Vikan - 28.05.1964, Side 34
JcwmwÆiffCþ
Nýtízku straujárn ar létt - sem allra léttast - því að |>að er hitínn - réttur
Hiti — en ekki þyngdin, sem straujar.
FLAMINGO straujérnið er fislétt — aðeins 800 grömm — hitnar og kólnar
fljótt og hefur hérnékvwman hitastilli, ésamt hitamsali, sem alltaf sýnir hita-
stigið. Stilling fyrir "straufrí" efni. Truflar hvorki útvarp né sjónvarp. Inn-
byggt hitaöryggi.
Lögun og léttleiki FLAMINGO gerír |>að leik einn að strauja blúndur,
leggingar, kringum tölur og annað, sem hingað til hefur þótt erfitt.
FLAMINGO straujérn eru falleg — hreint augnayndi — og fést krómuð, blé,
gul og rauðbleik. Einnig fyrir vinstri hönd.
FLAMINGO úðarinn úðar tauið svo
fínt og jafnt, að hmgt er að strauja það
jafnóðum. Sem sé: gamaldags steink-
un og vatnsblettir eru úr sögunni.
Úðaranum fylgir hanki fyrir glas
og úðabyssu. Litír: svartur, blér,
gulur, rauðbleikur.
FLAMINGO snúruhaldari heldur
straujérnssnúrunni é lofti, svo að
hún flækist ekki fyrir.
FLAMINGO gjafakassi: straujém
og úðari.
FLAMINGO straujém, úðari og snúruhaldari eru hvert í sínu lagi — og ekki
síður saman— kjörgripir, sem vekja spuminguna: Hvemig gat ég verið én
þeirra?
FLAMINGO: fyrir yðurl — FLAMINGO: falleg gjöfl
ÁBYRGÐ -
Varahlut'a- og
viðgerðaþjónusta
SÍMI 12606 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVIK
RÖNTUN
Sendið undirrit. í póstkröfu:
.... stk. FI.AMINGO straujárni......litur:
.... stk. FLAMINGO úðara.............litur:
.... stk. FLAMINGO snúruhaldara
.... stk. FLAMINGO gjafakassa.......litur:
Nafn ......................................
Heimili ...................................
kr. 498,00
kr. 256,00
kr. 82,00
kr. 754,00
North Second á fimm eða tíu
mínútum. Þá er hann búinn að
fá um sjö hundruð dollara, allt
í smámynt. Hann gerir sig ekki
ánægðan með minna en þúsund“.
„Það var einmitt þannig, sem
ég setti dæmið upp. Smámynt.
Nú, hvar mundirðu leita að smá-
mynt annars staðar á laugardags-
kvöldum?" sagði Kanzler.
„A börunum. Þar á hann bara
á hættu, að mæta mótspyrnu. Þar
eru menn drukknir og þykjast
færir í flestan sjó. Þar er of
margt um manninn. Þessi náungi
er of klár til þess“.
„Já, öllum búðum er búið að
loka núna“, sagði Kanzler.
„Það er nú það, ekkert opið
eftir ellefu nema barirnir. Ekk-
ert, þar sem peninga er að hafa“.
Síminn hringdi. „Það er sjálf-
sagt til þín“, sagði Kanzler. „Jack
Riegler“.
„Allt í lagi, ég skal svara“,
sagði Kyler. Hann gekk að sím-
anum og Kanzlerhjónin stóðu í
ganginum til að hlusta. „Hjá
Kanzler“, sagði Kyler. „Já, Jack,
þetta er ég. Ó, já. Já. Já. Drott-
inn minn! Nú gengur fyrst fram
af mér. Ég hefði ekki trúað hon-
um til þess. Hvað viltu að við
gerum? Við Norm? Nei, það er
allt í lagi með þau. Jú, kannski
dálítið æst, við höfum verið að
tala saman. Já, ég held hann
langi til að ganga í lögregluna.
Ha ha ha. Allt í lagi, Jack. Við
verðum komnir eftir stutta
stund“.
Hann lagði tólið á og sneri sér
að hjónunum. „Þeir hafa náð
honum. Náð náunganum“.
„Tekið hann fastan?" spurði
Kanzler.
„Nei, herra minn. Charley
Paxton, Charley gamli skaut
hann svo hann steinlá. Fjögur
skot. Ég hefði ekki trúað því að
Charley karlinn gæti hitt svona
vel, en ég hef haft rangt fyrir
mér“.
