Vikan


Vikan - 17.09.1964, Page 6

Vikan - 17.09.1964, Page 6
Laugarvatn Síðan við birtum greinina um Laugarvatn fyrir nokkru, höfum við fengið f jölda bréfa frá lesend- um, sem öll eru á sömu leið — allir eru óánægðir með fram- kvæmdir á staðnum — allir eru samt hrifnir af staðnum og hafa trú á honum sem framtíðarstað til sumardvalar eða í nokkra daga. Allir hafa tillögur fram að færa til bóta, sumar hógværar, aðrar róttækar. Við höfum bent á ýmsa mögu- leika til að lagfæra staðinn og gera hann að eftirsóttum ferða- mannastað, en þær framkvæmd- ir er vafasamt að sjái nokkurn tíma dagsins ljós. Þar er samt ótalmargt hægt að gera til bóta, ef vilji og framkvæmdahugur eru fyrir hendi. Hér er eitt þeirra bréfa, sem við höfum fengið, og hógvært í fyllsta máta. Kannske að einhver þeirra hugmynda, sem þar koma fram, sjái dagsins Ijós á næsta áratug ... ? Laugarvatni, 8. ágúst ‘64. Kæra Vika! f fyrra held ég, kom út grein í þínu blaði, sem fjallaði um Laugarvatn. Ég hef greinina ekki hjá mér, en ég man vel eftir henni. Hún var skrifuð frá sjón- armiði bílamanns, sem kemur snöggvast hingað í nokkra klukkutíma, eða yfir helgina. En ég er einn af þeim, sem koma hingað með rútunni, dvelja hérna í viku og ganga um á sín- um eigin fótum. Ég hef þrisvar komið hingað á þennan hátt og hef því haft aðsötðu til að athuga margt viðvíkjandi þennan stað. Til að tala um fólkið fyrst. Það er margt fólk sem ekki kemur á sínum eigin bílum, margt af því er eldra fólk, sem vill hvíla sig, margt eru ung hjón með smá- börn. Ungt óbundið fólk kemur auðvitað líka, sérstaklega liggur það í tjöldum, en þetta fólk er miklu frjálsara ferða sinna og getur verið hér eins og annars staðar alveg eins og fólk sem á bíl. En mér liggja meira þessir tveir fyrrnefndu hópar af fólki á hjarta: Eldra fólk og barnafjöl- skyldur. Og þá mætti segja: þó að staðurinn sé yndislega falleg- ur þá þyrfti að gera meira til þess að hann yrði fullkominn bað- og hvíldarstður. Og þar er ýmislegt sem mætti stinga upp á. Fyrst þyrfti að leggja tvo vegi: Einn meðfram vatninu. Eins og það er núna, er bara hægt að standa á bakkanum, ekki meira. Ef maður ætlar sér að ganga lengra þarf að hoppa yfir skíta- læki, tríttla á fjölum, yfir sjóð- andi vatn og ef maður treystir sér ennþá lengra er lent í mýri. Svo er það hreint engin gleði að vera á vatnsbakkanum. Ég hugsa ekki um þessa flottu veitinga- sali, sem greinarhöfundurinn þinn talaði um, hvað þá um barinn, sem mætti sleppa al- gjörlega. Allt þetta kemur víst ekki til greina fyrr en íslend- ingar eru orðnir ein milljón, að minnsta kosti. En hreinlegur, gangfær vegur, væri það of mikils krafizt? Um bátabryggjuna heyrði ég mann segja, að þetta væri víst merkilegasta bryggja á íslandi, og er það rétt, — í slæmri merk- ingu. Þessi einkennilega skúra- ástríða íslendinga hefur líka fengið sína útrás hér. Ljótur skúr stendur beint fyrir framan nefið á fólki, sem kemur niður að vatn- inu, skúrinn hefur staðið þar í 35 ár eða lengur. Kannski eru þetta naust, en mætti ekki hafa þau svo lítið úr vegi 0g dálítið betur tilhaldin? En hvar á hinn vegurinn að liggja? Hann ætti að liggja á hálfri hæð meðfram fjallshlíðinni í gegnum skóginn. Eins og það er núna, verður maður að brjótast í gegnum hann eins og leiðang- ursmaður í frumskóginum. Hvorki er það betra fyrir skóg- inn né fyrir fólkið. Auðvitað þyrfti þá að leggja nokkrar smá- brýr yfir þessi gil sem eru í fjall- inu. Með báðum þessum vegum meina ég vegi fyrir fótgangandi fólk, svo að þeir þyrftu hvorki að vera breiðir né sterkir, en þó traustir, einkum þó í mýrinni. Þetta er nú það fyrsta, sem liggur á. Næst þyrfti að lagfæra og hreinsa skóginn, því mikið af kalvið og trékrypplingum eru í honum. Með þessu þrennu væri stigið stórt spor í rétta átt, þó að hægt væri að gera meira. Hvernig væri að hafa litla, hreinlega útisnudlaug? Því að vatnið sjálft er ekki gott til sund- iðkana. Botninn er ósléttur, slíi vaxinn og vatnið bæði kalt og grunnt. Hreinlegt er það heldur ekki. f sundhöllinni er vatnið gott, en loftið er orðið svo mygl- 6 VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.