Vikan


Vikan - 28.05.1964, Page 17

Vikan - 28.05.1964, Page 17
Framhaldssagan ERKIHERTOGINN OG HR.PIMM EfftBr Lindsay Hardy l&m hluti Þau horfðust í augu þegjandi. SíSan heyrðu þau rödd Mr. Pimms, þegar Eddie hjálpaði honum um borð. Stuttu síðar kom hann þjótandi niður í káetuna. — Annabelle, sagði hann, elsku hjartans stúlkan mín. Má ég sjá þig. Þetta hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir þig. Við ætlum að fara með þig heim til Matildu frænku eins fljótt og flugvélin kemst. Eddie og Julian koma niður rétt bráðum. Þeir þurftu að veiða upp einn þorpar- ann úr höfninni — hann leit hvasst á Henri og síðan aftur á Annabelle; hér var greinilega eitthvað einkennilegt á seyði. — Alveg rétt, sagði Henri. Hún veit alla söguna. Hún er eiginlega að sjá okkur í fyrsta skipti núna. Mr. Pimm hugsaði ekki um annað en Annabelle. — Al- máttugur minn, veslings stúlkan, sagði hann vingjarnlega. — Eins og það væri ekki nóg að láta ræna sér. Hann settist upp í kojuna og faðmaði hana að sér. — Svona, svona, sagði hann, ■— nú er þetta búið, við skulum sjá um þig. Við skulum sjá um, að ekkert komi fyrir þig. Hún grúfði höfuð- ið þakklát að öxl hans. — Svona, svona, nú skulum við ekki hugsa meira um þetta. Innan stundar tók skipsskrokk- urinn að titra, þegar Julian ræsti dieselvélarnar. Eddie dró upp akkerið, og áður en leið á löngu höfðu þau tekið stefnuna á enbarcadero. 13. KAFLI. Einni og hálfri klukkustund eftir að Peggy og Augustus Green höfðu strokizt framhjá Julian á veginum nálægt Antibez voru þau komin aftur til Villa Florent- ina. Þau fóru upp í morgunher- bergið. Matilda frænka sagði: — Ég hélt að þið hefðuð ætlað að ná 18 holum. — Átján holum, sagði Green. — Við komumst ekki einu sinni upp í þrjár. Peggy gat ekki einu sinni haldið sér á grasinu, hvað þá hitt kúluna. Matilda, þú verð- ur að tala við hana, hún er að gera mig vitlausan. — Hvers vegna, hvað kom fyr- ir? — Nú, við vorum að keyra, ósköp rólega, þar sem kröpp beygja var á veginum — nú sennilega allt mér að lcenna. Ég var að horfa á snekkjuna úti á flóanum í stað þess að fylgjast með veginum. Og þá kemur þessi bíll á ofsahraða, og það munaði minnstu, að við skyllum saman. En Peggy segir, að þetta hafi ekki aðeins verið bíllinn hans Griinewald. Henni finnst ein- hvern veginn, að Soames hafi keyrt hann. — Endemis vitleysa. — Jæja þá, segðu henni það. Ég er búinn að vera að berja höfðinu við steininn alla leiðina frá Antibez. Peggy sagði: —■ Mr. Green, ég sá hann. — Hana, sérðu? Nú er hún byrjuð aftur. — Ég segi ykkur það satt, Soames keyrði bílinn. Ég sá hann greinilega. ■—- Það getur ekki verið. — Ég held nú það. — Heyrðu mig nú, bíllinn kom á svo miklum ofsahraða, að það hefði verið ómögulegt að sjá nokkurn mann við stýrið. Ég gæti ekki einu sinni verið viss um, að þetta væri bíllinn hans Grunewalds. — Þú varst að glápa út á haf- ið. Hárið á honum flaksaðist fyr- ir vindinum, og hann var bara í skyrtu og búinn að bretta upp ermarnar. — I hvert sinn sem þú segir þetta sérðu hann betur. Peggy sagði hvasst: — Þetta var Soames! -— Jæja, jæja, sagði Green, — þá var það Soames. Þetta var Soames við stýrið, og Annabelle var með honum, og Timothy Pimm líka og með gervinef í þokkabót. Jæja þá, ertu ánægð? Pimm dulbúinn! ■ Augustus, sagði Matilda frænka. — Þú þarft ekki að hrópa svona. — Nú, það er von, að maður komizt úr jafnvægi. Annabelle