Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 17.09.1964, Qupperneq 21

Vikan - 17.09.1964, Qupperneq 21
á soðið svinakjot. Van OsSél hafði mikla hæfileika, málaði konurnar við hirðina og umgekkst duttlunga þeirra með jafnaðargeSi og stopulli þekkingu á franskri tungu. Þótt hið göfuga fólk, sem til hans leitaði, væri á móti vilja hans i fyrstu, heppnaðist honum alltaf að fá sínu framgengt. Þannig hafði hann; haldið þvi til streitu, að hann fengi að mála Grande Demoiselle með annað brjóstið nakið, og raunverulega hafði hann sýnt í þessu góða dómgreind, því að brjóstin voru tvimæla- laust fegursti hluti þessarar ólaglegu piparmeyjar. Ef mynd þessi var ætluð handa einhverjum aðdáandanum, var ekki komizt hjá því að viðurkenna, að reisn þessa kringlótta, lokkandi hvita líkamshluta, var mjög vel til þess fallinn að fegra mynd hennar. Grande Demoiselle var hjúpuð i dökkbláa skikkju, sem féll i fellingum niður líkama hennar. Hún var þakin perlum og gimsteinum, með rós í höndunum. Hún brosti við Angelique. — Ég verð tilbúin eftir andartak, vina mín. Van Ossel, hvenær ætlið þér eiginlega að hætta að láta mig sitja fyrir? Listamaðurinn muldraði eitthvað niður í skeggið og bætti fáeinum pensilstrokum við brjóstið, sem hann hafði tvimælalaust gert af mikilli natni. Meðan þjónustustúlkan var að hjálpa Mademoiselle að klæða sig, rétti málarinn penslana sína ungum dreng, sem virtist vera sonur hans og aðstoðarmaður við málunina. Hann horfði rannsakandi á Angelique og þjón hennar, Kouassi-Ba. Að lokum tók hann ofan hattinn og hneigði sig djúpt. — Munduð þér. Madame, vilja leyfa mér að mála mynd yðar? Ó! Mjög fallegt! Þessi dáfagra kona og svarti Márinn! Sólin og nóttin.... Angelique afþakkaði boðið brosandi. Það stóð ekki sem bezt á að gera það núna. Kannske einhverntíman.... Hún ímyndaði sér stóru myndina, sem myndi hanga í móttökusalnum í Saint Paul, þegar hún flytti þangað sem sigurvegari, ásamt Joffrey de Peyrac. Þetta jók hugrekki hennar fyrir framtiðina. Þegar þau gengu í gegnum kjallarann aftur, á leið til íbúðar Grande Demoiselle, tók hin síðarnefnda undir handlegg Angelique og sagði jafn formálalaust og hún var vön. — Vina mín, ég vonaði, að ég gæti flutt yður góðar fréttir og sagt yður, að þetta væri allt misskilningur með eiginmann yðar. En ég ótt- ast, að þetta mál sé dálítið langt til frásagnar og flókið. — I guðs almáttugs bænum, yðar hágöfgi, að hverju komust þér? — Við skulum koma inn í herbergin mín, burt frá öllum forvitnum eyrum. Þegar þær voru setztar, hlið við hlið i þægilegan sófa, hélt Grande Mademoiselle áfram: — I raun og veru hef ég ósköp lítið frétt, og ef við reiknum ekki með þessum venjulegu kjaftasögum hirðarinnar, verð ég að segja, að einmitt þessi skortur á- upplýsingum veldur mér tortryggni. Annað hvort veit fólk ekkert, eða forðast að vita nokkuð. Hún lækkaði röddina og bætti við eftir nokkurt hik: — Eiginmaður yðar er ásakaður um galdra. Það er ekkert hættu- legt, og hefði verið ósköp einfalt, hefði eiginmaður yðar verið dreginn fyrir venjulegan kirkjulegan dómstól, eins og eðlilegast hefði verið. Eg vil ekki dylja yður þess, að mér finnst kirkjunnar menn oft afskap- lega leiðinlegir og vitlausir, en því verður ekki á móti mælt, að réttlæti þeirra, þegar allt kemur til alls, er að mestu leyti skynsamlegt og eðli- legt. En hinn mikilvægi þáttur málsins er, að þrátt fyrir þessa ákæru, hefur eiginmaður yðar verið afhentur af veraldlegum dómstólum, og um þann dómstól hef ég engar góðar vonir. Ef til réttarhalda kemur, sem ekki er víst, er niðurstaðan að öllu leyti komin undir hinum eið- svörnu kviðdómendum. — Eruð þér að reyna að segja mér, yðar hágöfgi, að dómarar verald- legs dómstóls geti verið hlutdrægir? — Það er undir því komið, hverjir verða fyrir valinu. — Og hver velur þá? — Konungurinn. Eiginmaður yðar hlýtur að hafa vitað eitthvað. Að minnsta kosti getur konungurinn einn gripið fram í. En haíin er ekki auðveldur viðureignar. Marzarin kardináli hefur þjálfað hann. Það getur verið bros á andliti hans og jafnvel táh í augunum — því að hann er iingeðja — en ásama tíma er hann að velja sverðið til að hálshöggva vin sinn. Hún sá, að Angelique fölnaði, og lagði annan handlegginn um öxl hennar og sagði glettnislega: — Eg er að gera að gamni mínu, eins og venjulega. Þér megið ekki taka mig alvarlega. Það gerir enginn lengur. En svo ég snúi mér aftur að því, sem ég ætlaði upphaflega að segja: Langar yður til að hitta konunginn? Angelique kastaði sér fyrir fætur Grande Mademoiselle og þær féllu báðar í grát. Svo tilkynnti Mademoiselle de Montpensier Angelique, að hún hefði þegar gengið frá fundi hennar við konunginn, og hann ætl- aði að taka á móti Madame de Peyrac eftir tvær klukkustundir. Angelique róaðist við þessar fréttir. Svo þetta var dagurinn mikli, þegar1 örlög de Peyrac yrðu ráðin. Það var enginn timi til að hverfa aftur heim til Saint-Landry, svo hún bað Grande Mademoiselle að leyfa sér að nota fegurðarlyf hennar, áður en hún gengi fyrir konunginn. Meðan hún sat fyrir framan spegil snyrtiborðsins, velti hún því fyrir sér, hvort hún væri ennþá nógu falleg til að hafa áhrif á kónginn. Hún hafði gildnað um mittið, og hún var orðin tekin í andliti, hún hafði dökka bauga undir augunum og var föl. Eftir nákvæma rannsókn, taldi hún sér trú um, að lögun andlits hennar og skuggarnir, sem stækkuðu augun, spilltu ekki miklu. Hún notaði aðeins lítið eitt af fegurðarlyfjum. Setti dökkan blett rétt við gagnaugað, og lét þjónustustúlkuna setja upp á sér hárið. Litlu seinna, þegar hún leit aftur í spegilinn og sá græn augun glitra eins og kattaraugu um nótt, muldraði hún við sjálfa sig: —- Þetta er eklci ég lengur! En þetta er falleg kona fyrir því. Og kóngurinn getur ekki annað en hrifizt! En því miður ég er ekki nógu auðmjúk fyrir hann. Góði guð, láttu mið vera auðmjúka! 33. KAFLI Angelique hafði mikinn hjartslátt, þegar hún rétti úr sér aftur eftir að hneigja sig. Kóngurinn stóð fyrir framan hana. Fótatak hans heyrð- ist ekki á þykku gólfteppinu. Angelique sá að dyr litla herbergisins höfðu lokazt aftur og hún var alein með æðsta manni þjóðarinnar. Hún gat ekki varizt óstyrk, jafnvel skelfingu. Hún hafði aldrei sáð káagiRji, nema í miklum fólksfjölda. Henni hafði aldrei virzt hann fuíikomlega í'aiiíl- verulegur og lifandi; hann var eins og leikari á sviði. Nú skynjaði hún návist þessa fremur þurrlega manns, og greindi daufan ilminn af íris- duftinu, sem hann notaði til að púðra mikið, brúnt hár sitt. Og þessi maður var konungurinn. Hún neyddi sig til þess að líta upp. Lúðvík XIV var alvarlegur á svip. Hann leit út eins og hann væri að reyna að muna nafn þessa gests, Þótt Grande Demoiselle hefði kynnt hana aðeins nokkrum andartökum áð- ur. Angelique fannst hún lamast undan þessu kalda augnaráði. Hún vissi ekki, að Lúðvík XIV hafði erft feimni föður síns, Lúðvíks XIII, og þótt hann væri kvæntur og vel að sér í öllum samkvæmissiðum, kunni hann ekki við sig með kvenmanni, allra sizt, ef Það var fallegur kvenmaður, og hætti þá alltaf til að fara hjá sér. Og Angelique vr falleg. Framar öllu bar hún sig vel, og I augum henn- ar var eitthvað, sem í senn var óframfærið og frekjulegt. Stundum var áskorun í þessum augum, stundum ögrun, en stundum sakleysi ungrar og ákafrar konu. Bros hennar breytti henni og sýndi Þær hlýju tilfinn- ingar, sem hún bar til meðbræðra sinna og lífsins í heild. En einmitt nú brosti Angelique ekki. Hún var að bíða eftir því, að konungurinn segði eitthvað, og háls hennar dróst saman í þessari löngu þögn. Að lokum talaði konungurinn: — Madame, ég þekkti yður ekki aftur. Eígið þér ekki lengur þennan fallega, gullna kjól, sem þér voruð i við veizluna 1 Saint-Jean-de-Luz? —- Þvi miður ekki, herra, og ég skammast mín fyrir) að ganga fyrir yður í svona einföldum og slitnum fötum. En þetta er eini kjóllinn, sem ég á eftir. Yðar hágöfgi hlýtur að vita, að allar eigur minar hafa verið innsiglaðar. Andlit konungsins fraus. Svo ákvað hann allt í einui að brosa. —- Þér farið beint framan að málunum, Madame, en þegar allt kemur til alls hafið þér rétt fyrir yður. Þér minnið mig á, að