Vikan


Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 45
— Þetta er óhugsandi. Ef þið hafið ekkert gert af ykkur hafa munk- arnir ekki leyfi til að reka ykkur svona. Þið eruð þó aðalsmenn og það vita munkarnir vel! — Já, þeir vita það, sagði Josselin fyrirlitlega. — Ég get meira að segja haft það eftir, sem féhirðirinn lét okkur hafa í vegarnesti. Hann sagði, að aðalsmenn borguðu aldrei grænan eyri og Þeir yrðu að kom- ast af án þess að kunna lattnu og vísindi, úr þvi að þeir væru svona févana. Gamli baróninn rétti úr sér. — Ég á erfitt með að trúa að þú segir satt. — Gleymdu því ekki að kirkjan og aðallinn eru eitt, og nemendurnir eru blómi framtíðarinnar. Þetta vita þeir góðu munkar, betur en nokkrir aðrir. Raymond, sem nam guðfræði, svaraði: — Munkarnir kenndu okkur að guð þekkti sína. Kannske höfum við ekki staðizt okkar raun....... — Vertu ekki svona háfleygur, greip Josselin fram í. — Ég er sam- mála þér, afi. Kirkjan verður að sýna aðlinum tillitssemi. Ef hún tekur prangarasyni fram yfir aðalinn, grefur hún sína eigin gröf. Það verður hennar hrun. Barónarnir mótmæltu báðir í einu: — Josselin, þú mátt ekki guðlasta. — Ég er ekki að guðlasta. Ég fer ,bara með staðreyndir. I minum bekk í rökfræði, þar sem ég er yngstur og næstbeztur af þrjátíu nem- endum, eru tuttugu og fimm synir kaupmanna, sem borga reglulega, og fimm synir aðalsmanna, en aðeins tveir af þeim borga reglulega. Armand de Sancé reyndi að grípa þetta veika strá, til að bjarga mann- orði sínu: — Það voru sem sagt tveir aðrir aðalsmenn, sem voru reknir um leið og þið. — Alls ekki. Foreldrar þeirra eru hátt settir, og munkarnir eru hræddir við Þá. —• Það er gott að kóngurinn er dauður, svo að hann þarf ekki að heyra svona tal. — Já afi, það er satt, sagði Josselin og hnussaði. — Þó það væri munkur, sem myrti Hinrik IV. — Þegiðu, Josselin, greip Angeiique allt i einu fram í. — Þú talar ekki fallega. Og það sem verra er, þú ert eins og padda i framan, þegar þú talar. Þar að auki var það Hinrik III., sem munkurinn drap, en ekki Hinrik IV. Unglingurinn hrökk við í undrun og starði á hrokkinkolluna, sem á- varpaði hann svona mynduglega. — Ja hérna, hver er þetta? Litli froskurinn, mýraprinsessan, Marq- uise des Anges!... Og ég gleymdi meira að segja að heilsa þér, litla systir. — Af hverju kallaðirðu mig frosk? — Af því að þú kallaðir mig pöddu. Og ertu ekki alltaf að hoppa og skoppa, bæði á ökrunum og í sefinu? Þú hefur vonandi ekki breytzt i tilgerðarlega tildurrófu eins og Hortense? — Ég vona ekki, sagði Angelique, hæversklega. Andrúmsloftið varð léttara eftir innskot Angelique. Bræðurnir tveir höfðu nú lokið við að borða, og barnfóstran var að bera af borðinu. Samt lá eitthvað í loftinu enn. Gegnum þögnina heyrðist grátur yngsta barnsins. Barónessan og frænkurnar, og jafnvel Gontran, notuðu þessa ástæðu til Þess að fara „að líta eftir barninu". Angelique var kyrr hjá bræðrum sínum og barónunum tveimur. Hún velti því fyrir sér, hvort heiðurinn væri nú ekki glataður. Hana langaði til að spyrja, en hún þorði ekki. Gamli Guillaume var ekki heima, þegar drengirnir komu, og kom nú inn með ný ljós í heiðursskyni við þá. Hann hellti niður dálitlu vaxi, meðan hann faðmaði eldri bróðurinn klunnalega. Yngri drengurinn brá sér undan faðmlaginu. Gamli Guillaume lét það engin áhrif á sig hafa, en sagði skorinort sina skoðun