Vikan - 18.06.1964, Qupperneq 29
Honay! Hreyfðu þig ekki. Ég kem
aftur. Hann þaut gegnum runn-
ana í átt frá fjallinu og hIjóp niður
sandinn og Quarrel við hlið hans.
Þeir komu út á enda sandeyrar-
innar um tuttugu metrum frá rjóðr-
inu. Þeir stönzuðu undir síðustu
runnunum. Bond sveigði frá sér
greinar og leit út yfir vatnið.
Hvað var þetta? Um hálfa mílu
frá þeim kom sköpulagsiaus hlut-
ur yfir vatnið, með tvö, glamp-
andi appelsínugul augu með svört-
um augasteinum. A milli þeirra,
þar sem munnurinn gæti verið, stóð
út meterslangur blár logi. Dauf
skíman frá stiörnunum sýndi ein-
hverskonar kýtt höfuð milli tveggja
stuttra og ófétislegra vængja. Það
urraði lágt í ófreskjunni, en und-
ir urrinu heyrðist annað hljóð, djúpt,
reglulegt vélarhljóð. Ófreskjan
kom í áttina til þeirra á um það
bið tíu mílna hraða og vatnið
freyddi frá hennni á báða bóga.
Quarrel hvíslaði: — Drottinn
minn, kapteinn! Hverskonar skrímsli
er þetta?
Bond stóð upp. Hann svaraði
stuttaraiega: — Veit það ekki ná-
kvæmlega. Einhverskonar traktor,
dulbúinn og ætlaður til þess að
hræða. Hann gengur fyrir dísilvél,
svo að þú getur stungið drekanum
aftur í gröfina. Við skulum nú sjá.
Bond talaði að hálfu leyti við sjálf-
an sig: — Það þýðir ekkert að
flýja. Þetta fer of hratt yfir og við
vitum, að það getur farið yfir hvað
sem er. Við verðum að berjast við
það hér. Hvar ætli séu veiku punkt-
arnir á því? Ökumennirnir. En auð-
vitað eru þeir varðir. Við vitum
ekki hve mikið. Quarrel, þú byrjar
að skjóta á efri hlutann á þessu,
þegar það á eftir svona tvö hundr-
uð metra. Miðaðu vandlega og
haltu áfram að skjóta. Ég ætla að
miða á Ijósin, þegar svona fimmtíu
metrar eru eftir. Þetta rennur ekki
á spori. Þetta hlýtur að vera á
risastórum dekkjum. Sennilega flug-
véladekkjum. Ég ætia að reyna að
skjóta þau. Vertu hér. Ég fer tíu
metra til hliðar. Það getur verið
að þeir fari að svara skotunum og
við verðum að halda kúlunum burt
frá stúlkunni. Ertu með? Hann rétti
út höndina og þrýsti stóru öxlina.
— Og hafðu ekki of miklar áhyggj-
ur. Þér er óhætt að gleyma drek-
ánum. Þetta er einhverskonar
apparat, sem dr. No hefur látið
búa til. Við drepum bara öku-
mennina og náum ferlíkinu á okk-
ar vald og förum á því niður að
ströndinni. Það sparar skóna. Ertu
með?
Quarrel hló stuttaralega: —
Ókey, kapteinn, úr því að þú seg-
ir það. En ég vona svo sannarlega,
að guð sé sammála þér í því,
að það séu ekki til drekar!
Bond hljóp niður á sandeyrina.
Hann skreið undir runnunum þang-
að ti! hann hafði beint skotfæri.
Hann kallaði lágt: — Honey!
— Já, James. Röddin var rétt
hjá honum og það var feginleiki
í henni.
— Gerðu þér gjótu í sandinn,
eins og við gerðum á ströndinni.
A bak við sverustu trén. Og leggstu
svo ofan [ holuna. Það getur vel
verið, að það verði skipzt á skot-
um. Hafðu ekki áhyggjur af drek-
um. Þetta er aðeins einhverskonar
vél með furðulegri yfirbyggingu og
það eru menn frá dr. No í henni.
Vertu ekki hrædd. Ég er rétt hjá
þér.
— Allt í lagi James. Farðu var-
lega. Það var skelfing í röddinni.
Bond kraup á annað knéð og
starði fram fyrir sig. Nú var þessi
hlutur aðeins um þrjú hundruð
metra í burtu, og Ijósin lýstu upp
eyrina. Logarnir stóðu enn út úr
kjaftinum. Þeir komu úr löngum
stút, sem var hulinn að nokkru
með gapandi kjafti og gulltönnum
til þess að líkjast drekamunni. Eld-
varpa? Það skýrði þessa brenndu
runna og sögu varðarins. Logarnir
komu úr einhverskonar olíubrenn-
ara. Það var enginn kraftur á tæk-
inu núna. Hversu langt mundu log-
arnir ná, þegar þeim væri gefinn
laus taumurinn?
Bond varð að viðurkenna, að
þetta var hræðileg sjón, þar sem
það kom yfir vatnið. Það var líka
örugglega ætlað til þess að hræða.
Það hefði líka hrætt hann, hefði
hann ekki þekkf ganghljóðið í
dfsilvélunum. Þetta var örugglega
skætt voon í viðureign við innrás-
armenn frá eyjunum í kring, sem
ekki þekktu mikið til tækninnar. En
hversu vel mundi það reynast í
baráttu við vopnaða menn, sem
ekki létu hræðsluna ná tökum á sér?
Hann fékk svarið næstum undir-
eins. Hann heyrði í Remingtonriffli
Quarrels. Neisti myndaðist á stjórn-
Framhald á bls. 48.
VIKAN 25. tbl. — 29