skrifar okkur bréf og segist vera gift þessum náunga, og Peggy er að segja okkur að hann sé hérna í grennd. Ég veit ekki hvað komið hefur fyrir stúlkuna. Matilda frænka sagði: Peggy mín, þetta hlýtur að vera vitleysa hjá þér. — Alls ekki. Mr. Green getur rifist þangað til hann er orðinn svartur í framan. Ég sá Julian keyra bílinn hans Grúnewalds og ég sný ekki aftur með það. — En hvernig geturðu verið svona viss? -— Vegna þess að hann er eini maðurinn í heiminum, sem ég mundi kannast við á broti úr sekúndu, hrópaði Peggy. Það var eins og hún sæi þó eftir að hafa sagt þetta. Green sagði: — Næst segirðu líklega, hvort hann var rakaður eða ekki. — Ef þú endilega vilt vita það, þá held ég að hann hafi verið órakaður. — Hana nú, sagði Green og gekk til dyra. — Nú er nóg kom- ið. Charles, hrópaði hann, — inn með þig og komdu með wiský- flösku með þér. Matilda frænka sagði: Klukkan er ekki orðin nærri nógu margt til þess að fá sér wiský, Augustus. — Þetta er undantekning. Jæja þá, kannski ég hafi það kaffi. Segðu honum það. Síminn hringdi þegar Charles kom inn með bakkann. Hann svaraði og sagði: — Fyrir yður, Monsieur Green. ■— Hver er það? — Monsieur Grúnewald. — Takk. Halló, Henri, Green hér. — Góðan dag, Mr. Green. Ég hringdi til þess að biðjast afsök- unar. — Afsökunar? Á hverju? — Þér hljótið að hafa kann- ast við bílinn minn í morgun, rétt eftir klukkan 9. Þegar við — aaaa — ókum hvor framhjá öðrum. — Jæja þá. Svo að þér voruð í bílnum, ha? •— Ég vona að þér takið af- sökun mína til greina. — Það er allt í lagi, ég ætla ekki að fara að ■ erfa þetta við yður. En ég skal segja yður eitt, ef þér farið ekki varlega, endar það með því að þér drepið ein- hvern. —■ Þetta skal ekki koma fyrir aftur. Skilið beztu kveðjum mín- um til Miss Matildu og Peggy. — Ég skal segja þeim það. Verið þér sælir. — Jæja, Peggy, sagði Green, — heyrðirðu þetta? Það var Grúnewald. Peggy sagði ákveðin: — Ég trúi því ekki enn. Green fórnaði höndum til himins. — Jæja, eigum við ekki að gleyma þessu? Það endar með því að þú kemur hlaupandi niður stigann um miðja nótt og lýsir því yfir að Soames liggi í rúm- inu þínu. Peggy dæsti, kreppti hnefana og leit upp í loftið. Hún sneri sér snöggt við og strunsaði burt. Green sagði við Matildu frænku: — Ég get ekki ímyndað mér, hvað er að stúlkunni. Ég þekki hana varla síðustu dagana. Jæja, Grúnewald hlýtur að vera að fara líka. Mér fannst hann hringja frá flugvellinum. Ég heyrði rödd í fjarska segja eitt- hvað um farþega með einhverri flugvél frá Madrid. - En hann hlyti að hafa sagt okkur frá því. Hann hlýtur að vera að fylgja einhverjum. — Getur verið. Matilda frænka gekk að glugg- anum og horfði í áttina að Villa Marguerite. — Ó, ég vildi að Mr. Pimm hefði ekki farið til Parísar, sagði hún. —• Þetta er eitthvað svo ömurlegt núna. Annað bréfið frá Annabelle kom síðar um daginn. f því stóð, að hún og Julian hefðu farið frá Ventimiglia og ekið yfir Alpana til Zúrich. Það var ekki víst, að þau yrðu þar lengi, svo að Mat- ilda frænka átti ekki að skrifa þangað til þau væru búin að koma sér einhvers staðar fyrir, ef til vill í næstu viku. Zúrich væri dásamleg borg. Hún hefði aldrei verið svona yndislega ham- ingjusöm áður. Beztu kveðjur til allra, Annabelle. Þegar Green kom inn sagði Framhald á bls. 55. VIKAN 22. tbl. — Yl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.