Vikan - 28.05.1964, Page 51
sem áður, og áður en langt leið,
komum við til þorps, þar sem
voru um 4000 íbúar. Við þorð-
um ekkert að stanza þar vegna
flóðahættunnar, svo við héldum
áfram. Við fréttum það daginn
eftir, að óskapleg flóðalda hefði
skollið á þorpinu og sópað þar
öllu í burtu og drekkt öllum íbú-
unum.
Nokkru síðar komum við svo
til stærri borgar og ókum beint
inn í hana og stönzuðum ekki
fyrr en á aðaltorginu í bænum.
Þar ætluðum við að hvíla okkur
um stund.
En við vissum ekki fyrr til en
brjálaður múgur réðist að okkur
þarna í bílnum, með bareflum og
ópum. Við vissum ekki hver
ástæðan var, en fréttum síðar,
að ræningjar hefðu verið á ferð
þar í nágrenninu, og stolið mat-
vælum og öðru, sem bágstöddu
fólki var ætlað vegna flóðanna.
Múgurinn áleit okkur vera þessa
ræningja, og ætlaði að kála okk-
ur umsvifalaust.
Við höfðum læst öllum hurð-
um, svo þeir komust ekki inn í
bílinn, en þeir komust að vélinni,
opnuðu vélarhlífina og gerðu vél-
ina óstarfhæfa, svo við gátum
ekkert komizt áfram. Svo réðust
þeir að bílnum og ætluðu að
velta honum, og kveikja í.
Ég sá að við svo búið mátti
ekki standa, svo ég greip ein-
hverja járnstöng, sem ég fann
í bílnum, og réðist út. Svo sveifl-
aði ég járninu í kringum mig,
lamdi nokkra niður, en hinir
hörfuðu aðeins frá.
Þetta dugði í bili, en sýnilegt
hver endirinn mundi verða, því
ekki gat þetta gengið svona lengi.
Þá heyrði ég allt í einu upp-
hrópun á finnsku úr þvögunni.
Þar var þá kominn verkfræðing-
ur, sem starfaði þarna í bænum,
og var giftur finnskri konu. Hann
hafði séð áletrun á finnsku á
hliðum bílsins, og þóttist vita að
við værum engir ræningjar.
Við skiptumst á nokkrum orð-
um, og svo hljóp hann í burtu,
en ég hélt áfram að berja frá
mér með járninu. Eftir nokkra
stund komu tvær stórar bifreiðar
brunandi, og í þeim um tuttugu
alvopnaðir lögreg’ubjónar. sem
réðust þegar á múgirm og fæídu
hann í burtu, en bundu bílinn
okkar svo aftan í annan vöru-
bílinn og arógx: okkur tii gisti-
húcsins í bænum':.
— Og sannfærðist mv.p-rinn
um að þið væruð ekki ræningj-
arnir?
,,Það held ég. Að minnsta kosti
vorum við látnir afskiptalausir
úr því.
Þarna vorum við svo nokkuð
lengi í gistihúsinu, hvíldum okk-
ur, gerðum við bílinn og svoleiðis.
Fólkið, sem bjó þarna var
Múhammeðstrúar, eða játaði ein-
hverja grein þeirra trúarbragða.
Einn mánuður á ári hverju var
álitinn heilagur, og þá fóru fram
þrjár undraverðar breytingar
hafa orðið á LUX
$ NÝJAR aðlaðandi umbúðir
$ NÝTT glæsilegt lag
$ NÝR heillandi ilmur
Hin fagra kvikmyndadis Antonella Lualdi
vill ekkert nema Lux-handsápu. Ástæban
er sú, að hin mjúka og milda Lux-handsápa,
veitir hinu silkimjúka hörundi kvenna þá
fullkomnu snyrtingu, sem það á skilið.
Lux-handsápan, sapan sem 9 af hverjum 10
kvikmyndastjörnum nota, fæst nú í nýjum
umbúðum, með nýrri lögun og með nýjum ilm.
Veljib ybur hina nýju eftirsóttu Lux-handsápu.
í hvitum, gulutn, bleikum, bláum eba grcenum lit.
Verndið yndisþokka yðar íjieð LUX-handsápu
--------með Schick ryðfría rakblaðinu með langvarandi egginni
fengu þeir allir þann mýksta og þægilegasta rakstur, sem þeir
höfðu nokkru sinni upplifað.
Hvert blað gefur sömu þægindin dag eftir dag í 10 — 15 — 20
rakstra og jafnvel enn fleiri.
Við auglýsum sjaldan. Schick-blaðið gerir það sjálft, og þar af leið-
andi er verðið lágt. 3 blöð í pakka kr. 19,85. 5 blöð í hylki kr. 32,95.
PASSAR í ALLAR
RAKVÉLAR.
Heildverzlun Péturs Péturssonar, Suðurgötu 14, sirai 19062