Vikan


Vikan - 17.09.1964, Page 20

Vikan - 17.09.1964, Page 20
— Ég heyri, að yðar hágöfgi hcfnr áhuga fyrir minnstu smáatriðum í Ufi þegna sinna, sagði Angelique. ÞAÐ SEM ÁÐUR E'R KOMIÐ: Angelique, hin fagra dóttir de Sancé, baróns af Monteloup, giftist greif- anum ófrýnilega, de Peyrac, móti vilja sínum. En hann er þolinmóöur, og smám saman lcerist henni að elslca hann og virða. Aöalhöggormur í þeirra paradís er erkibiskupinn í Toulouse, sem öfundar de Peyrac af auöœfum hans, og reynir aö fá hann til aö játa, beint eöa óbeint, aö hann hafi selt sig djöflinum. Þar viö bætist, aö þau hafa sífellt á tilfinningunni, aÖ um þau sé njósnaö, ekki hvaö sízt, þegar Angelique segir manni sínum frá því, þegar 'hún kom í veg fyrir samsæri gegn kónginum, meö því aö rœna eitrinu, sem nota átti, ásamt nöfnum allra samsærismannanna. — Þeim er boöiö í brúökaup konungsins, en undir þeim hátíöahöldum hverfur de Peyrac. Angelique fer ásamt ungum syni þeirra til Parísar til aö komast fyrir um hvaö af honum hafi orö'ið, en kemst aö því, aö hald hefur veriö lagt á allar eigur greifans. Hún leitar á náöir systur sinnar, Hortense, sem gift er lögfrœöingi í París, og hann segir henni, aö de Peyrac sé í Bastillunni. Hann útvegar henni einnig lögfræöing, til aö taka aö sér mál greifans. — Angelique eru geröar tvær morötilraunir, en sleppur á undursamlegan hátt úr báöum. Út af þessu veröur þeim Desgrez sunduroröa, og hann gengur úr þjón- ustu hennar, enda hefur de Peyrac ekki veriö opinberlega ákæröur, heldur aöeins 'handtekinn, grunaöur um gáldra. Þegar Desgrez er far- inn, veröur þeim Hortense og Angelique sundurorða einu sinni enn, en Hortense hefur síöur en svo veriö gestrisin og vingjarnleg við syst- ur sína. Hinn svartsýni spádómur Hortense reyndist réttur. Þegar d’Andijos markgreifi kom aftur í fylgd með hinum trygga Kouassi-Ba, tjáði hann Angelique, að allar eigur greifans í Toulouse vaeru innsiglaðar. Hann hafði aðeins getað náð í 1000 livres, sem greifinn hafði leynilega lánað tveim ^tærstu leiguliðum sínum. Mest allir skartgripir Angelique, gull- og silfurborðbúnaðurinn og önnur verðmæti, sem geymd höfðu verið i Höll hinna glöðu vísinda, höfðu verið gerð upptæ.k og flutt sumpart til Touiouse og sumpart til Montpelier. D’Andijos var ekki samur maður. Hann var ekki eins kátur og hann var vanur, og litaðist stöðugt flóttalega um. Hann skýrði einnig frá því, að mikil ólga hefði verið í Toulouse, síðan de Peyrac greifi var handtekinn. Það hafði kvisazt út, að erkibiskupinn væri ábyrgur fyrir handtökunni, og hefði komið til uppþots fyrir utan höll erkibiskupsins. Þingmenn Toulouse höfðu sent sendinefnd á fund d’Andijos, og beðið hann að standa fyrir uppreisn gegn konungsvaldinu. D’Andijos átti í erfiðleikum með að sleppa úr borginni og aftur til Parísar. — Og hvað ætlizt þér nú fyrir? spurði Angelique. —- Ég ætla að vera kyrr í París um stund. Því miður er eins ástatt fyrir mér og yður í fjármálunum! En ég seldi gamlan bóndabæ, sem ég áttij Kannske fæ ég stöðu við hirðina.... Gamla, góða skapið hans blakti eins og fáni í hálfa stöng. Ó, þessir Sunnlendingar! hugsaði Angelique. Þeir eru svo sem nógu góðir, meðan þeir geta haft hátt og hlegið, en þegar á móti blæs, lypp- ast þeir niður eins og tómir pokar. — Eg skal ekki hindra yður á nokkurn hátt, sagði hún upphátt. — Þakka yður fyrir allt, sem þér hafið gert fyrir mig, Monsieur d’Andijos. Ég árna yður allra heilla við hirðina. Hann kyssti hönd hennar þegjandi, og