Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 22

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 22
 ÆVINTÝRIÐ UM 7. HLUTI ENDIR f tuttugu og tvö ár hefur veriS hljótt um Gretu Garbo. ViS sjáum hana aSeins á blaSaljós- myndum frá Róm, París, London og Stokkhólmi. Komist orSrómur á kreik um aS hún muni byrja aS leika aftur í kvikmyndum, berst þaS eins og eldur í sinu um allan heim. En þaS eina, sem blasir viS, er þreytulegt andlit bak viS sólgleraugu og hönd, sem bandar frá sér..... Garbo var nú orðin þriótíu og tveggja ára, og margir veltu því fyrir sér, hvað verða mundi um þessa merkilegu konu, sem töfrað hafði allan heim- inn með leik sínum. Allir höfðu séð myndirnar „Anna Karenina" og Kamelíufrúin", og mörgum tárum hafði verið úthellt vegna Önnu, þegar hún varð að fórna lífi og hamingju fyrir ástina, þessa aumkunarverðu, stolnu ást. En þegar elskhuginn lít- ur á myndina af Önnu, sér hann aðeins hið milda bros hennar. Þessu sama brosi brosir Kamelíu- frúin líka, konan, sem lifði í allsnægtum og nautn- um, en missti allt, þegar hún elskaði. Það er sorg í myrkum augum hennar, en á vörum hennar er bros, sem er bæði blítt og leyndardómsfullt. Garbo sýndi öðrum undur ástarinnar. En •hvern gat hún sjálf elskað? Leopold Stokowski var 55 ára, þegar hann fyrst hitti Garbo í Hollywood, þar sem hann var í heim- sókn. Eftir tuttugu og fjögurra ára starf, sem hljóm- sveitarstjóri Phildelphíu sinfóníuhljómsveitarinnar var hann heimsfrægur. Nú hafði hann tekið tilboði um að starfa við tvær kvikmyndir, en önnur þeirra var „100 menn og 1 kona" með Deanne Durbin. I þessari mynd náði hún fyrst frægð, en Stokowski varð til þess að leiða athyglina frá tónlistinni og hundrað manna hljómsveitinni með einstæðum per- sónuleika sínum. Andlit hans með djörfum munn- inum, brennandi augunum og þykka, hvíta hár- makkanum dáleiddi næstum áhorfendur. Og hend- ur hans, þessar viðkvæmu, löngu hendur, sem aldrei voru kyrrar, töfruðu alla. Garbo var í fyrstu mjög tortryggin gagnvart þessum fjörmikla manni, sem brátt varð einlægur aðdáandi hennar. Hann sagði henni, að mikil ást biði þeirra. Það mætti ráða af stjörnunum. Enginn gæti flúið örlög sín. Það er sagt, að Garbo hafi farið að þykja vænt um tónlistarmanninn Stokowski, þegar hún varð vör við að hann var jafnviðkvæmur og hún, jafn varnarlaus og auðveldlega særður af afskiptasemi fólksins. Ymislegt annað kom líka til um þessar mundir. Garbo var að leika í kvikmyndinni „Maria Walewska", en hún fjallar um ástir pólsku prins- ■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.