vegur að minnsta kosti tíunda-
part úr tonni. Hún flygsast um húsið, hvort
heldur er í sólskini eða rigningu, ( gamal-
dags náttkjól, sem hún kallar kimonó, en
er ekkert annað en gamall, skítugur nátt-
kjóll. Þar að auki tyggur hún tóbak en reyn-
ir að vera fín og spýtir ekki nema í laumi.
Hún er alltaf að grobba af þvf, hvað hún
hafi góða menntun; hún gerir það til að reyna
að gera lítið úr mér, en mér er alveg sama,
því ég veit að hún getur ekki einu sinni
skilið myndasögur nema stafa textann upp-
hátt. Hvert einasta orð, staf fyrir staf. En
hún má eiga það, að hún getur eitt — lagt
saman, dregið frá, margfaldað og deilt,
hraðar en nokkur rafmagnshaus, þegar pen-
ingar eru annars vegar. Það er enginn vafi,
hvað hún myndi gera, ef hún væri þarna
uppi í Washington, D.C., þar sem þeir hafa
peningana. Og hún á líka fáeinar spírur!
Auðvitað segist hún ekkert eiga, en ég veit
betur, því einn daginn rakst ég á, alveg af
tilviljun, hérumbil þúsund dollara, sem hún
hafði falið í blómapotti úti á veröndinni.
Ég snerti ekki eitt einasta sent, það er bara
Eunice, sem segir að ég hafi stolið hundrað
dollurum, sem er viðbjóðsleg lýgi frá upp-
hnfi ti! enda En a!!t snm Eunice segir er
— VIKAN 25. tbl.
eins pottþétt og lögin, því sú sála er ekki
til í Admiral's Mill, sem ekki skuldar henni
eitthvað og ef hún segði, að Charlie Carson
(sem er blindur, níræður og lamaður, og hef-
ur ekki stígið í lappirnar síðan 189ó) hefði
skellt henni og nauðgað, myndu allir í þess-
ari rottuholu sverja við biblíuna, að þetta
væri dagsatt.
En Olivia-Ann er ennþá verri, og það er
satt! Hún er bara ekki eins slæm á taug-
um og Eunice, því hún er fæðingarhálfviti
og ætti að vera á Kleppi. Hún er gráhvít
á litin og grindhoruð og með yfirskegg. Hún
veður um allt og tálgar prik með þessarj
14 tommu sveðju sinni, nema hún sé að
bralla einhvern fjandann, eins og það sem
hún gerði við frú Harry Steller Smith. Ég
sór að segja það aldrei neinum, en þegar
lífi manns hefur verið ógnað, geta loforð og
svardagar farið í það hurðalausa fyrir mér.
Frú Harry Steller Smith var kanarífuglinn
hennar Eunice og hét eftir kerlingu frá Pensa-
cola, sem bruggaði grasagutl, sem Eunice
notar á lifrina í sér. Einn daginn heyrði ég
svaka forgang í stofunni, og þegar ég fór
að gá, var Olivia-Ann að reka frú Harry
Steller Smith út um opinn gluggann með
kústi og dyrnar á búrinu upp á gátt. Ef ég
hefði ekki komið inn í tæka tíð, hefði þetta
aldrei komizt upp. Hún varð skíthrædd um,
að ég myndi kjafta í Euniec og tapaði sér
alveg, sagði að það væri ekki fallegt að
halda skepnunum, sem guð bjó til hérna
einu sinni, lokuðum inni í búri og þar að
auki þyldi hún ekki skrækina í frú Harry
Steller Smith. Jæja, ég vorkenndi kerlingar-
uglunni og hún gaf mér tvo dollara, svo ég
hjálpaði henni að Ijúga upp sögu handa
Eunice. Auðvitað hefði ég aldrei tekið við
þessum spírum, hefði ég ekki gert henni
greiða með þvf.
Það allra fyrsta, sem Eunice segir, þegar
við Marge komum, er þetta: — Svo það er
þettta, sem þú laumaðist til, að giftast í
blóra við okkur, Marge?
— Er hann ekki sætur, frænka? spyr Marge.
Eunice mælir mig u-p-p og n-i-ð-u-r og
segir svo: — Láttann snúa sér við.
Ég sný mér við, og Eunice segir: — Þú
hefur valið í myrkri, barn. Þetta er ekki karl-
maður, þessi ósköp.
Ég hef aldrei heyrt annað eins. Það er að
vísu satt, að ég er frekar grannur, en ég
er bara ekki fullvaxinn.
— Víst, segir Marge.
Olivia-Ann, sem hefur staðið með svo
lafandi skolta, að flugurnar suðuðu út og
inn um kjaftinn á henni, grípur allt f einu
fram í og segir: — Þú heyrðir, hvað systir
sagði. Þetta er enginn karlmaður. Að þetta
skuli þykjast vera eitthvað! Það er ekki einu
sinni karlkyns!
