Vikan


Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 44

Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 44
þvi sfccjSjííT Ljöcxv- e'icjTá” fcrcjcgigir-iqacfé-la.C} oq ujðcxir efcjin hoq I abyrgð; TRYGGINGAFÉIAG BINDINDISMANNA laugavegi 133 . Sími 17455 og 17947 IARK-UNIQUE IN CIGARETTE FILTRATION DÍ8Cover the good things that happen to smoke filtered through charcoal granules. Try new IARK- Richly Rewarding yet uncommonly smooth Framhald af bls. 19. gat haft út úr þorpskennaranum og sóknarprestinum. Hann hélt sig mest í þakherberginu sínu, þar sem hann dundaði við að hnoða litaðan leir í undarleg form, sem hann kallaði „myndir" eða „uppstillingar". Angelique var mjög handgengin föður sinum. Til þess að geta alið önn fyrir börnum sínum, var þessi aðalsmannssonur neyddur til að afsala sér flestum þeim réttindum, sem staða hans veitti honum. Hann fór sjaldan í langferðir og var steinhættur að fara í veiðiferðir, og var að því leyti frábrugðinn herragarðseigendum nágrennisins, sem þrátt fyrir fjárhagsörðugleika dunduðu við að eltá héra og villisvín. Armand de Sancé fórnaði jarðyrkjunni öllum sínum stundum. Hann var varla betur klæddur en leiguliðarnir og bar ævinlega ilm af hes-t- um og húsdýraáburði. Hann elskaði börnin sín. Hjá honum voru börn- in í efsta sæti, næst á eftir þeim komu múldýrin. Hann hafði um skeið dreymt um að koma upp kynbótabúi með Þessum burðardýrum, sem eru þolnari en hestar og sterkari en asnar. Skattheimtumaðurinn varð sifellt ágengari. Daginn eftir eina heim- sókn hans, sem gamli Guillaume hafði tekið á móti að venju, skar baróninn sér gæsapenna og settist við skrifborðið til þess að skrifa bænarbréf til kóngsins og biðja um niðurfellingu skattanna. Hann byrjaði með að biðja afsökunar á því, að hann ætti ekki nema níu lifandi börn, en það stæði áreiðanlega til bóta, því bæði hann og kona hans væru enn á bezta aldri og hefðu ánægju af litlum börnum. Hann vakti athygli á því, að hann hefði á framfæri sínu tvær gamlar systur, sem hvorki eiginmenn eða klaustur hefðu viljað taka við, einn- ig væri hjá honum faðir hans, sem hefði verið liðþjálfi í her Lúðvíks XIII., en hefði ekki fengið nein eftirlaun, sömuleiðis fjórir gamlir þjónar, meðal þeirra fyrrverandi hermaður. Tveir eldri sona hans voru í skóla og það kostaði hann næstum 500 livres á ári. Elzta dóttir hans þyrfti að fara í klausturskóla, en til þess þyrfti að minnsta kosti 300 livres. Hann endaði með því að skýra frá því, að hann hefði um ára- raðir borgað skattana fyrir leiguliða sína, svo þeir þyrftu ekki að fara á vergang, en þrátt fyrir þetta væri hann nú í skuld við skattayfirvöld- in, að upphæð 875 livres 19 sols og 11 deniers. Árlegar tekjur hans næmu hins vegar varla 4000 livres, og af því yrði hann að sjá fyrir nítján manns og gæta stöðu sinnar, sem herragarðseigandi. Að lokum skírskotaði hann til góðvildar konungs, og leyfði sér að biðja um und- anþágu frá sköttum og fjárhagsaðstoð eða að minnsta kosti lán að upp- hæð 1000 livres. Þegar hann hafði skrifað bréfið og stráð á Það sandi, skrifaði hann nokkrar linur til frænda síns, de Plessis markgreifa, og bað hann að af- henda annaðhvort konunginum sjálfum eða ekkjudrottningunni þetta bænarbréf og leggja honum jafnframt liðsyrði. Hann endaði bréfið á þennan hátt: Ég vonast til aö hitta yöur bráölega og fá tœkifœri til aö veita yöur þjónustu mína, annaðhvort meö múldýrum, en af þeim á ég mörg úrvalsdýr, eöa meö ávöxtum, kastaníum, valhnetum eöa nokkrum krukkum af osti á borö yöar. Nokkrum vikum síðar hefði Armand de Sancé barón getað bætt einu hrakfallinu enn í bréf sitt til kóngsins. Fyrsta frostkvöldið um haustið, glumdi við hófatak á gömlu vindu- brúnni. Angelique flýtti sér út að glugganum. Hún kom mátulega til að sjá tvo hávaxna og granna, svartklædda riddara stökkva af baki, en lengra niðri á veginum teymdi unglingsdrengur múldýr með far- angri. Litlu stúlkurnar og gömlu föðursysturnar, flýttu sér niður. Þjónustu- fólkið kom þjótandi úr öllum áttum. Einhverjir voru Þegar farnir til þess að ná í baróninn, sem var úti á akri, og barónsfrúna, sem var i matjurtagarðinum. Unglingarnir tveir létu sem þeir yrðu ekki varir við uppistandið, sem heimkoma þeirra vakti. Þeir voru fimmtán og sextán ára, en ið- lega álitnir tvíburar. Þeir voru báðir dökkir yfirlitum, gráeygir með svart hár, sem hékk niður yfir hvíta kragana á skólabúningnum, sem voru óhreinir og of litlir. Aðeins persónuleikinn var ólikur. Josselin var harðlyndari og fljótfærnari, Raymondl rólegri og íhugulli. Þeir svöruðu aðeins einsatkvæðisorðum, meðan lagt var á borð fyrir þá. Eftir því, sem meira kom á borðið, birti yfir drengjunum, og áð- ur en þeir voru beðnir að gera svo vel, höfðu þeir tekið til snæðings. Angelique sá, að þeir voru magrir og fölir, og fötin þeirra orðin þunn á hnjám og olnbogum. Þegar foreldrar þeirra komu, var baróninn áhyggjufullur á svipinn, þó hann væri glaður yfir að sjá syni sína. — Hvernig stendur á ykkur hér, strákar? Er ekki dálítið óvenjulegt, að munkarnir gefi frí, svona fyrstu vetrardagana? — Þeir ráku okkur, svaraði Raymond. Það varð stutt þögn. Svo sagði baróninn: — Hjálpi mér heilagur Denis! Hvaða prakkarastrik hafið þið framið, til að hljóta svo skammarlega meðferð? — Alls ekkert, en það eru næstum tvö ár síðan munkarnir fengu skólagjaldið fyrir okkur. Þeir gáfu í skyn, að aðrir nemendur, sem ættu örlátari foreldra, þyrftu að fá okkar sæti.... Armand barón tók að skeiða fram og aftur um gólfið, en það gerði hann ekki, nema hugur hans væri í miklu uppnámi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.