Vikan


Vikan - 28.05.1964, Page 47

Vikan - 28.05.1964, Page 47
„Til þess að dekkja tyggigúmmíið, svo að ljósið kæmist ekki inn um gatið. Svo hélt hann áfram að klifra upp eftir skriðjöklinum . . —• Eftir að hann náði þér upp? „Já. Hann skildi mig eftir hjá félög- um okkar þarna á fjallsegginni, og hélt svo áfram að klifra. Til þess höfð- um við upphaflega lagt svona mikið á okkur, að ná í myndir þar uppi“. — Var þar eitthvað sérstakt að sjá? „Við ætluðum að taka myndir af stað þar uppi, þar sem tveir menn höfðu hrapað nokkrum dögum áður. Við mættum þeim leiðangri á leiðinni. Við vorum þá að leggja af stað upp fjallið, en þeir að koma niður, með tvo félaga sína látna. Það voru Frakk- ar. Frægir fjallagarpar. Fjallið heitir DEMAVEND og er 5760 metra hátt, og geysilega erfitt að klifra þar upp“. — í Persíu . . . ? Já. Nú jæja, hann fór þarna upp og tók myndirnar, en síðan var lagt af stað aftur niður með mig, og sú ferð tók marga daga. Þegar við komum svo aftur nið- ur í byggð, fréttum við að mynd hefði birzt af okkur á forsíðum flestra dag- blaðanna þar, og auðvitað þekktist ég á myndinni, og nú átti að sitja um mig og drepa mig . . .“ — Vegna hvers? „Síðan það komst upp að ég hafði smyglað mér í trúarathöfnina forðum. Þar hafði einhver séð mig, og þekkti mig aftur á myndinni í blaðinu . . Ég bið lesendur annars afsökunar, því ég hefi aldeilis gleymt mér við að segja frá þessu spennandi viðtali, sem ég átti við hr. Folkersen vestur á Hótel Sögu núna um daginn. Ég hefi sýnilega byrjað í miðri sögu, og nú vantar alveg upphafið. En ég lofa því að hafa það stutt, svo við getum haldið áfram með söguna. Upphafið — hvað mér viðvíkur — er þannig, að ég frétti að mikill ævin- týramaður væri kominn til landsins, í þeim erindagjörðum að taka kvik- mynd af þrem finnskum flugfreyjum, sem vinna hjá Loftleiðum. Þessi mað- ur, var mér sagt, hafði ratað í ótrú- legustu ævintýri, farið ýmsar ferðir með Jörgen Bitsch hinum danska, um allan heim og gæti vafalaust sagt mér eitthvað birtingarhæft. Og svo fór ég til fundar við herra Folkersen. Hann er grannur maður, vel á sig kominn, svarthærður, með snyrtilegt alskegg, eins og margir ævintýramenn skreyta sig með. Ég komst að því að hann er 29 ára gamall, en í fyrstu ævintýraferð sína fór hann 17 ára, og 18 ára var hann, þegar sagan gerðist, sem hann sagði mér sérstaklega frá, og sem ég byrjaði á áðan. Þeir voru tveir bræður saman í þessari ferð — og raunar ávallt þar' til bróðir hans dó í bílslysi fyrir tveim árum síðan. Sá var tveim árum eldri. Þeir skiptu þannig með sér verkum, að yngri bróðirinn tók myndir, en sá eldri skrifaði ferðasöguna, og svo seldu þeir allt saman hæstbjóðanda. Nú verð- ur hann að gera hvorutveggja að taka myndir og skrifa. Foreldrar þeirra eru bæði lifandi, en faðirinn er með sama marki brennd- ur, — að vera á sífelldum ferðalögum og í ævintýraleit, og m.a. fór hann nokkrar ferðir með Peter Freuchen um Grænland. Drengirnir óíust því upp við þetta ævintýralíf, og þarf því engan að undra þótt þeir hafi fetað í fótspor föður síns. Þeir lögðu af stað frá Finnlandi, þar sem þeir bjuggu, og voru þrír saman. Sá þriðji var vélvirki, og þótti nauð- synlegur til þess að reyna að halda farartækjunum gangandi, en það voru tveir bílar af VARTBURG gerð frá Austur-Þýzkalandi og eitt mótorhjól. Síðan óku þeir á bílunum tveim suð- ur alla Evrópu, og höfðu mótorhjólið bundið ofan á öðrum bílnum, en þegar þeir komu suður fyrir Tyrkland, urðu þeir að taka hjólið í notkun, og þá ók vélvirkinn því á undan og vísaði bíl- unum leiðina. Þeir voru einhversstað- ar í Teheran, háttuppi í fjöllum, þegar mótorhjólið fór algerlega úr umferð. Það vildi þannig til, að vélvirkinn ók á undan eins og venjulega, og fór greitt eftir mjóum og holóttum vegin- um, sem lá í eintómum beygjum með- fram fjallinu. Eitt sinn sem oftar hvarf hann þeim alveg sjónum fyrir hæð, og þegar þeir komu fyrir hæðina, sáu þeir vélvirkj- ann hangandi í tré, sem slútti framyfir veginn, en hjólið var hvergi að sjá. Þeir stönzuðu auðvitað umsvifalaust og fóru að bjarga vélvirkjanum úr trénu, enda var það ekki seinna vænna, því að þarna — tveim metrum framar — endaði vegurinn með öllu, því að þar hafði hann klofnað