Vikan


Vikan - 28.05.1964, Síða 36

Vikan - 28.05.1964, Síða 36
Norðurlandaferð 15.—30. júlí Bergen - Sognfjörður - Osló - Örebro - Gautaskurðurinn - Stokkhólmur - Gautaborg - Kaupmannahöfn - Glasgow - Hópferð með íslenzkum far- arstjóra um fegurstu héruð Norðurlanda. Viðkoma í Glasgow á heim- leið. FERÐASKRIFSTOFAN Hverfisgötu 12 Reykjavík Símar 17600 og 17560 Skipagötu 13 Akureyri Sími 2950 * II 'loljpftair0 Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz — 20. aprrl): Þú ert ekki sérlega léttur í skapi um þessar mundir vegna óhagstæSrar útkomu við uppgjör íjármála þinna. Þú skalt leita til kunningja þíns þótt þér sé það mótfallið, hann mun áreiðanlega ekki bregðast þér. Þú skalt taka þátt í félagslífinu. NautsmerkiS (21. apríl — 21. maí): Þú missir góðan spón úr aski þínum, að öllum líkindum fyrir vanstillingu á skapsmunum þínum og þráa. Þú ættir ef til vill að biðja viðkomandi afsökunar .Viðskipti eru þér ekki hagstæð en ýmis- legt sem lýtur að framkvæmdum. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Láttu ekki of marga komast á snoðir um fyrir- K ▼ JB ætlanir þínar. Þú færð óvænt hrós frá vinnuveit- '•iWilí anda þínum vegna verks, sem aðallega er sprottið af heppni þinni. Þú verður fyrir smá vonbrigðum í sambandi við fjölskyldu þína. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú verður þátttakandi í fjölmennum hátíðahöldum og skemmtun. Þú færð gnægð verkefna heima fyr- ir, sem gleðja þig og þína. Sýndu ákveðnum manni meiri tillitsemi en endranær. Þú þekkir ekki hug hans vegna þess hve dulur hann er. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): ©Skemmtilegar fregnir berast þér af ættfólki þínu, sem munu hafa heillaríkar afleiðingar fyrir þig. Þú skalt stuðla að þroska listamannshæfileika þinna. Minnstu þess að hlutirnir verða alltaf ánægjuelgri ef þú leyfir öðrum að njóta þeirra með þér. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. scptember): ©Því miður hefurðu komið fram við nána ættingja þína af mikilli óháttvísi. Þú verður að taka sjálfum þér tak og athuga gaumgæfilega hvar þú ert stadd- ur. Þú umgengst of mikið fólk, sem kemur fram við þig af óhreinskilni. Vogarmerkið (24. septembcr — 23. október): Maka þínum eða mjög nákominni persónu hefur hlotnast öfundsverð aðstaða, það lcemur I þinn hlut að styðja hann með ráðum og dáð. Samstarfsmað- ur þinn býður þér til einhvers gleðskapar, sem þú skalt óhikað þiggja. Drekamerkið (24. októbcr — 22. nóvembcr): Þú verður virkur þátttakandi í mjög skemmtilegri ferð, sem farin verður núna um helgina. Þú skalt vinna ötullega við að koma draumum þínum í framkvæmd, þú veizt að það er undir þér sjálfum komið hversu fljótt það vertiur. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. dcsember): ©Þú hlakkar mjög mikið til ferðar, sem þú átt í vændum, ekki er ólíklegt að þú verðir að taka á þig nýtt gervi í því sambandi. Kunningi þinn hjálp- ar þér mikið við framkvæmd langdregins verk- efnis. Þú ættir að létta þér upp um helgina. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú átt í vændum breytingar á högum þínum, lík- Kirj legast er, að til að byrja með verða þær ekki til bóta. Kunningi þinn bregzt þér er þú leitar að- stoðar hans. Þú átt óvenjulegt samtal við gamlan skólabróður þinn. Vatnsbcramcrkið (21. janúar — 19. febrúar); Þú hefur mikið að gera og mörg verkefni krefjast úrlausnar svo að segja samtímis. Vinur þinn er F J l (j^lítið dularfullur, en það á eftir að skýrast fyrir þér. Fjölskylda þín hleypur undir bagga með þér. Reyndu að gefa þér einhverja frístund. OFiskamerkið (20. janúar — 20. marz): Þú þarft að leiðbeina eldri persónu við verkefni, sem þú hefur mikinn áhuga á. Þú átt margar ánægjustundir úti undir beru lofti. Þér er nauð- synlegt að hafa betra samband við félaga þína, þú hefur vanrækt þá mikið í seinni tíð. 36 — ™AN 22-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.