Vikan


Vikan - 28.05.1964, Síða 2

Vikan - 28.05.1964, Síða 2
fullri alvöru: Hvar kemst ísland á blað? Fyrir nokkru barst okkur í hendur eins konar biblia um ferðamál; það er uppsláttarbók ]jar sem finna iná svör við flest- öllu þvi, sem ferðafólk kynni að hafa áhuga á að vita. Þar voru tekin fyrir i stafrófsröð þau lönd á gervallri heimskringlunni, sem höfundur bókarinnar hafði talið liugsanlegt að ferðamenn létu sjá sig. Þar var skrá yfir alla merkisstaði, merkisborgir og bæi, merkisbyggingar, sam- komustaði og veitingahús svo og margháttaður fróðleikur ann- ar, sem að gagni mætti koma. Nema það var ekki minnzt á ísland. Ekki minnzt á, að það land væri til, hvað þá að þar byggi fólk, livað þá að þar væri neitt að sjá, né heldur að þar mætti hafa örlitla viðkomu á leið til Ameriku með flugvélum Loft- leiða. Og um það leyti sem þetta er skrifað, flutti útvarpið þá frétt, að Vestur-þýzka stjórnin liefði látið saman setja lista — vænt- anlega að undangenginni um- fangsmikilli rannsókn sam- kvæmt þýzkri nákvæmni -— yfir þau lönd heimsbyggðarinnar, sem kölluð eru „vanþróuð“. Þelta var að því er mig minnir gert vegna hugsanlegra við- skipta sambandslýðveldisins við vanþróuðu þjóðirnar. Þar komst ísland á blað. Það var þar með löndum eins og Tanganyika, Afghanistan, Gliana og Kongó. Þessi tvö fram- angreindu dæmi bregða dálít- illi birtu á það álit sem jafn- vel næstu nágrannaþjóðir okkar liafa á þjóð vorri, hvað sem líður mærðarhjali i veizlum og öðrum svokölluðum vináttufund- um. Það kemur fyrir ekki þó liér séu aðeins 6 manns á liverja bifreið i landinu (Þrátt fyrir þá óhugnanlegu staðreynd, að bílar eru dýrari liér en yfirleitt allsstaðar annarsstaðar). Það kemur fyrir ekki þó hér sé al- mennari notkun á síma en í sjálfu Vestur-þýzkalandi og mun fleiri simskeyti send á hvern í- búa en þar. Það kemur fyrir Framhald á bls. 50.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.