Vikan - 17.09.1964, Síða 37
alveg sjálfsagður. Þau taka bog-
ann hvert á eftir öðru, en ég
sé um hitt. Margrét á lika tvö
uppáhaldslög, sem hún spilar á
pianóið með einum fingri allan
ársins hring, Gamla Nóa og
Heims um ból — árstíðir skipta
engu máli.
— Eru þetta ekki músíkölsk-
ustu börn í heimi, Einar?
— Nei, til allrar hamingju eru
þau alveg eins og önnur börn,
en langt frá því að vera ómúsík-
ölsk.
— Ætlarðu að láta þau læra?
— Það á enginn að „láta“
börnin sin læra á hljóðfæri —
eitthvað það vitlausasta, sem
fólk getur gert, er að þvinga
börnin sin til þess að „læra að
spila“, þegar áhugi er ekki fyrir
hendi.
Vilji börnin mín læra að spila,
þá er það velkomið.
— En að lokum, Einar. Hvern-
ig er að hverfa frá starfinu hér
og byrja annarsstaðar?
— Sjáðu til. Ég er alltaf í
slæmu skapi, þegar ég kem heim
af æfingum eins og svo margir
kollegar mínir enda ekki að á-
stæðulausu. Konan min heldur
að þetta lagist, þegar ég komi út!
í alvöru talað. Við áttum í tölu-
verðu sálarstríði satt að segja.
Við ætluðum að fara að byggja
draumahúsið suður i Garða-
hreppi, en það verður nú vist
ekki úr því að sinni. Það er
slæmt út af fyrir sig, en verst
jiykir mér að þurfa að fara burt
frá skólanum. Ef ég hef einhvers-
staðar skotið rótum, þá er það
í Tónlistarskólanum. Ég get ekki
að því gert, en méh jiykir hálft
i livoru,. eð ég sé að svikjast
undan merkjum, jjegar ég fæ
árs leyfi frá Tónlistarskólanum.
Eitt máttu hafa eftir mér: Ég
kem til með að sakna nemenda
minna hér. Ég vona að ég hitti
j)á aftur. JÞM
ALTARISGANGA
Framhald af bls. 15.
því að haga mér betur í fram-
tíðinni".
,,Og ætlar þá ekki að hitta hann
framar?"
„Hitta? Má ég ekki hitta hann
einu sinni?"
„Jú, — einu sinni. Þú verður að
segja honum að öllu sé lokið milli
ykkar, og síðan verður það að
standa eins og stafur á bók".
„Jæja, þá það. Eg vil allt til
vinna að þessu sé lokið. Ég skal
tala við hann eftir matinn í kvöld.
Ég veit að hann skilur mig".
Kári var glaður í skapi, þegar
hann lagði af stað seinna um kvöld-
ið til Fanneyjar. Hann hlakkaði til
að hitta hana aftur eftir langan að-
skilnað, og flýtti sér í rökkrinu eftir
mannlausri götunni.
Leiðin lá framhjá kirkjunni, sem
ALLIR DÁSAMA
Þér ættuö að líta á DAF, ef þér viljið eignast þægilegan, spar-
neytinn, fallegan, sjálfskiptan bíl.
t.......
SÖLUUMBOÐ:
Vestmannaeyjar:
Már Frímannsson.
Akureyri:
Sigvaldi Sigurðsson,
Hafnarstræti 105. S. 1514.
SuSurnes:
Gónhóll h.f.,
Ytri-Njarðvík.
Akranes:
Gunnar Sigurðsson.
Borgarnes:
Bíla- og trésmiðja
Borgarness h.f.
Sauðárkrókur:
Arni Blöndal.
er sjáífskiptur -
aðeins henzínstig og bremsur
DAF ER MEÐ LOFTKÆLD VÉL, EN ENGAN GÍRKASSA EÐA GÍR-
STÖNG, AÐEEN5 BREMSUR, BENSÍN-STIG OG STÝRI. - DAF BÍLL-
INN ER FALLEGUR, KRAFMIKILL OG ÓDÝR. - DAF ER ÞEGAR
EFTIRSÓTTUR OG VIÐURKENNDUR, AF ÖLLUM, SEM TIL HANS
ÞEKKJA.
Klippið hér -----------------------
| Gjörið svo vel að senda mér myndalista og allar upplýs-
| ingar um DAF-bifreiðir.
I
| Nafn:......................................................
!
I Heimili:...................
VIKAN 38. tbl.
37