Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 28.05.1964, Qupperneq 58

Vikan - 28.05.1964, Qupperneq 58
UNGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÓRKIN HAfclS NOA! l*a» cr alltat saml lelkurlnn f hdnnl Ynd- isfríð okkar. Hún hclur fallS örkina hans Nóa einhvcrs staðar í hlaðinu og heitir góðum verðlaunum handa þcim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stér kon- fektkassi, fullur af hczta konfektl, og framleiðandinn cr auðvltað Sælgætlsgerð- in Nói, Heimlll Örkln er & hls. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Guðbjörg Svava SigurSardóttir, vinninganna m4 vitJa á skrifstofu Bogahlið 20, Rvík. Vikunnar. 22. tbl. J Sumarkjólar nyjasta tízka. Fjölbreytt úrval af nýtízku blússum og peysurn L þingholtsstræti 3 slmi 11987 og svo vorum við frjáls ferða okkar. Þá var klukkan orðin eitt- hvað fimm að morgni. Spánski ofurstinn vildi að við yrðum eft- ir í Tangier í einn dag í viðbót, en Mr. Pimm féll næstum því í öngvit, þegar hann heyrði þessa uppástungu. Svo að við flýttum okkur að ná í fyrstu vél frá Tangier í morgun, og — ja, hér er ég. Matilda frænka var farin að hafa áhyggjur út af einhverju í fari Annabelle, sem var ekki fyllilega eins og það átti að vera. Hún sagði: — Og hvar eru hin- ir? -— Þeir eru sennilega í Villa Marguerite. Þeir náðu í leigubíl handa mér á flugvellinum. — Þetta er furðulegt, sagði Matilda frænka. — Alveg furðu- legt, frá upphafi til enda. Stuttu síðar sagði Malraux, að málinu væri ekki hér með lokið, það þyrfti að yfirheyra fleiri, ef til vill eftir svosem tvo daga, en nú ætlaði hann þó að fara. Hann óskaði Annabelle til ham- ingju með að vera orðin frjáls á ný. Hann kvaddi Monsieur og Madam, kallaði á menn sína, og stuttu síðar voru þeir farnir. Green fylgdi þeim til dyra, en þegar hann kom aftur sagði Mat- ilda frænka: — En kæra Anna- belle, hvað gekk eiginlega að Timothy Pimm, það get ég ekki skilið. Þegar þeir vissu, að þér hafði verið rænt, hvers vegna fóru þeir þá ekki beint til lög- reglunnar í stað þess að þjóta til Tangier á eftir þér sjálfir? Annabelle sagði: — Ég spurði einmitt um þetta sjálf. — Jæja, hvaða ástæðu höfðu þeir fyrir þessu? Annabelle hló vandræðalega. — Þetta hljómar einkennilega. En eftir því sem Mr. Pimm sagði, þá höfðu þeir farið til Tangier vegna þess að hann gat ekki um- borið að sjá eina af ungu stúlk- unum sínum lenda í krumlunum á einhverjum ómerkingum. Hann hefði ekki tekið þetta alltof nærri sér, ef Stem hefði verið einhver, sem hann gæti verið þekktur fyrir að láta sjá sig með, en hann gat ekki þolað að bara einhver og einhver rændi mér. Matilda frænka sagði: — Þetta er allt saman eitthvað gruggugt. —■ Það segirðu satt, Matilda, sagði Green. — Það ætti að loka þá alla saman inni, alla með tölu. — Þessi Timothy Pimm, sagði Matilda frænka. — Ég veit sann- arlega ekki hvað við eigum að gera. Og Julian og Henri, sem þykist vera Mechlenstein. Annabelle sagði: — Þar eru að minnsta kosti engin svik í tafli. — Það getur vel verið. En Annabelle mín, það er heldur kjánalegt að þurfa að votta þakk- læti sitt. En eftir að við höfum komist að hinu sanna um þá, hvernig lízt þér á þessa þrjá þorpara? Annabelle var niðurlút, og stuttu síðar andvarpaði Matilda og sagði: — Nú, ég veit heldur ekki hvað ég á að hugsa um þá. Ég er alveg rugluð. Annabelle sagði: — Ég líka. Hún stóð þegjandi stundar- korn. Síðan grúfði hún andlitið í höndum sér, brast í grát og hljóp út úr herberginu. 14. KAFLI Julian, Henri og Mr. Pimm sátu úti á svölunum daginn eftir. Danielle og Carlo hafði verið sleppt úr haldi, og sólin skein í heiði, en ekkert gat orðið til þess að lífga þennan drungalega hóp við. Loks sagði Mr. Pimm: — Kæru vinir, ég get ekki ímyndað mér hvað fólkið heldur um okkur í Villa Florentina. Þetta er hræði- legt, hræðilegt, Miriam Harrison, Mary-Joe, og Manderville, Pris- cilla Whipple, Margarete del Campo — annað eins hefur aldrei komið fyrir áður. Hvers vegna í ósköpunum þurfti þessi skepna Stem að segja Annabelle allt af létta um okkur? Hann er búinn að gjöreyðileggja öll þessi dá- samlegu áform okkar. Julian sagði: — Hvaða máli skiptir það. Peggy var hvort eð er búin að sjá Danielle og Carlo. Eddie sagði: — Það er ekki enn búið að segja mér, hvað þau voru að gera, þarna sem þau keyrðu saman eftir breiðgötunni. Julian sagði: — Þau fóru til Nice með strætisvagninum með eitthvað, sem hún hafði mallað ofan í hann. Og Carlo hélt að hann gæti skilið Denzel eftir svo sem klukkutíma, svo að hann keyrði Danielle aftur hingað. Svo einfalt er það nú. Þau störðu út í tómið. Þá sagði Julian: — Það er bara eitt, Mr. Pimm, hvert eigum við að fara héðan? — Kæri vinur, sagði Mr. Pimm, — við getum ekki verið hér áfram í Cannes, við verðum að hafa okkur á brott, það gefur auga leið. • Við gætum aldrei horft framan í Miss Matildu án þess að blikna. — Það er víst alveg rétt. Framhald í næsta blaði. TVÖ N Ý HEFTI Þriðja heftið af Nýjum danslagatextum var að koma út. í heftinu eru aðeins islenzkir textar við öll nýjustu lögin. Beatles — mynda- og danslagatexta- heftið er fyrir nokkru komið út í því eru 23 textar við Beatleslög og 23 myndir af þessari heimsfrægu hljóm- sveit. Sendið kr. 25,00 fyrir hvoru hefti og þið fáið það sent um hæl burðargjalds- frítt. NÝIR DANSLAGATEXTAR PÓSTHÓLF 1208 — BVÍK. gg — VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.