Vikan - 28.05.1964, Síða 33
Allir menn, nema meðalháir,
meðalþreknir menn um þrítugt.
Hringurinn þrengist enn meira
þegar þú hefur komizt að því, á
hvaða hóteli hann hefur búið“.
„Já, já. Þetta er venjuleg lög-
reglurannsókn", sagði Kyler.
„Þetta er bara venjuleg skyn-
semi, það er það sem það er“,
sagði Kanzler. „Það versta við
venjulega heiibrigða skynsemi er
það, hve óvenjuleg hún er. Ef þið
hlustuðuð á mig bæði í stað þess
að taka fram í fyrir mér, er
hugsanlegt að við kæmumst að
einhverri niðurstöðu".
„Nú, hvað er þetta", sagði
Leora.
„Ég gæti líklega náð þessum
náunga, ef hann er enn í borg-
inni“, sagði Kanzler.
„Kannske ég ætti að láta borg-
arstjórann taka þig í lögregluna,
Len?“
„Það er óþarfi fyrir þig að
vera með háðsglósur, Tom. Ég
hitti fjölda fólks í minni starfs-
grein, kannske jafnmarga og þú,
og ég verð að þekkja mannlegt
eðli. Þú veizt, fólk kemur inn í
búðina og réttir mér lyfseðilinn
allan samanbrotinn. Ég lít á hann
og segi því svo að koma aftur
eftir hálftíma. En þessi mann-
eskja er samt búin að segja mér
mikið um sjálfa sig og ef ég segði
nokkurri lifandi sálu frá þessu,
gæti svo farið að allri fjölskyldu
hans væri steypt í glötun — eng-
inn veit neitt um þetta, ekki vin-
ir hans, ekki yfirmaður hans og
oft jafnvel ekki konan hans.
Sumt af þessu er þekkt fólk hér
í borginni, get ég sagt þér. í
kvöld, þegar þessi náungi réðist
á mig, þá hélt ég um stund að
ég vissi hver hann væri, ég spurði
hann hvort hann væri viss mað-
ur og nefndi upphafsstafina í
nafninu hans. Það var nafnið á
ungum manni, vissum ungum
manni, sem kemur stundum inn
með lyfseðil. Það kostar offjár
í hvert skipti, það sem hann fær
fyrir hann. Ég hélt að það væri
hann, sem sæti fyrir mér. En
þegar ég fór að tala við ræningj-
ann, sá ég að þetta var ekki þessi
maður, og ég var feginn, því að
sá maður hefur nóg að slást við,
þó að ekki bætist við að hann
fari að ræna fólk vopnaður".
„Hvern varstu með í huga?“
sagði Kyler.
„Það var ekki hann, svo ég
ætla ekki að segja þér það“.
„Hvernig geturðu verið viss
um, að það hafi ekki verið hann?
Hann var með klút um andlitið“,
sagði Kyler.
„Þú getur haldið áfram að
spyrja mig, þangað til þú ert orð-
inn helblár í framan, og ég mun
ekki segja þér það. Það var ekki
hann. Þú ættir heldur, Tom Kyl-
er, að einbeita þér að hótelunum
og öðrum dvalarstöðum. Þessi
náungi, sem réðist á mig, hann
lætur sér ekki nægja neina tvö
hundruð áttatíu og sex dollara
Nfttfrt Kodak
ENNÞÁ AUÐVELDARI MYNDATAKA
KODAK INSTAMATIC VÉLIN
er alveg sjálfvirk — filman kemur í ljósþéttu
KODAK-hylki, sem sett er í vélina á augnabliki,
engin þræðing, og vélin er tilbúin til myndatöku.
Það eru til 4 mismunandi filmur í KODAK-
hylkjum: VERICHROME PAN fyrir svart/hvítt,
KODACHROME-X og EKTACHROME-X fyrir
lit-skuggamyndir og KODACOLOR-X fýrir lit-
myndir. — Myndastærðin er 9x9 cm.
KODAK INSTAMATIC100
með innbyggðum flashlampa. kr. 829,-
KODAK INSTAMATIC 50
kr. 496,—
i 20313
Bankastræti 4
og demantshringinn minn. Það
kæmi mér ekki á óvart þótt hann
væri einmitt núna á þessari
stundu að ræna einhvern annan.
Það hlýtur að vera. Hann er
búinn að ná í þessa 286 dollara
og hringinn frá mér, en nú er
hann kominn með lögregluna á
hælana.. Spurningin er aðeins,
hvar hann ber niður næst“.
Kyler leit á Leoru Kanzler.
„Hann hefur rétt fyrir sér“, sagði
hann.
„Heldurðu það?“ sagði Leora.
„Ég er viss um það. Hann er
búinn að reikna þetta allt út
og útkoman stemmir", sagði
Kyler. „Fyrr í kvöld var kært
til okkar rán framið af vopnuð-
um manni. Það var hjá Schlitz's,
þið vitið, nýlenduvörubúð úti á
West Market. Þeir hafa opið þar
seint á laugardagskvöldum".
„Paul Schlitz's, ég ætti að
þekkja þá. Ég sem átti heima á
West Market 1884“, sagði Leora.
„Voru þeir rændir líka?“
„Tæpri klukkustund á undan
Len. Paul og konan hans lokuðu
stuttu fyrir klukkan tíu. Þau
höfðu dregið gluggatjöldin fyrir.
Þá var barið að dyrum. Þau hefðu
ekki opnað framdyrnar, en fast-
ir viðskiptavinir vissu um hliðar-
dyrnar. Paul fór því til dyra og
þar stóð náungi með vasaklút
um andlitið. Skammbyssu í hend-
inni. Ýtti Paul til hliðar, gekk
„Já. Okkur var ekki tilkynnt
þetta fyrr en að verða tíu.
Schlitz varð að fara í næsta hús
til að hringja til læknisins. Ég
held að hún hafi fengið einhvers-
konar hjartakast, svo að það
dróst að láta okkur vita“.
„Var það sami maður, sem sat
fyrir mér?“
„Það bendir allt til þess“.
„Það var skrýtið að Jack
Riegler skyldi ekki nefna það
við mig“.
„Jæja, kannski hefur hann ekki
verið viss um að þetta væri sami
maðurinn, og það borgar sig ekki
að koma fólki í geðshræringu.
En ég geri ráð fyrir að þú hafir
rétt fyrir þér, Len. Fyrst rænir
náunginn Schlitz í vesturhluta
borgarinnar, svo fer hann til
VIKAN 22. tbl. — gg
beint að borðinu þar sem Paul
og konan hans voru nýbúin að
stafla peningunum, sem þau voru
að telja. Næstum fjögur hundruð
dollarar. Laugardagur er sá dag-
ur, sem flestir viðskiptavinir
þeirra gera upp við þau, svo það
getur verið að það hafi verið
meira. Þau þurfa að fara í gegn-
um reikningana til að vera viss“.
„Voru þau meidd?“ spurði
Leora.
„Það leið yfir hana, en hvorugt
þeirra særðist. Ræninginn setti
alla peningana í bréfpoka, tók
svo kjötexi og hjó sundur síma-
vírana. Það var þá sem leið yfir
hana, þegar hún sá hann taka
öxina“.
„Sama hefði komið fyrir mig“,
sagði Leora.