„Hvað kom fyrir? Hvar?“
spurði Leora.
„Jú, þið munið að við vorum
að reyna að geta okkur til, hvar
hann mundi bera niður næst,
hvar hann næði í peninga svona
seint að kvöldi?“
„Já, já“, sagði Kanzler.
„Við gleymdum Armory. Þeir
eru með þessi böll á laugardags-
kvöldum".
„Hvaða böll?“ spurði Leora.
„Stór böll á hverju laugardags-
kvöldi. Sjötíu og fimm aðgang-
urinn fyrir herra, aðeins hálfur
dollar fyrir dömur. Það er allt-
af fullt hús hjá þeim“.
„Ó, svona almennir dansleikir.
Já, ég hef séð þá auglýsta".
„Ræninginn hefur líka tekið
eftir auglýsingunni, geri ég ráð
fyrir. Að minnsta kosti leggur
hann leið sína að Amory. Ted
Haggerty, en hann sér um böll-
in, hann var þarna í klefanum,
sem aðgöngumiðarnir eru seldir.
Glugginn í lúgunni var opinn og
hann var að telja peningana til
að borga hljómsveitinni. Þá er
barið að dyrum og ég býst við
að hann hafi haldið að það væri
einn hljómsveitarmaðurinn. Hann
hleypti honum því inn, en það
var þá náunginn með byssuna.
En þarna gekk hann einum of
langt. Það fer venjulega þannig
fyrir þeim. Hann skipaði Hagg-
erty að setja peningana í skjala-
töskuna, og það voru síðustu orð-
in hans. Eitt, tvö, þrjú, fjögur.
Charley gamli Paxton sat þarna
í klefanum, sjálfsagt hálfsofandi.
Hann greip til byssunnar og
skaut fjórum skotum og hvert
einasta þeirra hitti beint í mark.
Charley gamli Paxton, um það
bil að fara á eftirlaun! Honum
er ekki alls varnað! Dró bara
byssuna upp í rólegheitum, einn,
tveir, þrír, fjórir. Náunginn var
steindauður áður en hann féll á
gólfið. Þrjú í skrokkinn og eitt
í höfuðið".
„Maður skyldi ætla, að maður-
inn hafi vitað að Paxton væri
þarna“, sagði Kanzler. „Ég hefði
nú fullvissað mig um það“.
»Ég er undrandi á því líka.
Nema hann hafi haldið, að
Charley gamli væri ekki lög-
reglumaður. Ég er stoltur af hon-
um“.
„Fyrir að drepa mann? Tom
Kyler!“ sagði Leora. „Ég skamm-
ast mín fyrir þig“.
„Þetta var skylda hans. Þér
hefði ekki líkað það, ef þessi
sami maður hefði drepið Len.
Jæja, ég verð að fara að koma
mér af stað“.
„Ég verð að segja það, að í
mínum augum var þessi fífL
djarfi náungi bæði snarráður og
hugvitssamur. Þarna kynnir
hann sér alla mína daglegu siði
og sama gerði hann hjá Schlitz.
Sama sagan hjá Amory. Allt
hafði hann reiknað út í minnstu
smáatriðum, meira að segja
Charley Paxton. Ég held ekki að
þú hafir rétt fyrir þér, þegar þú
segir að hann hafi ekki vitað að
Charley væri lögregluþjónn. Ég
er viss um að honum var það
ljóst. En hann hefur sjálfsagt séð
Charley þarna, hálfsofandi eða
hálffullan. Allir vissu að Charley
drakk sig fullan, Tom. Þú þarft
ekki að reyna að breiða yfir það.
Charley var að komast á eftir-
laun og hann hafði verið að
halda upp á það allan veturinn.
Var Charley einkennisklæddur?"
„Nei“, sagði Kyler.
„Nei. Það var vegna þess, 3ð
fyrir tveimur mánuðum var hon-
um svo að segja sagt upp úr lög-
reglunni, látið heita að hann
fengi eins konar frí. Er það ekki
rétt, Tom?“
„Jú, það er víst rétt, þeir ráku
hann ekki, því að hann átti svo
stutt eftir í þjónustunni. Þeir
tóku hann af reglulegum vöktum
og höfðu hann í ígripum. Eins og
í kvöld, þá var hann á sérvakt.
Laugardagskvöldin eru anna-
Til: FÖNIX s.f., Suðurgötu 10, Reykjavík.