Vikan - 18.06.1964, Qupperneq 23
ERKIHERTOGINN OG HR.PIMM
Framhalds-
sagan
eftir
Lindsay
Hardy
17. hluti
Sðgulok
Annabelle starði í augu hans.
Hún var að hugsa, að hann hefði
verið óeðlilega lengi að koma
sér að þessu. Hún hafði átt von
á honum fyrir þremur eða fjór-
um dögum. En hún ætlaði ekki
að segja honum það.
Henri glotti og sagði: •—■ Auð-
vitað er ég mannlegur. Mér væri
svo sem ekkert vel við það, að
þú kveiktir í þeim. En ef þú gerð-
ir það, þá væri mér fjandans
sama.
Hann hélt að hún ætlaði aldrei
að svara. Loks færðist bros yfir
andlit hennar og hún fleygði sér
í fang hans og kyssti hann.
— Ég elska þig, dásamlegi
þorparinn þinn, sagði hún og
kyssti hann á ný. — Komdu nú,
við skulum fara heim og segja
Matildu frænku þetta.
17. KAFLI.
Nú fór að færast fjör í tusk-
urnar svo um munaði í Villa
Florentina.
Peggy hafði sagt þeim, að hún
mundi fara um helgina og dag
einn sagði Green við Matildu
frænku: — Ég vildi að við gætum
gert eitthvað í þessu með stelp-
una. Þau heyrðu í Henri og Anna-
belle úti í sundlauginni.
— Ég talaði aftur við hana í
morgun og Annabelle líka. Hún
er alveg staðráðin, er ég hrædd
um, og hún hefur einsett sér að
segja ekki orð við Julian. Hún
ætlar til Parísar með lest, og
síðan ætlar hún að fljúga heim
til Pasadena þaðan.
— Ég á eftir að sakna hennar.
— Við söknum hennar öll.
Green stóð hugsi stundarkorn
með glas af Martini í hendinni.
— En fjandinn hirði það, sagði
hann, — Soames er alls ekki sem
verstur. Hvers vegna getur hún
ekki hliðrað svolítið til?
— Við vorum svo sem ekkert
fús til þess að hliðra til þangað
til fyrir skömmu, eða manstu það
ekki?
— Það heyrðust hlátrasköll og
skvamp utan úr sundlauginni,
og Green leit út um gluggann og
hristi höfuðið, eins og hann ætti
erfitt með að sætta sig við þetta.
Enn liðu fjórir dagar . . . Julian
hafði legið í leti niðri við sjó-
inn við La Napoule-flóa. Honum
var þungt í skapi, en þarna lá
hann þar til hann komst að þeirri
niðurstöðu, að ef hann hefði sig
ekki á brott þaðan, myndi hann
fleygja sér í sjóinn. Hann gekk
heim á leið og hugsaði sem svo,
að sennilega yrði hann að hafa
sig á brott þaðan eftir svo sem
einn eða tvo daga; en skyndi-
lega skipti hann um skoðun, því
að hann snerist á hæli og gekk
í áttina til Villa Florentina. Þar
rakst hann á Matildu frænku og
Mr. Pimm í kvöldkyrrðinni.
Hann kastaði á þau kveðju og
spurði, hvort Peggy væri við. —
Ég þarf að tala við hana, sagði
hann. — Bara einu sinni enn.
Matilda frænka sagði við Mr.
Pimm: — Hvað á ég að gera?
•— Kæra Miss Matilda, sagði
Mr. Pimm, — ég held . . . ég held
satt að segja, að Peggy þætti bara
vænt um það.
— Jæja þá. Ég mátti reyndar
ekki segja þér það, Julian, en ef
þú flýtir þér gætirðu náð í hana.
Taktu stationbílinn — hún fer
með lestinni frá Nice klukkan
8,50.
— Miss Matilda, guð blessi þig,
sagði Julian og þaut í áttina að
bílskúrnum.
Hann kom niður á járnbraut-
arstöðina á elleftu stundu. Verið
var að skella aftur hurðunum,
lestin var farin að blása og fólk-
ið í gluggunum farið að veifa í
kveðjuskyni. Julian þaut eftir
járnbrautarpallinum og velti því
fyrir sér, hvort hann ætti ekki
að fara um borð í lestina far-
miðalaus. Enn hvein í lestinni,
og hún tók að hreyfast. Og þarna
stóð hann eins og illa gerður
hlutur og horfði raunalega inn
um járnbrautargluggana. Honum
fannst hann sjá hana í næstsíð-
asta vagninum en þá var líka
lestin horfin og járnbrautarpall-
urinn tómur.
Hann stóð með hendur í vös-
um og horfði á lestina hverfa.
Tíu mínútur, hugsaði hann. Ef
hann hefði aðeins komið tíu mín-
útum fyrr. Hann bjóst til að
fara.
Þá heyrði hann skyndilega í
Peggy fyrir aftan sig: — Þú ert
sennilega að leita að mér. Hún
stóð við dyrnar að biðsalnum.
Julian snerist á hæli og starði
á hana. Hann benti á eftir lest-
inni. — Þú átt að vera, sagði
hann, — þú átt að vera í lest-
inni þarna.
Peggy sagði: — Ég er það
samt greinilega ekki. Hún gekk
til hans. — Vertu góður við mig.
Ég þarfnast þess svo sannarlega.
Þetta er ekkert þægilegt fyrir
mig.
Hann lagði handleggina utan
um hana: — Þú fórst ekki.
