Vikan - 18.06.1964, Qupperneq 17
Ný fram-
halds-
saga
Eins og lesendum VIKUNNAR er
kunnugt, hefur sagan af Angelique
farið sigurför um allan heim, verið
þýdd á fjöldamörg tungumál og
hvarvetna verið lesin með óþreyju.
Sagan er byggð á sannsögulegum
heimildum, þar sem aðeins tvær af
aðalsögupersónunum eru tilbúnar:
Angelique og de Peyrac greifi. All-
ar aðrar sögupersónur, sem veru-
lega koma við sögu, hafa raunveru-
lega lifað, og heimildirnar um þær
fengu höfundarnir úr bréfum, annál-
um, gleymdum handritum og öðru
slíku. Sagan lýsir þjóðlífsháttum í
Frakklandi á 17. öld á Ijósan og
myndrænan hátt, og ýmsir bók-
menntafræðingar telja þessa sögu
eitt bezta epíska ritverkið, sem kom-
ið hefur fram síðan „Á hverfanda
hveli“ kom út. Atburðarásin er hröð
og mikið gerist: Eiturmorð, einvígi
og rómantísk ástarævintýri, svo eitt-
hvað sé nefnt. Við kynnumst Ange-
lique fyrst sem barni í föðurhúsum,
og fylgjum henni þaðan í klaustur-
skóla, og úr klausturskólanum til
þess að giftast manni, sem hún hafði
aldrei séð, manni, sem almannaróm-
ur taldi djöfulinn sjálfan í manns-
mynd ....
greip gamli Guillaume fram í á ný. — Það getur svo sem vel verið,
að þessi náungi frá Retz hafi verið mikilmenni, sem þú getir með
stærlæti kallað landsmann þinn — þótt hann sé nú dauður fyrir tveimur
öldum — og kannske Þessi Monteloupfrú hafi verið virðingarverð í
sínu lífi, en ég segi, að það sé ljótt, að hræða þessi fallegu, litlu börn,
þangað til þau gleyma að borða.
— Hah! Og þér ferst, sem hefur verið ruddalegur hermaður og
sendiboði djöfulsins! Hversu marga hefur þú gegnum rekið með spjóti
þínu, meðan þú þjónaðir Austurríkiskeisara á vígvöllunum í Þýzka-
landi, Alsace og Picardy? 1 hve mörgum húsum hefur þú kveikt, eftir
að hafa lokað dyrunum, svo að allir brynnu inni? Myrtir þú aldrei
fátæka bændur? Og nauðgaðirðu ekki konum og stúlkum, þangað til
þær dóu af skömm?
— Ég gerði bara eins og hinir, kelli mín. Þannig er ævi hermanns-
ins. Þannig er stríðið. En ævi þesara litlu stúlkna byggist upp af leikj-
um og fallegum sögum. Guillaume Lútzen talaði hægt og með fram-
andi hreim. Han var talinn vera Svisslendingur eða Þjóðverji. Það voru
nærri fimmtán ár, siðan hann kom haltrandil og berfættur til Monte-
loup kastala, bað um mjólkursopa að drekka og fór svo ekki lengra.
Hann vann ýmsa vinnu, gerði við og fór í sendiferðir. De Sancé barón
lét hann fara með sendibréf til nágrannanna eða taka á móti umboðs-
manninum, þegar hann kom að innheimt skattana. Gamli Guillaume
hlustaði þolinmóður á umboðsmanninn og svaraði honum svo á sinni
mállýzku og endirinn varð ævinlega sá, að umboðsmaðurinn fór bón-
leiður brautar. Það eina, sem vitað var um hann, var það að hann
hafði verið við Lútzen undir stjórn Wallensteins hershöfðingja og tek-
ið þátt í því að fella hinn stórvaxna og dugmikla Svíakonung Gustav
Adolf, þegar hann villtist í þoku á meðan á orrustunni stóð og féll
meðal austurrískra hermanna.
1 risherberginu, þar sem hann svaf, skein sólskinið í gegnum kóng-
urlóarvefina á gömlu vopnin hans og hjálminn, sem hann notaði enn
til að drekka úr kryddvínið sitt. Spjótið hans, sem var þrisvar sinnum
lengra en hann sjálfur, notaði hann til Þess að slá niður valhnetur á
uppskerutímanum.
En af öllum eignum hans öfundaði Angelique hann mest af tóbaka.
boxinu, sem var gert úr skjaldbökuskel. Sjálfur kallaði hann boxið „gri-
voise", á sama hátt og þýzkir hermenn i franskri þjónustu voru kall-
aðir „grivoise".
1 hinu stóra eldhúsi hallarinnar opnuðust og lokuðust dyr allt kvöld-
ið. Sumar þeirra lágu út og gegnum þær kom lyktin af húsdýraáburði,
þegar starfsliðið kom og fór. Um þær gengu einnig hundar hallarinnar.
Dyrnar sem vissu inn opnuðust til dæmis fyrir Nanette, sem var að
læra að verða herbergisþerna og vonaði að læra hér nógu mikið til
þess, að fá vinnu hjá du Plessis markgreifa, nokkra kilómetra frá
Monteloup. Um þær gengu einnig smásveinarnir tveir, sem báru eldi-
viðinn að arninum í stóru stofunni og vatn til svefnherbergjanna.
Svo kom barónessan. Hún hafði fallegt andlit, en það var orðið veð-
urbitið og hún bar merki margra barneigna. Hún var i gráum ullar-
serk með svarta ullarhúfu, því i stóru stofunni, þar sem hún sat á-
samt tengdaföður sínum og mágkonum var rakara og kaldara en í
eldhúsinu. Hún spurði hvort jurtate barónsins væri ekki bráðum til-
búið og hvernig hefði gengið að mata yngsta barnið. Hún strauk Angel-
ique um kinnina um leið og hún fór framhjá henni. Litla stúlkan var
farin að draga ýsur.
— Farið þið nú í rúmin, stúlkur mínar! Pulchérie fer með ykkur
upp.
Pulchérie, önnur gamaljómfrúin, systir barónsins, gengdi með sinni
venjulegu auðsveipni. Þar sem hvorki karlmaður né neitt klaustur hafði
viljað taka hana að sér án meðgjafar, hafði hún með sjálfri sér ákveð-
itsölubók um allan heim byrjar hér.
VIKAN 25. tl)l, —