Vikan - 17.09.1964, Side 46
Forðist slysin og kaupið
WEED keðjur í tíma
Kristinn Guðnason h.f.
KLAPPARSTÍG 25-27 - SÍMAR: 12314 & 21965.
eina skipti, sem ég átti tal við hana,
þóttist hún vera atvinnulaus leik-
kona, en klæðnaður hennar, tal og
framkoma, gaf til kynna að hún
hefði stundað enn eldri atvinnu-
grein. Ég verð að viðurkenna það,
að hún var ekki ósnoppufríð, þessi
rauðhærða drós, en hún var fé-
gráðug og fýsnasiúkur vargur, það
leyndi sér ekki."
„Á hvaða aldri var hún?"
„Þrítug eða vel það. Og Roy ekki
nema rúmlega tvítugur. En sem
sagt — við Roy höfum aldrei á hana
minnzt, fremur en hún væri ekki
til, og ég ætla að biðja yður að
láta hann aldrei um það vita, sem
ég hef sagt yður. Það mundi gera
að engu það gagnkvæma trúnaðar-
traust, sem einkennt hefur allt okk-
ar samlíf..'
Það tók mig ekki langan tíma
að finna kappsiglingaskútu lög-
fræðingsins, þar sem hún lá við
hafnarbakkann. Ég kleif um borð
og knúði dyra á stjórnklefa, en
þegar enginn svaraði, hélt ég undir
þiljur, inn í svefnklefann.
„Stevens!" kallaði ég stundar-
hátt.
Það reis einhver upp við dogg á
efri bálkinum. Þar lá McGee og
hafði rakað af sér skeggið og hatt-
aði fyrir fölvanum á vöngum og
höku. Hann var ellilegri en áður og
alit sjálfstraust úr honum dregið.
„Stevens þurfti að bregða sér frá,
en kvað mér óhætt að tala við yður
( fullum trúnaði."
„Og hvað er það þá helzt, Mc-
Gee?"
Hann greip um fágaðan mahóní-
bálkstokkinn. „Ég fer ekki aftur í
fangelsið. Ég sat þar inni full tíu
ár og afplánaði annars glæp. Það
er þung raun . . ."
„Hver myrti konu yðar?"
„Ég veit það ekki. Við höfðum
ekki búið saman um alllangt skeið,
og ég var meira að segja hér úti
á tanganum, þegar morðið var
framið."
„Var hún í tygjum við annan?"
„Já." Hann fór allur hjá sér, rétt
eins og hann teldi það sína eigin
sök. „En hann var ekki við morðið
riðinn. Hann unni henni of heitt og
innilega til þess, að hann gæti gert
henni nokkurt mein."
„Hvernig vissuð þér það?"
„Ég átti tal við hann ekki löngu
áður, eftir að Constance sagði mér
að þau hittust á hverjum laugardegi
til ástafunda."
„Var það Godwin?"
„Sálfræðingurinn — nei, ég held
nú siður. Það var einn af sjúkling-
um hans, Roy Bradshaw. Þau kynnt-
ust einmitt fyrst þar, og ég er ekki
frá því, að sálfræðingurinn hafi
fremur stuðlað að því en hitt, að
þau kynni yrðu sem nánust. Þegar
ég komst að þessu fór ég á fund
Bradshaw, staðráðinn í að tukta
hann til. En þegar ég komst að raun
um hve einlæglega hann unni
Constance, og hve hann hafði betri
aðstæður en ég, varð ekkert úr því.
Enda fullvissaði hann mig um að
hann væri staðráðinn í að kvæn-
ast henni."
„En honum hefur gleymzt að
skýra þér frá því, að hann var þá
þegar kvæntur konu að nafni
Letitia Macready."
McGee hneig út af í bálkinn, eins
og ég hefði greitt honum rothögg.
„Það . . . það getur ekki átt sér
stað. Hann bjó með móður sinni!"
„Hann var kvæntur. Kannski
hafði hann þá ekki lengur sam-
band við konu sína, kannski dvald-
izt hann hjá henni á laun hér (
borg, án þess móðir hans eða
kunningjar hefðu hugmynd um og
tel ég það sennilegra."
Rödd McGee var hás og hrjúf.
„Þá hefur hann logið . . . logið að
mér og Constance . . ."
„Og ef til vill líka að minnsta
kosti lagt á ráðin um morðið á
henni."
„Heldurðu að það geti átt sér
stað!" Hann velti sér til á bálkin-
um, eins og hann liði sárustu kvalir.
„Og ég sem hélt að Dolly litla . . .
það þarf ekki nema barn til að
ýta á gikkinn og Alica lét skamm-
byssuna alltaf liggja á náttborðinu
. . . guð minn almáttugur . . ."
„Var það fyrir þann grun, sem
þér vilduð ekki leyfa Stevens að
yfirheyra hana fyrir rétti?"
„Mér bar að vernda hana. Hún
var mitt barn, og það eina, sem
ég átti, eftir að ég hafði misst
Constance. Ég unni konu minni, þó
að ég væri henni oft vondur, þegar
ég var drukkinn. Og Dolly hafði
þjáðst meira en nóg og vissi hvað
var satt og hvað ekki."
„Það veit hún ekki enn, McGee.
Hún þjáist enn og það varð ekki
til að draga úr þjáningum hennar,
þegar þér heimsóttuð hana að
Brimgarði."
„Ég varð að fara. ( full tíu ár
hafði ég hugsað um það eitt, og nú
var hún orðin nógu gömul, hugsaði
ég, til að horfast ( augu við sann-
leikann. Ég gerði mér jafnvel von-
ir um að allt færi vel, þegar henni
yrði Ijóst hvdíka fórn ég hafði fært
hennar vegna. En hún trúði mér
— VIKAN 38. tbl.