— Ég reyndi. En einhvern veg-
inn vissi ég, að þú mundir koma.
Hann tók töskuna hennar, og þau
gengu að stationbílnum, þögul,
raunamædd en ástfangin, og
visu ekki hvað þau ættu að segja.
Síðan sagði Julian: — Þú getur
vonandi komið aftur heim, er
það ekki?
— Auðvitað. Nema hvað það
verður óttalega kjánalegt að
koma þangað aftur eftir að vera
búin að kveðja alla.
— Er þér ekki sama?
— Jú, ef þú kemur með mér.
Þau þögðu lengi, þar til Julian
sagði lágt: — Fyrirgefðu, Peggy.
Það er það eina, sem ekki er
hægt.
— Hvað þá?
— Georg frændi. Ég myndi
gera allt, bókstaflega allt fyrir
þig nema það.
—■ Það er allt í lagi, sagði hún,
— ég ætla ekki að biðja þig um
það lengur.
— Ég ætla að annast þig vel,
sannaðu til. En ég gæti ekki farið
aftur til Georgs frænda.
— Ég sætti mig við það, því
að ég fór ekki með lestinni.
— Ég er 29 ára núna. Peggy,
hugsaðu þér. Ég verð orðinn 35
ára, áður en ég settist í for-
stjórastólinn. Þrjátíu og fimm.
Sjö óendanleg ár.
Peggy sagði: — Þú vilt halda
áfram kappakstrinum, og ég vil
frekar sætta mig við það en að
fá þig ekki. Það er nú það.
— Sjáðu til, okkur Georg
frænda lenti óskaplega saman.
Ég sagði honum, að ég þyrfti
ekki á hjálp hans að halda, að
ég gæti alveg staðið á eigin fót-
um. Ég sagði vafalaust ýmislegt,
sem ég hefði aldrei átt að segja.
— Þú ert margsinnis búinn að
segja mér þetta. Við skulum
sleppa því.
— Ég segi það satt, ég gæti
ekki farið aftur til hans.
Peggy lagði höndina fyrir
munn hans. — Gerðu það, Julian,
eigum við ekki að tala um eitt-
hvað annað?
Julian tók höndina á henni og
þrýsti hana að sér. Síðan sagði
hann: — Jæja, ég slepp víst ekki.
Það er enginn heima hjá Pimmsa,
svo að það er víst bezt að ljúka
þessu af.
— Ljúka hverju af?
— Bréfinu. Ég get ekki birzt
rétt sem svona í dyrunum hjá
honum með stúlkunni sem ég
ætla að kvænast, nema ég sé viss
um að hann hafi eitthvað að gera
handa mér, eða hvað?
Peggy sagði: — Ég vona bara,
að þetta séu ekki ofheyrnir.
—■ Við verðum að skrifa gamla
hörkutólinu. Við getum ekki far-
ið til hans rétt si svona og sagt,
hér erum við. Hvers vegna ertu
svona hissa?
Peggy sagði: — Þú ert vitlaus,
en hvað um það.
— Nú, á hverju áttir þú von?
Þú gazt ekki farið með lestinni,
svo að eitthvað verð ég að gera.
Peggy sagði með rödd, sem
hann hafði aldrei heyrt fyrr: —
Soamsi minn, trúirðu því, að ég
elska þig?
— Þú segir það.
— Komdu héma, sagði hún. —■
Ég verð að reyna að sanna þér
það.
Mr. Pimm kom inn í garðinn
daginn eftir og raulaði fyrir
munni sér. Hann lyfti staf sín-
um og þóttist skilmast við Julian.
— Hvar ertu, Danielle? kall-
aði hann. — Danielle, hvar ertu?
Danielle birtist í dyrunum. —
Ég er í eldhúsinu.
— Það var ágætt. Vertu bara
kyrr þar.
Síminn hringdi og þegar Julian
heyrði Mr. Pimm segja: — Ah,
sönn ánægja að heyra röddina,
kæra Miss Matilda, gekk hann út
á svalirnar, til þess að Mr. Pimm
fengi að hjala við Matildu í friði.
Mr. Pimm kom út nokkrum
mínútum síðar. — Mér er boðið
til hádegisverðar í Villa Flor-
entina, lýsti hann yfir glað-
klakkalega, án þess að gruna
nokkuð, hvað í vændum var. —
Green verður í klúbbnum í
Antibes. Annabelle er auðvitað
einhvers staðar með Henri.
Peggy er að verzla í Nice, eins
og þú hlýtur að vita.
— Ég ætla að hitta hana
klukkan eitt.
— Og Miss Matilda, blessunin,
vill ekki vera ein. Svo að auð-
vitað verð ég að standa við gef-
in loforð, ég get ekki verið þekkt-
ur fyrir annað. Hvað segirðu, tal-
aðu hærra, ég heyri ekki hvað
þú segir.
Julian brosti og sagði: ■— Það
er svo greinilegt, Mr. Pimm. Hún
stenzt þig ekki? Þú ert búinn
að sigra hana.
Mr. Pimm sagði með fyrirlitn-
ingu: — En góði Julian, að heyra
í þér. Þú mátt ekki segja svona.
— Hvað þá?
— Nú, ég er mjög hændur að
Miss Matildu, mér finnst mjög
vænt um hana, og ég vil ekki
heyra þetta.
— Hvað viltu ekki heyra?
— Þú gerir mér rangt til, það
myndi mér aldrei detta í hug.
Framhald á bls. 33.
VIKAN 25. tbl. — 23