það var ekki laust við, að hann Framhaldssagan /4. hluti eftir Serge og Anne Golon væri skömmustulegur, þegar hann fór. Angelique stóð kyrr i anddyrinu og horfði á útidyr hússins. Hve margir þjónar höfðu þegar yfirgefið hana, gegnum þessar dyr, niðurlútir, en fegnir að geta flúið frá hús- móðurinni, sem ekki var lengur nógu virðuleg! Kouassi-Ba kyssti á fætur hennar. Hún strauk um stóra svarta kollinn og risinn brosti til hennar eins og barn. Það var þó bót í máli að fá þessar 1000 livres. Næsta kvöld ákvað Angelique að yfirgefa heimili systur sinnar, þar sem henni var varla vært lengur. Hún ætlaði að taka með sér litlu þjónustustúlkuna frá Béarn og Kouassi-Ba. Hún myndi áreiðanlega finna einhverja þokka- lega krá. Hún átti ennþá eftir dálítið af skartgripum. Hversu mikið myndi hú!n geta fengið fyrir þá? Barnið, sem hún átti von á, var tekið að hreyfa sig, en hún veitti því varla athygli, og það snart hana ekki á sama hátt, og þegar hún fann fyrstu hreyfingar Florimonds. Eftir fyrstu gleðitilfinninguna, hafði henni orðið ljóst, að fæðing annars barns, á þessum tima, var í hæsta máta óþægileg. Að minnsta kosti var ekki vert að horfa of langt fram á við, ef húti ætlaði að varðveita hugrekki sitt. Næsti dagur færði henni vonargeisla, þegar sendiboði kom frá Made- moiselle de Montpensier. Hann var mjög skrautklæddur, svo jafnvel Hortense varð hrifin. Grande Demoiselle bað Angelique að koma og hitta sig um kvöldið. Sendiboðinn tók það fram, að Grande Mademoi- selle. væri ekki lengur í Tuliéres heldur í Louvre. Á tilsettum tíma gekk Angelique, titrandi af óþolinmæði, yfir brúna við Notre Dame. Hún hafði verið komin á fremsta hlunn með að biðja Hortense að lána sér hjólastólinn, sem kallaður var vinaigrette, til þess að fara betur með síðasta fallega -kjólinn, sem hún átti. En vegna skap- lyndis og framkomu systur sinnar hafði hún hætt, við það. Hún var klædd í tvilitan kjól, olívugrænan og fölgrænan. Hún vafði um sig gulbrúnu sjali, því það var hvasst og rakur vindurinn náði sér vel upp í þröngum götunum og eftir bryggjunum. Loks kom hún að stóru höllinni, sem reis með hvelfingum sínum og reykháfum móti blá- um himninum. Angelique fór í gegnum húsagarðinn og upp breiðan mar- marastigann, að íbúðinni, sem sendisveinninn hafði sagt henni, að Grande Mademoiselle byggi í. Hún gat ekki varizt hrolli, þegar hún var aftur stödd í þessum löngu göngum, sem voru kuldaleg, þrátt fyrir gullskreytt loftin, skreytingarnar á veggjunum og dýrmæt veggteppin. En það var of dimmt i skotunum, sem voru eins og sköpuð til myrkra- verka og illra athafna. Saga blóðs og skelfingar leyndist í hverju spori, í þessari gömlu konunglegu höll, þótt hirð unga konungsins reyndi að vefja hana gleði og gáska. E'inhver Monsieur de Préfontaines tilkynnti Angelique, að Grande Demoiselle væri í vinnustofu málarans í kjallaranum, og bauðst til að vísa henni þangað. Hann leiddi Angelique niður í kjallarann. Síðan á dögum Hinriks IV, hafði kjallari þessarar hallar verið athvarf og skjól fyrir listamenn og allskyns handverksmenn. Myndhöggvarar, málarar, úrsmiðir, ilmvatns- framleiðendur, steinsliparar, söðlasmiðir, færustu gyllarar, vefarar, tónlistarmenn og hljóðfærasmiðir, skáld og rithöfundar, bjuggu þar með fjölskyldum sínum á kostnað konungsins. Málarinn, sem var að mála mynd Mademoiselle de Montpensier, var Hollendingur með ljóst alskegg, skærblá augu og andlitslitur hans minnti 20 — VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.