Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 28.05.1964, Qupperneq 49

Vikan - 28.05.1964, Qupperneq 49
f FULLRI ALVÖRU Framhald af bls. 2. ekki þó að hér hafi samdar ver- iö sígildar bókmenntir á þeim tíma, sem samskonar höfundar heftSu veriö brenndir á báli í Þýzkalandi ásamt verkum sín- um; að við státum af meira en þúsund ára gömlu þingi og svo viðkvæmri menningu, að það er óvíst livort liún heldur sínum rétta kúrs, verði lands- fólkinu gefinn kostur á að sjá einhverjar tætlur af amerisku sjónvarpi. Allt þetta virðist sem sagt harla lítils virði. Ég hef sjálf- ur reynt hvaða undirtektir það fær, þegar útlendingar eru upp- fræddir um það, að á íslandi séu byggð vandaðri og hlýrri hús en víðast hvar annarsstaðar i heiminum. Að þrátt fyrir rusl og braggahverfi í liöfuðborginni sé þar lífsstandard á móta við það sem bezt gerist, að minnsta kosti í Evrópu. Þess háttar upplýsingar mega sín lítils á inóti ýmsu öðru, ekki sízt fjárreiðum þjóðarinnar og áliti á gjaldmiðlinum. Þegar allt kemur til alls, byggist álit og andlit þjóðarinnar fullt eins mikið á þeim sökum eins og þeirri staðreynd, sem forn menn- ing okkar er. Ég lief oft orðið fyrir því, að afgreiðslufólk liefur tekið við islenzkum ferðatékkum af mikilli tortryggni og þeir hafa ekki fengizt útleystir fyrr en eftir langt þóf, þó ferðatékkar hvaðanæva annarsstaðar séu við- líka sjálfsagður gjaldmiðill og peningaseðlar. Það kemur fyrir íitið að segja þessu fólki, sem fussar þegar það sér nafn íslands á einni lítilli ferðaávisun, að hér sé menning mikil og forn, sex manns á hvern bil og meira talað i sima en viðast hvar ann- arsstaðar. GS. GIFTING EFTIR GATA- SPJÖLDUM Framhald af bls. 15. vinnu við tæknifræðing um vís- indalega lausn þessa vandamáls, fer ekki hjá því að árangurinn verður góður. Á þennan máta má þagga niður í svartsýnismönnum um hjónabönd, — og skilnaðar- lögfræðingar hafa ekkert að gera. Það hefur þegar komið í ljós, jafnvel þótt makaval með gata- spjaldakerfinu sé á byrjunarstigi, að það á fullan rétt á sér. Spurn- ingunum, sem umsækjendur eiga að svara, er skipt niður í 9 flokka. Það er t.d. spurt í sambandi við bústað, hvort viðkomandi vilji heldur búa í borg eða sveit, — eða hvorutveggja. Vegna þessar- ar spurningar koma fram sjö mis- munandi möguleikar, og raf- magnsheilinn finnur af fullu ör- yggi einhverja aðra persónu, sem hefur sama álit á hlutunum. Á svipaðan hátt er unnið úr spum- ingum varðandi trúmál, áhuga- mál, fjármál o.f-1. En spádómar eða stjörnufræði koma þama hvergi nærri — en auðvitað getur sálfræðingurinn komið með nokkrar spurningar í sambandi við það, og ef ein- hversstaðar finnst maki, sem einngi trúir á stjörnuspádóma, þá finnur rafmagnsheilinn hann. Vafalaust eru þeir margir, sem finnst að 7.500 krónur sé spott- prís fyrir framtíðarhamingju í hjónabandi, — og aðrir, sem held- ur kjósa gömlu aðferðina. Hún hefur líka gefist mörgum vel, jafnvel þótt hún sé stundum töluvert dýrari en þessar 7.500 krónur, sem það kostar að láta renna sér í gegnum gataspjalda- vélina. ★ 200 METRA FALL Framhald af bls. 47. og það getur margt komið fyrir hjá ungum og fjörugum strákum á þeim tíma. Jæja, við vorum komnir ná- lægt landamærum Persíu, þegar regntíminn byrjaði, og við lent- um í ofsalegum flóðum. Það hagar þannig til, að þarna er geysilegur þurrkur og hiti mestan hluta ársins, og jarðveg- urinn er svo þéttur og harður, að vatnið sígur ekki niður. Þetta er í fjalllendi, hinum megin við eyðimörkina, sem ég var að segja þér frá. Svo kom allt í einu ofsaleg rigning, og vatnið fossaði niður í dalina og fyllti þá. Við vorum svo heppnir, að við komum þarna alveg í byrjun rigninganna, en samt var vatnið um fet á dýpt, og var sífellt að aukast. Það var því ekki um annað að gera en flýta sér áfram, áður en við drukknuðum þarna í dalnum, og létum því vaða yfir vatnselginn. Samt urðum við að stanza ann- að slagið, til að sinna bílnum, setja á hann bensín o.s.frv. Þá fengum við annað viðfangsefni, sem ekki var heldur glæsilegt. Það er geysimikið af eiturslöng- um þarna, litlum djöfuls-snák- um, sem eru stórhættulegir. Þeir voru að drukkna í flóðinu, og skriðu upp á hvað sem þeir náðu í, og um leið og við stöðvuðum bílinn, var ótölulegur grúi farinn að skríða upp eftir honum. Ein- asta ráðið var að hafa einn okkar uppi á þaki bílsins, með blys rennvætt í bensíni, og sópa snák- unum niður af bílnum með því. „Nei, við gættum þess auðvit- að, því annars hefðum við ver- ið illa staddir þarna í miðjum dalnum innan um þessi kvikindi. Nú, við komumst áfram, samt Sumar tizkan 1964 Ullarkápur - terrelinekápur poplinkápur - nylonkápur apaskinnsjakkar - hattar hanskar og töskur. Ennfremur glaesilegt úrval af allskonar sumardrögtum Póstsendum Laugavegi 59 - slml 1 44 22

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.