Vikan


Vikan - 17.09.1964, Side 47

Vikan - 17.09.1964, Side 47
ÞAÐ ER SPARNAÐUR í AÐ KAUPA GÍNUJ Öskadraumurinn við heimasauminn Ómissandi fyrir allar konur, sem sauma sjólfar. StærSir vi8 allra hæfi. VerS kr. 550,00 og me8 klæSningu kr. 700,00. BiðiiS um ókeypis leiSarvísi. Fæst ( Reykjavlk hjá: DÖMU- & HERRABÚÐINNI Laugavegi 55 og GlSLA marteinssyni Garðastræti 11, sfmi 20672 Hljómplatan me8 íjórtán Fóstbræönim er a8 sló öll sðlumet felenzkra hljómplatna enda er hór á fer8- inni einhver skemmtilegasta og vandaSasta hljómplatan um ára- bil. Á plötunni eru átta lagasyrpur, eða alls 40 lög, og er þetta 1P 33 snúningshraSa plata. Platan kostar kr. 325,00 og ver8- ur yður send hún um hæl, bur8- argjaldsfrítt, ef þór sendið tókka eða póstávísun a8 upphæð kr. 325,00 SG - bljémplötDr Box 1208 — Reykjavík ekki. Alica hafði innrætt henni slíka lygi í sambandi við morðið og mig, kannski án þess að hún gerði sér það Ijóst sjálf." „Segið mér eitt, McGee — bjó Alice nokkurntíma í Boston, kom fram á leiksviði, litaði hár sitt rautt og bar nafnið Letitia . . . ?" ,,Nei, slíku væri ekki trúandi á Alicu. Það væri þá heldur að . . ." „Möggu Gerhardi væri trúandi til þess?" „Þér fáið ekki orð út úr mér frekar. . ." „Ekki þó að þögnin gæti kostað yður fangelsi á ný?" En hann þagði... Þegar ég kom frá borði, stóðu lögreglumennirnir á hafnarbakkan- um og gengu um borð. Stundarkorni síðar leiddu þeir McGee handjárnað- an inn í lögreglubílinn. Hann leit til mín hatursaugum; hélt bersýni- lega að ég hefði svikið sig í hendur þeim. Þegar ég náði sambandi við Stevens lögfræðing nokkru síðar, sagði hann mér að rannsókn skot- færasérfræðinganna hefði leitt í Ijós að kúlunni, sem varð Helenu Hagg- erty að bana, hefði verið skotið úr sömu byssunni og kúlu þeirri, sem varð Constance McGee að bana forðum. „Með öðrum orðum, marg- hleypu Alicu Jenkis. Lögreglufull- trúinn hyggur, að upphaflega hafi McGee stolið marghleypunni úr svefnherbergi hennar, áður en hann myrti konu sína, falið hana og gengið síðan að henni aftur, þegar hann var látinn laus, og loks falið hana undir rúmdýnu dóttur sinnar, eftir að hann framdi seinna morð- ið, í því skyni að henni yrði um það kennt." „Harla ósennileg tilgáta," varð mér að orði. „Ég veit það, en engu að sfður verður örðugt að hrekja hana. Eina vonin er að tilraun sálfræðingsins með lyfið takist, og Dolly fáist til að segja allan sannleikann. Því mið- ur get ég ekki sjálfur verið við- staddur tilraunina — McGee verður víst ekki vanþörf á aðstoð minni — en mér væri greiði gerður, ef þér vilduð koma þar í minn stað." Því tækifæri var ég allshugar feginn. Godwin sálfræðingur opnaði fyrir mér, þegar ég knúði dyra á hjúkrunarheimilinu; hann var í hvítum slopp og vísaði mér inn í viðtalsherbergið, þar sem Dolly sat uppi á bólstruðu borði, klædd erma- lausum kufli. Svipur hennar sýnd- ist rólegur, þó að augnatillitið væri þreytulegt og flöktandi. Alex stóð hjá henni og hélt í hönd henni. Hann heilsaði mér, alvarlegur í bragði, þegar ég kom inn. Godwin sneri sér að honum, kvað hann mega vera viðstaddan ef hann vildi, þó að hitt mundi æskilegra. „Ég æski þess að hann verðr viðstaddur," sagði Dolly. „Ég vil að hann fái að vita allt . . . allt." Godwin stakk dælunálinni í arm henni. Sagði henni að telja aftur á bak frá hundraði. Hún var ekki komin lengra en að níutíu og sex þegar slakna tók á öllum vöðvum og annarlegt tóm kom ( svip henn- ar, sem vék þaðan þó aftur, þegar Godwin ávarpaði hana. „Heyrirðu mál mitt Dolly?" ,,Ja. „Manstu þegar þú komst til mín lítil telpa?" „Ég man það. Mamma kom með mér í bíl Alicu frænku." Hún bar ótt á. Godwin sálfræð- ingur kinkaði kolli til mín. „Rekur þig minni til kvöldsins, þegar móðir þín var myrt?" spurði ég. „Já." „Heyrðir þú skothvellinn?" „Já." Það brá fyrir felmtri í svip hennar, eins og hún heyrði skot- hvellinn öðru sinni. „Ég er. . . ég varð hrædd . . „Sástu nokkurn út um gluggann?" „Nei, en ég heyrði bíl ekið brott. En fyrst heyrði ég hana hlaupa." „Hana — hverja?" spurði ég. „Fyrst hét ég að það væri Alica frænka — þegar ég heyrði þær tala saman frammi við útidyrnar, mömmu og hana. En Alica hefði aldrei skotið mömmu, og auk þess hafði marghieypunni hennar verið stolið; hún barði mig af því að hún hélt að ég hefði tekið hana. En ég hafði ekki snert hana. Nei, Alica var það ekki." Hún lagði við hiust- irnar, eins og hún heyrði enn óm- inn af samtalinu. „Konan við dyrn- ar sagði að vist væri það satt, þetta með mömmu og Bradshaw — hún hefði það eftir föður mínum sjálf- um, og ég hefði sagt honum það. Svo skaut hún mömmu . . . og hl jóp burtu." Það varð grafarþögn ( herberg- inu, eingöngu rofin þungum andar- drætti Dollyar. Það blikuðu tár á hvörmum hennar, en ég spurði enn: „Hvers vegna sagðir þú að faðir þinn hefði skotið móður þína?" „Alica vildi það. Ég vissi það, þó að hún segði það ekki beinum orðum. Og ég var svo hrædd um að mér yrði kennt um það. Ég var bar- in fyrir að taka marghleypuna, sem ég snerti ekki, og þegar ég sagð- ist hafa séð pabba, svo að ég slyppi við refsingu, lét hún mig endurtaka það hvað eftir annað." Og nú streymdu tárin af hvörm- um hennar — tár litlu telpunnar, sem hafði skrökvað sér til friðar, tár ótta og saknaðar. Alex þurrk- aði sér um augun. Það var auðséð að hann viknaði. „Hvers vegna vildir þú fá okkur til að trúa því, að þú hefðir sjálf orðið móður þinni að bana?" spurði ég. „Vegna þess að þetta var allt mín sök. Ég sagði pabba um hana og Bradshaw, og konan skaut hana vegna þess að pabbi sagði henni það, eftir mér." „Heldurðu að mamma þ(n hafi þekkt þessa konu?" „Kannski; hún vissi hvað hún hét — ég heyrði að hún kallaði hana Tish . . . Og ég heyrði að mamma var hrædd við hana." Framhald í næsta bla'ði. APPELSÍN S ÍTR Ó N LIME Svalandi - ómissandi á hverju heimili VIKAN 38. tbl. — 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.