Vikan


Vikan - 17.09.1964, Síða 11

Vikan - 17.09.1964, Síða 11
eftir móttökutækium og prentsíma- kössum. Þarna koma inn veður- skeyti beint fró Þýzkalandi, Norð- urlöndum, Ameríku o.s.frv. Innlend veðurskeyti koma að mestu um landsímann og gegnum hann inn ó prentsímana ó Veðurstofunni. — Þessar athuganir eru gerðar á ákveðnum stöðum, og eins eru ákveðin skip, sem senda veðurlýs- ingar. Allt er þetta síðan fært inn á kort, og þannig getum við séð, hvernig veðrinu hefur verið háttað á þessum ákveðnu stöðum á tiltekn- um tímum. Síðan förum við yfir kortin og áttum okkur á veðurlaginu, berum þau saman við kortin frá næstu athugun á undan og áttum okkur á breytingunum, sem orðið hafa, og getum þá um leið ráðið í, hvaða breytingar eru væntanleg- ar. Líttu til dæmis á þessa lægð hér — og Páll bendir á hring, sem hann hefur dregið úti í Atlantshafi, suð-vestur af íslandi, og þennan hring hefur hann merkt með L. Á kortið eru dregnir fleiri hringir, tveir aðrir merktir L, en tveir H. — Ef til dæmis loftþyngd færi lækkandi hér norðan við, benti það til, að lægðin væri á hreyfingu í átt til landsins, sem sennilega myndi þá hafa rigningu í för með sér. Nú hefur loftvog hins vegar verið til- tölulega kyrr í kring um þessa lægð, og af því dreg ég þá ályktun, að veðrið muni ekki breytast að ráði alveg á næstunni. — En er það þessi lægð, sem ræður vindáttinni hér í Reykjavík núna? — Já. Loftstraumurinn leitar utan um lægðina, rangsælis. — Nú, og fyrir utan þessar athuganir, fáum við einnig niðurstöður athugana, sem gerðar eru með loftbelgium, allt upp í 20—30 km. hæð. Við kort- leggjum eftir þeim loftstrauma í um 3000 metra hæð, og einnig í fimm kílómetra hæð. Þegar við sjá- um, hvernig veðrið hagar sér þar uppi, getum við enn betur gert okk- ur grein fyrir, hvernig lægðirnar og hæðirnar haga sér niðri við jörð. Þær athuganir eru meðal annars nauðsynlegar fyrir spárnar sem við gerum tvo slóarhringa fram í tím- ann. Ég skal sýna þér, hvernig við gerum þær. Páll dregur fram eitt kortið enn. Á þvl eru ýmiskonar línur og tölur, <5 ÞaS eru þessir kassar, sem svara, þeg- ar hringt er í síma 17000. Þa8 þarf ekki a8 spyrja neins. — Þeir segj« óumbeðið fyrir um ve8urhorfur næstu stundirnar. Ú Hérna teiknar Páll lægSirnar sínar og hæSirnar, sem hvísla því aS honum, hvaS hann á aS segja um veSurhorfurnar. Jón Lárusson sér um loftskeytatækin — stillir, skrúfar — snýr — hlustar — þetta verður allt aS vinna rótt. 0 Gísli athugar hitamælana — þaS er hlýtt í kvöld. <y VIÐTAL: SIGURÐUR HREIÐAR MYNDIR: KRISTJÁN MAGNÚSSON lítt skiljanlegar mér og mínum líkum. — Hér höfum við spákort um há- loftastrauma, 36 klst. fram í tímann, gert í dag með amerískum vélheilum. Svo tekur Páll fram óstrikað blað, legg- ur það yfir kortið á Ijósborð og tekur afrit af því. Síðan fremur hann hinar og þessar kúnstir, leggur kortin hvert yfir annað á misvíxl og teiknar eftir þeim á hið þriðja, tekur svo afrit af því korti og þannig koll af kolli, unz hann gefur eftirfarandi yfirlýsingu: — Hér er nú komið kort, sem á að sýna meðaltal loftstraumanna næstu tvo sólarhringa. Eftir þessum straumi flyt ég svo lægðirnar og veðurbeltin tveggja sólahringa leið fram í tímann. Og sjáðu. Lægðin þarna suð-vestur í hafi, á eftir þessu að verða nærri því á sama stað og í dag. Það kemur heim við loftvogarbreytingarnar á síðustu kortum, sem við sáum áðan. Það er ekki erfitt að spá núna. — Þegar ég horfi á þessi kort, finnst mér skiljanlegra en áður, hvernig hægt er að spá í veðrið í aðaldráttum á stóru svæði. En hvernig þið farið að þvf að reikna út veðrið í hinum ýmsu dölum og útkjálkum á þessum litla bletti, fslandi, er mér algerlega í þoku. Framhald á bls. 30. Gísli færir inn tölur og tákn, og Páll bíSur eftir kortinu. Hvernig verða veður- spárnar til? Hvernig er hægt að sitja kyrr og rólegur á neðstu hæð í flugturninum nýja á Reykjavíkur- flugvelli, - þar sem skyggni er ekki nema nokkrir tugir metra, nema kannske beint upp - og segja fyrir um veðurlag á næstu sólarhringum. Um þetta og fleira þar að lútandi höfum við átt viðtal við Pál Bergþórsson, veðurfræðing. VIÐTAL VIB PÁL BERGÞÓRSSON VESURFRÆBING VIKAN 38. tbl. 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.