Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 17.09.1964, Qupperneq 15

Vikan - 17.09.1964, Qupperneq 15
Smásaga efftir Guðmund Karlsson blaðamann Ordneszky hafði komið hingað sem sjálfboðaliði til að hjálpa til við lagfæringar í kirkjunni. Hann var sannkristinn og heiðarlegur sálfræðingur, sem lét sér annt um að koma kurteislega og nærgætn- islega fram. Þessvegna vildi hann að Kári kæmi með sér inn í kirkjuna, því þar ætlaði hann að segja honum heilagan sannleikann ... „Einfættur andskoti", hreytti Kári út úr sér, „og útlendingur þar að auki". „Að þú skulir ekki skammast þin að tala svona, drengur. Það er skamm- arlegt að gera grín að bækluðum mönnum og það gera engir nema lítil- menni". Fanney teygði hendina eftir Camelpakka á borðinu, dró út eina sígarettu með gulnuðum fingrum, stakk henni upp í sig og kveikti [ með eldspýtu, sem hún henti svo fyrirlitlega í öskubakkann á borðinu. „Ég er ekkert að gera grín að því", sagði Kári óþarflega hátt og roðn- aði í framan af skömm og vonzku. „En við erum að ræða um hvaða mann þú ætlar að kjósa til að vera eiginmaður þinn um alla framtíð og sjá fyrir þér og þínum börnum. Ég hef þá skoðun að einfættur maður sé ekki eins vel til þess fallinn og sá sem er líkamlega hraustur að hefur alla útlimi í lagi". „Ég er ekkert hrædd um að hann verði í neinum vandræðum með það. Hann er menntaður maður, er að Ijúka prófi í sálfræði og það er engin hætta á að hann fái ekki næga vinnu, — maður með hans hæfileika, og það jafnvel þótt hann hafi misst annan fótinn þegar hann var að berjast fyrir ættjörðina i stríðinu". „Berjast fyrir ættjörðina!" sagði Kári hæðnislega. „Veiztu kannske ekki hvernig hann missti löppina, eða hvað?" „Ég veit bara að það var í stríðinu og hann var i ungversku neðan- jarðarhreyfingunni . . ." „Allt er nú hægt að kalla neðanjarðarhreyfingu. Nei, Fanney mín. Hann missti kassa fullan af rússnesku vodka, sem hann var að stela, ofan á löppina á sér, og þorði svo ekki að fara til læknis fyrr en það var orðið of seint og drep var hlaupið í sárið. Annars kemur mér það í rauninni ekkert við, og það er ekkert atriði í þessu máli, hvernig hann hefur slasazt. Það má líka vel vera að það sé rétt hjá þér, að hann geti séð fyrir sér og sínum. Ég hef það bara á tilfinningunnni að þetta sé ekki maður fyrir þig. Ég er ekki að reyna að sverta hann í þínum augum, en ég er sannfærður um að þetta er hreinasti skítakarakter og á eftir að koma illa fram, bæði við þig og aðra". „Ég vil ekki heyra svona lagað. hér inni í mínu herbergi, Kári", sagði Fanney þunglega, stóð á fætur og drap í sígarettunni. „Ordneszky hefur komið vel fram við mig í alla staði á meðan þú varst í burtu, og hann á það ekki skilið af mér, að ég hlusti á svona óþverra mótmælalaust". „Ég er á annarri skoðun, mín kæra. Að vísu verð ég að fara eftir þeim upplýsingum, sem ég hef aflað mér eftir að ég kom heim, en ég veit að þær eru réttar í aðalatriðum. Það er ýmislegt, sem þú veizt ekki um þennan fína sálfræðing, skal ég segja þér". „Mér er alveg sama. Ég kann vel við hann og hann hefur verið einstaklega kurteis og nærgætinn. Það er meira en hægt er að segja um suma aðra". Kári sat kyrr og hallaði sér afturábak í stólnum. „Kurteis og nær- gætinn! Finnst þér það kannske kurteisi og nærgætni við þig að vera hlaupandi á eftir hvaða stelpu sem er hérna í plássinu, um leið og hann kemst upp á milli okkar og reynir að ginna þig til lags við sig? Finnst þér það nærgætni gagnvart okkur báðum, að nota tímann meðan ég er á sjónum til að eyðileggja trúlofun okk- ar? Finnst þér þetta sæmandi ungum manni, sem kemur hingað til framandi lands með öðru ungu fólki, undir þvi yfirskini að hjálpa okkur til að endurreisa kirkjuna hérna? Finnst þér slik framkoma vera í anda kristni, kærleika og hjálpsemi? Nei, — ég er sannfærður um að þessi maður er ekki allur þar sem hann er séður, og þú verður að gæta þín vel gagnvart honum". „Það er enginn kominn til að segja að þessir krakkar, sem komu hingað ( sjálfboðavinnu, séu einhverjir englar. Þetta er ungt fólk eins og gengur og gerist, — og", bætti hún við niðurlút, „og þú veizt að allt er leyfilegt í ástamálum . . ." „Nei, það er einmitt það, sem ekki er. Þess vegna er það, aS ég er að ræða þetta mál við þig núna. Ef ég hefði gert þaS sem mig langaði mest til — og væri vafalaust það bezta, þá hefði ég tekið þennan endemis apakött og lamið úr honum helvitis klækina. Og hver veit nema ég geri það ennþá, úr því málin standa svona". „Þú vogar þér ekki að snerta við honum, Kári. Þú bara átt mig á fæti ef þú leggur hendur á mann, sem getur ekki varið sig vegna bæklunar. Slíkur óþokki veit ég að þú ert ekki". Fanney stóS föl og með tárin í augunum fyrir framan Kára og kreppti hnefana. Hann reis á fætur, tók um axlir henni og dró hana til sín. Hún linaðist öll snögglega, hjúfraði sig að honum og fór að snökkta. „O, mér hefur liðið svo illa undanfarið. Mér leiddist svo á með- an þú varst t burtu. En það hefur ekkert Ijótt skeð á milli okkar, það get ég svarið. En hann var bara svo kurteis og . . ." „Svona, svona, elskan mín. Við skulum þá bara gleyma þessu. Látum eins og ekkert hafi skeð. Ertu þá ánægð?" „Já, þá er ég ánægð. Ég lofa Framhald á bls. 37. VIKAN 38. tbl. — Jg

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.