Vikan


Vikan - 17.09.1964, Síða 40

Vikan - 17.09.1964, Síða 40
Skóáburðurinn í hentugu umbúðunum, sem skapar hreinlæti við notkun. Fijótleyt - Hreinlegt ■ Þægilegt HEILDSÖLUBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. - SÍMI 24120. Niers vegna kmipi bíl fyrir 1)0-40 bOs. kr. Nar hocgt tr að fii nýjan TRABANT ’65 módtl fyrir 00 búsnnd krónir Trabant ’65 módel er nú fyrir- liggjandi með fjölmörgum endur- bótum og gerbreyttu útliti. Mli Bil Leitið upplýsinga. EinkaumboS: INGVAR HELGASON, Tryggvagötu 4, Rvík, sími 19655. _ VIKAN 38. tbl. MEÐAL HELZTU ENDURBÓTA MÁ TELJA: 1. 26% stærri rúður. 2. 50% betri hitagjöf frá miðstöð. 3. Rúðusprautur. 4. Hljóðeinangrun með trefjamottum. 5. Gerbreytt útlit, þak lárétt með skyggni að aftan. 6. Nýir, glæsilegir litir. 7. Stuðari að aftan. 8. Tvö sólskyggni. 9. Fatasnagar og þrír öskubakkar. 10. 2 útispeglar og einn tvöfaldur inni- spegili. 11. Afturhluti bílsins lengdur, afturljós innbyggð. 12. Upphalarar á stórum hliðarrúðum. 13. Þægilegri sæti, og rúmbetra aftur- sæti. 14. Kistulok læst með lykli. 15. Ilúnar á hurðum gerbreyttir. 16. Stærri rafgeymir. 17. Miklu þýðari á vondum vegi. 18. Auk óteljandi annarra breytinga og endurbóta. 19. Hefur einnig alla kosti Trabant 600, á vél, bremsum og gírkassa, sem reynzt hefur afburða vel hér. Umboðsmenn úti ó landi eru: Bifreiðuþjónustan Akranesi, sími 1477. Gunnar Árnason, Akureyri, sími 1580. Elís H. Guðnason, Eskifirði, sími 61. Tryggvi Guðmundsson, Vm.eyjum. Höfuðverkurinn var óskaplegur. Hann ætlaði að grípa til höfuðsins, en fann þá að hann gat það ekki einhverra hluta vegna. Það tók hann langa stund að skilja það að hann var bundinn bæði á höndum og fótum. ,,Mér þykir þetta ákaflega leitt, herra Kári, en það var alveg nauð- synlegt fyrir mig að binda þig", heyrði hann sagt fyrir ofan sig, og þegar hann leit upp, sá hann að Ordneszky stóð yfir honum og glotti lymskulega. „Hvað . . . hvað stendur eigin- lega til? Hvað er um að vera?" spurði Kári undrandi og velti sér til á gólfinu, svo hann gæti betur séð í kringum sig. „Eg er aðeins að reyna að jafna leikinn dálítið, herra Kári. Það vill svo til að ég ég er ekki eins líkam- lega hraustur og þú, og hefi þar að auki misst annan fótinn. Þess vegna er ekki mögulegt fyrir mig að mæta þér á þeim grundvelli, sem þér mundi bezt henta. Þú mundir berja mig til óbóta án þess að ég gæti nokkuð við því gert. Minn styrkur liggur nefnilega ekki í vöðvum né líkamshreysti. Minn styrkur liggur í kollinum, og hann hef ég hugsað mér að nota að þessu sinni. Eg þykist vita að þér finnist bað órétt- látt, því þú hefur ekki til að bera sömu gáfur og ég. En það verður að hafa það, því miður, og ég ætla að loka augunum fyrir því". „Þú ert kolvitlaus, mann-andskoti! Hvað ætlarðu eiginlega að gera? Þú skalt ekki halda að þú komizt upp með svona yfirgang hérna, þótt þú getir það heima hjá þér. Þú verður hirtur og settur í steininn strax og ég losna — og þeaar ég er búinn að ganga frá þé1- á minn hátt". „Nei, minn kæri vinur. Þarna skjátlast þér hrapalega. Ég sagði þér að ég gæti notað kollinn, og þú mátt ekki hafa svo lítið álit á mínum gáfum að ég hafi ekki séð fyrir þessum smámunum. Nei, — þér er kannske ekki kunnugt um það, að við höfum lokið okkar fórn- fúsa starfi hérna hjá ykkur, og að við förum héðan snemma í fyrra- málið. Annnað kvöld fljúgum við svo heim til okkar kæra föðurlands. Ég hefi hugsað mér að taka kær- ustuna þína með mér, jafnvel þótt þér sé það á móti skapi. Boris, vinur minn. Viltu gjöra svo vel að hjálpa honum til að setjast upp, svo það fari betur um hann á meðan við snyrtum hann til". Kári fann að tekið var um axlir hans, honum lyft léttilega og færð- ur til svo hann gat stutt bakið við endann á kirkjubekknum. Þegar hann leit við, sá hann einn félag- anna úr sjálfboðasveitinni, tilvon- andi kennara frá Póllandi. Boris brosti til hans sakleysislega: „Mér leiðist að við skulum þurfa að skilja svona, Kári, en Ordneszky hefur sannfært mig um að það sé nauð- synlegt. Ég hefi því tekið að mér að aðstoða hann — fyrir nokkra greiðslu að sjálfsögðu".

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.