í sundur og hyldýpisgjá var framundan. Vélvirk- inn hafði tekið eftir þessu á síðustu stundu og hent sér af hjólinu upp í tréð, en hjólið hélt áfram og steyptist ofan í gjána, og sást aldrei síðan. Nú voru góð ráð dýr, því ekki komust þeir neinstaðar framhjá gjánni, og áfram urðu þeir að komast. Þeir gerðu sér þess vegna lítið fyrir, tjölduðu þarna á staðnum, og fóru að byggja brú yfir gjána. Þegar þarna var komið sögu, var ég orðinn örlítið . . . eins og . . . aggalítið • . . svona eiginlega . . . vantrúaður. Þess vegna spurði ég Folkersen dálítið nán- ar út í þessa brúarbyggingu. „Jú, það var ekki sem verst, að byggja brúna, því gjáin var mjó, líklega svona þriggja metra breið, svo við felldum bara tvö sæmilega stór tré, hjuggum af þeim allar greinarnar, og lögðum stofnana svo yfir gjána, og höfðum millibilið milli þeirra nákvæm- lega það mikið, að hjólin á bílunum gátu runnið-eftir þeim“. — Og var ekkert á milli stofnana á þessari brú ykkar, eða hvað? „Jú, við festum þá auðvitað sam- an með greinum og slíku, til að halda þeim í skorðum, en það var svo veik- byggt að þar var ekki hægt að ganga. Við treystum trjástofnunum heldur ekki til að halda bíiunum uppi, svo við rifum þá alla í sundur þarna á gjár- barminum, — tókum vélarnar úr þeim, gírkassana og auðvitað allan farangur, og héldum á því yfir. Svo ýttum við bílunum yfir gjána, og létum þá rúlla á trjánum. Það gekk allt saman ágæt- lega, og við settum þá svo saman hinum megin“. — Þetta hefur tekið töluverðan tíma, er það ekki? „Það tók okkur vikutíma að komast af stað aftur“. — Ekki þó nema viku . . . ? „Nei. Það er ekki svo ýkja mikið verk að taka vélina úr Vartburg. Það er svona tveggja klukkutíma verk, þeg- ar maður kann það. Nú-jæja, þegar við komum svo nið- ur úr fjöllunum, tóku við ferlegar eyði- merkur og óskaplegur hiti. Flestir gera sér í hugarlund að eyðimerkur séu bara endalausar sandsléttur, svo langt sem augað eygir. En það er nú aldeilis meira en sléttur sandur. Það eru björg og grjót, holt og hæðir, næstum heil sand- og grjótfjöll inn á milli, svo mað- ur veit aldrei hvað næst tekur við. Þarna bilaði annar bíllinn, svo við urðum að skilja hann eftir. Hann þoldi ekki hitann, og bræddi úr sér. Vélamað- urinn var samt ekki af baki dottinn, og áður en hann skildi við bílinn, not- aði hann tækifærið og fékk sér fyrir- taks gufubað á finnska vísu. Hann reisti tjald á sandinum og stakk framendanum á bílnum inn í tjaldið og lét hann ganga þannig. Eftir stutta stund fór að bullsjóða á vatnskassan- um, og tjaldið fylltist af gufu . . . Svo settum við allan nauðsynleg- an farangur á hinn bílinn og héldum áfram“. — Var ekki erfitt að aka í sandin- um, með svona hlaðinn bíl? „Jú, það var aldeilis ægilegur akst- ur. Eina ráðið til að komast áfram, var að aka á um 80 km hraða, því ann- ars sökk bíllinn niður í sandinn, og við urðum fastir. Þú getur imyndað þér hvernig það hefur verið að aka með þessum hraða yfir stokka og steina, og vita aldrei hvað framundan var. Það kom auðvitað oft fyrir að við urðum að hægja á okkur, og þá vor- um við samstundis fastir. Eina ráðið til að koma sér á strik aftur, var að búa til nokkurskonar rennibraut fram- undan, til að ná upp hraðanum. Það gerðum við þannig, að við bund- um saman tjaldstriga, svefnpoka, jafn- vel fatnað og allt, sem okkur datt í hug, og lögðum nokkurskonar veg með því framundan. Þetta var allt bundið sam- an, og úr því lá svo band í sjálfan bíl- inn. Svo lögðum við af stað og reynd- um að ná eins mikilli férð og hægt var á rennibrautinni. Svo þutum við áfram og drógum á eftir okkur allt draslið, sem blaktaði og sentist til og frá fyrir aftan bílinn. Þannig héldum við svo áfram án þess að hægja á okk- ur, þar. til við urðum fastir aftur, — þá urðum við að endurtaka sama leik- inn. Stundum urðum við að gera margar tilraunir til að ná nægum hraða á rennibrautinni, en einhvernveginn tókst þetta samt allt saman“. — Var þetta stór eyðimörk? „Já, hún er geysivíðlend. Þetta hljómar kannske dálítið ótrúlega í eyr- um þínum, en þessi saga, sem ég segi þér núna á nokkrum mínútum, gerðist raunverulega á nokkrum mánuðum, — Framhald á bls. 49. VIKAN 22. tbi. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.