á málinu: — Það var svo sem mál til komið, að þið kasmuð heim. Til hvers er að troða út á ykkur hausana, þegar þið getið varla skrifað ykkar eigið tungumál? Þegar Fantina sagði mér, að ungu herrarnir væru komnir heim fyrir fullt og allt, sagði ég við sjálfan mig, að nú gæti herra Josselin loksins farið á sjóinn.... — Lútzen liðþjálfi, má ég minna yður á að gæta velsæmýs? greip gamli baróninn fram í. Gamli Guillaumi mótmælti ekki. Hann þagnaði. Angelique undraðist reiðina í rödd afa síns. Hann sneri sér að eldri drengnum. — Ég treysti Því, Josseiin, að þú hafir nú vaxið upp úr bernskudraum- um þínum um að verða sjómaður. — Hversvegna það, afi minn? Mér sýnist, að nú sé ekki annað úr- ræði. — Elzti sonur aðalsmanns verður að þjóna i landher konungsins og Þar með er það útrætt mál. — Ég hef ekkert á móti því, að þjóna kónginum, ef það er á sjónum, svaraði drengurinn. — Josselin er sextán ára gamall, það er komið mál til, að hann ráði sjálfur framtíð sinni, sagði faðir hans hikandi. Það brá fyrir þjáningarsvip á hrukkóttu andliti gamla mannsins. Hann lyfti hendinni: — Það er satt, að hann yrði þá ekki fyrstur í þessari fjölskyldu til að ráða sjálfur sinni framtíð. Þarft þú einnig að bregðast mér sonur minn? bætti hann dapurlega við. — Það er fjarri mér að vilja ýfa gömul sár, faðir minn, svaraði de Sancé barón. — Sjálfan hefur mig aldrei langað á sjóinn, og ég er tengdari jörðinni hér I Poitou, en ég get með orðum lýst. En ég minnist þess, hve erfið og dýr aðstaða min í hernum var. Jafnvel þótt aðals- maður sé, er ekki hægt að ná hárri stöðu án peninga. Ég var skuldum vafinn og neyddist stundum til að selja allt mitt, hest, tjald, vopn og jafnvel að leigja herbergisþjón minn. Minnizt Þú þess, hve mikið land þú neyddist til að selja, til að halda mér i hernum? Framhald í næsta blaOi. Úrval af íslenzkum og erlendum hljómplötum er alltaf fyrir- liggjandi hjá okkur. Á meðal nýlegra íslenzkra platna, sem allir íslenzkir listunnendur verða að eiga, má nefna ALPC 5 og ALPC 6 með orgeltónlist leikinni af dr. Páli ísólfssyni, CPMA 2 og CPMA 3 með upplestri Davíðs Stefánssonar úr eigin verk- um, CGEP 45, CGEP 55, CGEB 58, CGEB 59, 45-DPI 3 og 45- DPI 4 með söng Karlakórs Fóstbræðra, CGEP 50, CGEP 51, CGEP 52, CGEP 53, CGEP 5 með söng Karlakórs Reykjavíkur, ALPC 3, CBEP 4 og CBEP 10 með píanóleik Gísla Magnússonar, BLPC 2, 7ERC 5 og 7ERC 6 með píanóleik Rögnvalds Sigurjóns- sonar, CBEP 7 með fiðluleik Björns Olafssonar, o. m. fl. Einnig má nefna merkar útgáfur, sem væntanlegar eru á næst- unni, t. d. hljómplata, er gefin verður út af tilefni 20 ára afmælis íslenzka lýðveldisins moð frægum ræðum frá ALÞINGISHÁTÍÐINNI 1930 °9 LÝÐVELDISHÁTÍÐINNI 1944 fluttar af ræðumönnunum sjálfum. Svo er væntanleg hljómplata með upplestri Halldórs Laxness og Davíðs Stefánssonar, ný hljómplata með íslenzkum rímnasöng, o. s. frv. Með því að eignast hljómplötur þessar flytjið þér merka þætti (slenzkrar listar inn á heimili yðar. LDISHATIÐIN R O C li' A i M 1? O GISHATIÐIN O » T H C A L T M » N Q « ti 10 3 O N O T H A N M i V t « S A SOME I AMOUS SPCECHES AND POKTRV DCUVfcRfcD AT THlNGVtfl.UR CN T !!L I IHST RLPUBLIC DAY OF lCF.LAND iN 19*14 AND TMl: fHOUSANDTH ANNIVtHSARY OFTHE Al.THiNG !N 1930 FALKINN H.F. - hljómplötudeild Laugavegi 24 — Simi 18670. VIKAN 25. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.