— Þú virðist hafa gleymt því, Olivia-Ann
frænka, að þetta er eiginmaður minn, faðir
hins ófædda barns míns.
Eunice gaf frá sér þetta fyrirlitlega hljóð,
sem enginn annnar kann, og segir: — Jamm,
ekki myndi ég monta mig af þvf.
Eru þetta ekki fínar móttökur? Og ég
sem sagði upp þessu fína starfi til að koma
hingað.
En þetta var nú bara tittlingaskítur hjá því,
sem kom seinna um kvöldið. Þegar Bluebell
bar fram af borðinu, spurði Marge eins vel
og hún gat, hvort við mættum fá lánaðan
bílinn til að fara á bíó í Phoenix City.
— Þú hlýtur að vera gengin af göflunum,
segir Euni^e, og þið hefðuð haldið, að beðið
hefði verið um náttkjólslufsuna utan af henni.
— Þú hlýtur að vera gengin af göflunum,
bergmálar Olivia-Ann.
— Klukkan er orðin sex, segir Eunice, og
ef þú heldur að ég láti þennan peðring
keyra minn, svo gott sem glænýja Chevrolet
1943, alla leið hérna niður að garðshliðinu
og aftur til baka, hlýturðu að vera gengin af
göflunum.
Auðvitað fer Marge að hrína, þegar það
er talað svona við hana.
— Þetta er allt í lagi, maður, segi ég.
— Ég hef keyrt fullt af Kadillökkum og svo-
leiðis tryllitækjum.
— Humf, segir Eunice.
— Já, segi ég.
— Ef þú hefur nokkrun tíma keyrt svo
mikið sem tómar hjólbörur, skal ég með
glöðu geði éta tíu taðköggla, steikta upp
úr terpentínu, segir Eunice.
— Ég vil ekki hafa, að þú talir svona
um eiginmann minn, segir Marge. — Það
er eins og þú haldir, að ég viti ekki sjálf,
hvað ég er að gera.
— Það fer vel um svínin í skítnum, segir
Eunice.
— Láttu þér ekki detta í hug, að þú getir
slegið ryki í augu okkar, segir Olivia-A-m,
með þessari hneggjandi rödd, sem er svo
lík eðlunarhneggi í asna, að það er ómögu-
legt að segja hvað er hvað.
— Við vorum ekki að skríða úr egginu
í gær, segir Eunice.
— Ég ætlast til að þið skiljið það, að
ég er löglega gift, þar til dauðinn aðskilur
okkur, þessum manni, samkvæmt úrskurði
borgardómarans í Mobil fyrir þremur og
hálfum mánuði, segir Marge. — Spyrjið hvern,
sem þið viljið. Þar að auki, Eunice frænka,
er hann frjáls, hvítur og sextán ára gamall.
Og þar að auki vill George Far Sylvester ekki
heyra talað svona um föður sinn.
George Far Sylvester er nafnið, sem við
höfum ákveðið fyrir litla barnið, þegar það
fæðist. Annars stendur mér nokk á sama núna,
eins og málin standa.
— Hvernig getur stúlka barnað stúlku?
segir Olivia-Ann. Þetta er útspekúleruð árás
á manndóm minn. — Alltaf heyrir maður
eitthvað nýtt.
— O, þegiði, segir Eunice. — Ég vil ekki
heyra meira um þetta bíó í Phoenix City.
Marge fer náttúrlega að kjökra: — Ó, hó,
hó, he, en það er Judy Garland, kjökrar hún.
— Allt í lagi, elskan, segi ég. — Eg sá
þessa mynd áreiðanlega f Mobile fyrir tíu
árum.
— Þetta er vísvitandi lýgi, hrópar Olivia-
Ann. — Þú ert þorpari. Það sé ég og heyri.
Það eru ekki tíu ár, síðan Judy tók að leika
í kvikmyndum. Olivia-Ann hefur ekki séð
eina einustu kvikmynd á allri sinni 52 ára
ævi (hún segir engum, hvað hún er gömul,
en ég sendi þeim f ráðhúsinu í Montgomery
bréf og þeir svöruðu bæði fljótt og vel) en
hún er áskrifandi að átta kvikmyndablöðum.
Eftir þvf sem hún Delancey á símstöðinni
segir, er það eini pósturinn, sem hún fær,
fyrir utan verðlistann frá Seors & Roebuck.
Hún hefur ofurást á Cary Cooper og á eina
tösku og tvo kassa fulla af myndum af
honum.
Svo við stöndum upp frá borðinu og Eun-
ice pokast yfir að glugganum og rýnir út í
appelsínutréð og segir: — Fuglarnir eru að
setjast í hreiðrin sín — mál að fara í rúmið.
Þú ferð í gamla herbergið þitt, Marge, en
ég hef látið gera flet fyrir fígúruna þarna
á bakdyrapallinum.
Það tók mig heila mínútu að melta þetta.
Svo segi ég: — Og hvað, ef ég mætti