Vikan - 28.05.1964, Side 12
Eitt kvöldið þegar Leonard J. Kanzler var á
leið heim frá vinnu —■ hann var lyfjafræðing-
ur hjá Smith‘s lyfjabúðinni og á þriðjudög-
um, fimmtudögum og laugardögum kom það
í hans hlut að loka og ganga frá búðinni —
þá skauzt maður úr felum bak við kastaníu-
tré og gekk í veg fyrir hann. „Upp með hend-
urnar“, sagði maðurinn.
„Upp með hendurnar? Til hvers? Þú ert
þó ekki að ræna mig?“ sagði Kanzler.
„Það geturðu bölvað þér upp á, það er ein-
mitt það sem ég er að gera. Gakktu afturábak
upp að trénu og reyndu ekki að fara í kring-
um mig. Þessi er hlaðin“.
„Þú nærð ekki miklu frá mér. í hæsta lagi
nokkrir dollarar, og svo úrið og keðjan“.
„Engin ólíkindalæti, Kanzler. Peningarnir úr
kassanum".
„Ó“, sagði Kanzler.
„Jó, einmitt. f vasanum innan á frakkan-
um. Legðu það allt á jörðina og farðu svo
strax og ég segi þér“.
„Ég held ég viti hver þú ert“, sagði Kanzler.
„Það gerirðu nú samt ekki. Legðu pening-
ana á jörðina og demantshringinn þinn líka.
Við skulum ekkert hugsa um úrið“.
„Jú, ég veit hver þú ert. Ertu J. M.?“
„Nei, ég er ekki J. M. og hættu þessum láta-
látum. Þú þekkir mig ekki, en ég þekki þig“.
„Já, ég geri ráð fyrir því. Allt í lagi. Þarna
er veskið og ofan á því hringurinn. Þetta er
félagshringur og þeir sem ekki eiga rétt til
hans geta ekki borið hann, svo að hann kemur
þér ekki að neinu gagni“.
„Hver sagði að ég ætlaði að bera hann?“
Maðurinn, sem hafði klút bundinn um niður-
andlitið, beygði sig niður eftir veskinu og
hringnum.
„Hvað á ég nú að gera?“ spurði Kanzler.
„Bíða þar til ég hef gáð í veskið“.
„Peningarnir eru þar. Tvö hundruð áttatíu
og sex dollarar. Er það nóg til að fara í fang-
elsi fyrir? Ef þú ert sá, sem ég held að þú sért,
skýturðu mig ekki“.
„Það er réttara að vera ekki of viss um það,
mister“.
sért sá, sem ég hélt“.
„Þú þekkir mig ekki frá Adam, lagsmaður.
Það er því betra fyrir þig að fara að öllu með
gát. Nú geturðu lagt af stað, en þú skalt ganga
rólega. Byrjirðu að hlaupa, færðu kúlu í bakið.
Taktu það bara rólega".
„Núna?“
„Núna“.
„Hvernig vissirðu að ég . . .“
„Á laugardagskvöldum tekurðu alltaf pen-
ingana úr kassanum og á sunnudagsmorgnum
kemur Smith og nær í þá hjá þér. Þú sérð
að ég veit þetta allt“.
„Strax og ég kem heim, ætla ég að hringja
til lögreglunnar“.
„Auðvitað. Segðu þeim bara að leita að
EFTIR
JOHN
O’HARA
UNGI MAÐURINN MEÐ
BYSSUNA VAR AÐ ALLRA
ÁLITI SNARRÁÐUR OG
HUGVITSSAMUR, ÞARTIL
ÞAÐ FRÉTTIST HVERNIG
FÖR FYRIR HONUM.
J. M.“
„Nei, ég held ekki lengur að þú sért J. M.
Ég er feginn að svo er ekki. Hann á í nógum
vandræðum samt“.
„Hypjaðu þig strax af stað, Kanzler".
„Nei, þú ert ekki J. M. Þú ert ekki af þess-
um slóðum. Þú berð ekki nafnið mitt rétt
fram“.
„Verð ég að ýta þér af stað?“
„Ég er að fara“, sagði Kanzler. „Við berum
það hér fram með o en ekki a — Konzler".