tími konungsins er dýrmætur, og hann má engum tíma eyða til ónýtis. Samt sem áður eruð þér full ásakandi, Madame. Daufur roði færðist yfir kinnar ungu konunnar og hún brosti hálf rugluð. — En það er fjarri mér, herra, að vilja minna yður á allan þann fjölda skyldustarfa, sem þér hafið með höndum. Ég var aðeins að svara spurningu yðar. Mig langaði ekki, að yðar hágöfgi héldi, að ég væri að sýna yður vanvirðu með því að ganga fyxin yður í slitnum kjól og með svona lítilfjörlega skartgripi. — Ég gaf ekki skipun um, að yðar persónulegu eigur yrðu gerðar upptækar. Ég mælti einmitt með því, að Madame de Peyrac fengi að fara frjáls ferða sinna, en yrði ekki heft eða sköðuð á nokkurn hátt. — Ég er sérstaklega þakklát yðar hágöfgi fyrir þá vinsemd, sem þér hafið sýnt mér, sagði Angelique og hneigði sig. — En ég á engar persónu- legar eigur, og í ákafa mínum að vita hvað hefði orðið af eiginmanni mínum, kom ég til Parísar án þess að hafa nokkuð annað með en föt- in mín og fáeina skartgripi. En ég er ekki komin hingað til þess að kvarta undan fátækt minni. örlög eiginmanns míns eru það eina, sem ég hef áhuga fyrir. Hún þagnaði, og bældi niður spurningaflóðið, sem hana langaði mest til að láta dynja yfir konunginn: Hversvegna létuð þér taka hann hönd- um? Hvað hefur hann gert yður? Hvenær ætlið þér að gefa mér hann aftur ? Lúðvík XIV starði á hana með ódulinni forvitni. — Á ég að skilja þetta sem svo, Madame, að þér, sem eruð svo dá- samleg, séuð raunverulega ástfanginn af þessum vanskapaða og skadd- aða eiginmanni? Reiði Angelique blossði upp, þegar hún heyrði háðslega rödd konungs- ins. Þjáningin stakk hana eins og logandi teinn. Augu hennar skutu gneistum. — Hvernig getið þér sagt þetta? hrópaði hún reiðilega. — Og þó hafið þér hlustað á hann, herra! Þér hlustuðuð á Gullnu röddina. — Það er satt, að rödd hans hafði eitthvað, sem erfitt var að sjand- ast gegn. Hann kom nær og sagði með ísmeygilegri rödd: —- Svd það er satt, að eiginmaður yðar hafi vald til að töfra allar konur, jafnvel þær köldustu? Mér er sagt, að þessi aðalsmaður hafi verið svo stoltur af þessu valdi sínu, að hann hafi gortað af því og jafn- vel reynt að kenna það í svallveizlum, sem hann kallaði Hirð ástar- innar, og þar sem liinar hneykslanlegustu bókmenntir hafa verið gerð- ar oð kennslubókum. Það er þó ýmislegt hneykslanlegra, sem fram fer hér í Louvre, hafði Angelique næstum bunað út ur sér. Hún hélt aftur af sér.þótt hún ætti erfitfc með það. — Tilgangur og framkvæmd þessara gamalgrónu samkvæma hefur verið ranglega túlkuð í eyrum yðar hágöfgi. Eiginmaður minn tók í Höll hinna glöðu vísinda, á móti aðalsmönnum úr Toulouse og um- hverfi, þar sem þeir studdu hvern annan og hjálpuðust að við að full- komna sig í riddaralegri og kurteislegri framkomu gagnvart konum af öllum stigum. Að vísu voru samtölin léttlynd og glettnisleg, þar sem þau fjölluðu um ástina, en fyllstu siðsemi var ævinlega gætt í hvívetna. — Voruð þér ekki afbrýðissöm, Madame, að horfa á eiginmann yðar, sem þér elskuðuð svo heitt, taka þát í svona ólifnaði? — Ég hef aldrei vitað hann taka þátt í ólifnaði á Þann hátt, sem þér álítið, herra. Þær erfðavenjur, sem tignaðar voru við hirð ástarinnar, kenna trúnað við eina konu, eiginkonu eða hjákonu, og ég var sú, sem hann hafði valið. — Það tók yður samt langan tíma að sætta yður við þetta val hans. Hversvegna breyttist hin kalda, upprunalega mótspyrna yðar í svo heita og göfuga ást? — Ég heyri, að yðar hágöfgi hefur áhuga fyrir minnstu smáatriðum i einkalífi þegna sinna, sagði Angelique og var að þessu sinni of sein að gæta tungu sinnar. Hún var yfirkomin af reiði. Hún ólgaði af svörum, sem hana langaði til að þyrla yfir hann. Til dæmis: Stendur það í skýrslum njósnara yðar á hverjum morgni, hve oft fyrirmenn konungsdæmis yðar, hafa notið ástar sinnar yfir nóttina? Hún hélt aftur af sér, með mestu erfiðismunum, og drúpti höfði af ótta við, að hann kynni að lesa tilfinningarnar i andliti hennar. Framhald á bls. 48. VIKAM 38. «4.-21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.