Vikan - 17.09.1964, Qupperneq 44
nokkur augnablik. Svo fór hann
smótt og smátt að skilja, og loks
rann upp fyrir honum hin djöful-
lega kænska Ordneszky.
Hann skildi loks að hann hafði
tapað.
Það væri alveg sama hvað hann
segði við þessa menn, hvað hann
segði við sýslumanninn, kunningja
sína — eða Fanney. Það mundi
enginn lifandi maður trúa sögu
hans. Menntamanninum, heiðurs-
manninum fórnfúsa, sálfræðingnum
bæklaða, Ordneszky mundi trúað
til dauðadags.
Og Fanney væri honum glötuð
að eilífu ... ★
SKÆÐUR
KEPPINAUTUR
Framhald af bls. 25.
menn i New York höfðu veitt
fyrirtæki Rockefellers vaxandi
athygli og fengu nú áhuga á þvi
svo um munaði. Þau hv'öttu liann
til að mynda hlutafélag. Með
þátttöku þeirra var siðan mynd-
að hlutafélagið Standard Oil i
janúar árið 1870. Standard Oil
keypti fyrirtæki Rockefellers og
félaga hans fyrir 450 þúsund
dollara. Þannig skipulagt réði
Standard Oil yfir tíunda hluta
allrar olíuhreinsunar í Banda-
ríkjunum. Jafnframt voru gerð-
ir nýir samningar við járnbraut-
arfélögin um cnn lækkuð flutn-
ingsgjöld. Eftir það gat enginn
staðizt Standard Oil snúning.
„Þetta voru dagar mikilla á-
hyggna og amsturs,“ sagði eigin-
kona Rockefellers síðar. En þeir
stóðust samt engan samanhurð
við það sem á eftir kom, er eig-
inmaður liennar .Tohn D. Rocke-
feler varð hataður um öll Banda-
ríkin, úthrópaður einokunar-
sinni og hundcltur af stjórnar-
völdum og afbrýðisömum keppi-
nautum með aðstoð daghlað-
anna. Þeir tímar mörkuðu þátta-
skil í fjármálalifi Bandarikjanna.
Framhald í næsta blaði.
Morg o g mömmuleikur.
Framhald af b!s. 19.
fang hennar. Eru þessar upplýsing-
ar dollaranna virði?"
„Sendi þá tafarlaust," varð mér
að orði.
Þokunni hafði létt um kvöldið,
þegar ég hringdi dyrabjöllunni hjá
þeim Bradshaw-mæðginum; frú
Bradshaw kom til dyra sjálf og mér
virtist hún hafa elzt ótrúlega frá
því ég sá hana síðast. „Sonur minn
hefur nú verið fjarverandi í þrjá
sólarhringa," sagði hún, „og ekkert
látið til sín heyra. Hvað haldið þér
að hafi getað komið fyrir hann?"
„Þá spurningu vildi ég gjarnan
ræða við yður undir fjögur augu,
frú Bradshaw."
Hún vísaði mér inn í litla setu-
_ VXKAN 38. tbl.