Hann gekk hægt að húsinu sínu, sem var
uppi á hæðinni bak við dómshúsið. Konan
hans var í náttkjól og með hárið vafið í rúll-
ur, og hún sat við eldhúsborðið og las í blaði.
„Len! Á ég að setja kaffið yfir?“
„Kem eftir eina mínútu".
„Ætlarðu á klósettið?"
„Ég ætla að hringja".
„Til hvers, á þessum tíma sólarhringsins?"
„Komdu og hlustaðu á“, sagði hann. Hann
tók upp heyrnartólið.
Kanzler.
„Hvaða númer hringirðu í?“ spurði Leora
„Halló, aðalstöð lögreglunnar? Þetta er
Leonard Kanzler, sem talar Ó, halló, Jack.
Það er eins og þú sért kvefaður. Já, það er
að ganga. Líttu inn á morgun, og þá skal ég
gefa þér eitthvað við því. Nei, það er satt, ég
á frí á morgun. Nei, annan hvern sunnudag.
En til að komast að efninu, þá var setið fyrir
mér og ég var rændur. Fyrir fimm mínútum.
Á leiðinni heim. Það er ekkert að mér, en
búðin er 286 dollurum fátækari og ég missti
demantshringinn minn. Ungur maður með
byssu. Skammbyssu. Hafði falið sig bak við
tré á North Second, við 400 blokkina. Þú veizt
hvar þessi trjágöng eru. Ég var með peningana
úr kassanum á mér. Við skiljum þá aldrei
eftir yfir helgina. Ég fer með þá heim í pen-
ingakassann og . . . Nei, ég hélt fyrst að ég
þekkti hann, en það var einhver annar. Þessi
náungi var ókunnugur maður, ekki héðan ur
nágrenninu. Svona á að gizka þrítugur, meðal-
hár og þrekinn, var með vasaklút fyrir grímu.
Nei, það er allt í lagi með mig. Ég var ekki
einu sinni hræddur, meðan á þessu stóð, en
eftir að ég kom heim, fór ég að gera mér ljóst,
að hann hefði ekki hikað við að nota byssuna".
„Drottinn minn!“ sagði Leora Kanzler.
„Ég er heima. Við tökum það rólega, hjónin,
þá laugardaga, þegar ég á frí daginn eftir.
Ef þú sendir einhvern hingað, þá segðu þeim að
hafa ekki hátt, mundu það, Jack. Ég vil síður
vekja upp allt nágrennið. Nei, þau eru bæði
að heiman, þau eru í heimsókn hjá ömmu sinni
í Shamokin. Þau koma ekki aftur fyrr en á
þriðjudaginn".
„Miðvikudag", sagði Leora Kanzler.
„Miðvikudag, segir konan mín. Allt í lagi,
Jack, ég bíð eftir þeim. Nei, ég hef ekki byssu
í húsinu. Við höfum eina í búðinni, en ég
held satt að segja, að hún sé ekki hlaðin. Ég
á hana ekki. Segjum það“. Hann lagði tólið á.
„Drottinn minn. Hérna á miðju Second Street?
Er ekkert að þér? Ertu alveg viss?“
„Þetta var Jack Riegler. Mér virtist eins og
hann væri með hálfgerðan asthma. Nei, það
er ekkert að mér. Mig mundi hins vegar ekki
langa til að endurtaka þetta. Meðan ég var
að tala við hann var ég ekkert óttasleginn, en
á leiðinni heim fór ég að hugsa um, að ef
hann hefði skotið mig í bakið, mundi ég liggja
þarna á götunni þar til einhver fyndi mig og
líklega blæða út“.
„Svona spölkorn frá heimilinu".
„Alveg rétt við“.
„Nú ætla ég að ná þér í whiskýsopa“.
„Nei, dálítið kaffi er ágætt. Ég vil síður anga
af whiský, þegar lögreglan kemur“.
„Lögreglan? Kemur hún hingað?“
„Ég vildi heldur að þeir kæmu hingað en
að ég þyrfti að fara til þeirra“, sagði Kanzler.
„Já“, sagði hún. „Ertu viss um að þér líði
vel, Len? Ég mundi deyja, ef eitthvað kæmi
fyrir þig“.
„Við eurm alveg örugg. Síðasti staðurinn,
sem ræninginn mundi dvelja lengi á, er ná-
J2 — VIKAN 22. tbl.