Vikan - 17.09.1964, Síða 48
Nýrbíll! NSIl ■ PRINZ 1000 L
Árgerð 1965
★ Komin er til landsins ný og
stærri gerð af hinum vel þekktu
NSU-PRINZ-bílum.
★ PRINZ 1000 er sérstaklega afl-
mikill 51 hestafl og vegur að-
eins 620 kg.
★ Vélin er 1000 cc 4-strokka
loftkæld 4-gengis vél.
★ Aksturseiginleikar PRINZ 1000
eru framúrskarandi.
★ Verð með vanalegum hemlabúnaði kr. 142.000.00.
★ Verð með diskahemlum kr. 146.500.00.
★ Kynnið yður þennan glæsilega fjölskyldubíl, óður en þér festið kaup ó öðrum farkosti.
★ Orugg varahlutaþjónusta.
★ PRINZ 1000 er sérlega
rúmgóður 5 manna bíll.
FÁL KIN N h.f. - bifreiðadeílcfl
LAUGAVEGI 24 - SÍMI 18670 - REYKJAVlK
Framhald af bls. 21.
— Þér hafið ekki svarað spurningu minni, Madame, sagði konungur-
inn iskaldri röddu.
Angelique strauk hendinni yfir ennið.
— Hvers vegna tók ég að elska þennan mann? muldraði hún. —
Vafalaust. vegna þess, að hann hafði allt Það, sem þarf til að gera konu
hamingjusama, jafnvel þótt hún ætti að vera þræll hans.
— Svo þér viðurkennið, að eiginmaður yðar hafi töfrað yður?
— Ég hef lifað við hlið hans í fimm ár, herra. Ég er reiðubúin að
sverja við guðspjöllin að hann var hvorki galdramaður né töframaður.
— Þér vitið, að hann er ákærður fyrir galdra?
Hún kinkaði kolli þegjandi.
— Það er ekki aðeins spurningin um þau undarlegu áhrif sem hann
hefur á allar konur, heldur einnig um grunsamlegan uppruna hinna
geysilegu auðæfa hans. Það er sagt, að hann hafi komizt að leyndar-
málinu um hvernig skal breyta ódýrum málmum í gull, með viðskiptum
við djöfulmn.
—• Herra, látið eiginmann minn mæta fyrir dómstóli, og þá getur
hann auðveldlega sýnt, að hann hefur aðeins verið gerður að fórnar-
lambi fávísra manna, sem fást við gullgerðarlist eftir fáránlegum mið-
aldakenningum, sem á okkar dögum hafa reynzt fremur skaðlegar en
gagnlegar.
Konungurinn róaðist lítið eitt.
— Viðurkennið Madame, að hvorki þér né ég vitum mikið um gull-
gerðarlist. Ég verð þó að viðurkenna, að það sem mér hefur verið sagt
um samband de Peyrac við djöfulinn, er nokkuð á huldu og þyrfti að
rannsakast nánar.
Angelique forðaðist að varpa öndinni léttar.
— Það veldur mér ósegjanlegri gleði, herra, að heyra yður tala af
svo mikilli réttsýni og skilningi.
Konungurinn brosti þurrlega og með nokkurri óánægju.
— Misskiljið mig ekki, Madame. Ég sagðist aðeins þurfa að fá nánari
útskýringar, varðandi þessa ákæru um málmbreytingu.
—■ Einmitt, herra. Málmbreyting hefur aldrei og mun aldrei eiga sér
staö. Eiginmaður minn fullgerði aðeins aðferð til að bræða gullinni-
hald sérstakra steintegunda með bráðnu blýi, og með þessari aðferð
vann hann auðæfi sín.
— Ef þetta er heiðarleg og skiljanleg aðferð, hefði verið eðlilegt og
sjálfsagt, að hann byði hana fram til þjónustu konungsins, en stað-
reyndin er, að hann hefur aldrei sagt nokkrum manni frá þessu.
— Herra, ég er til vitnis um það að hann sýndi nokkrum aðalsmönn-
um, þar á meðal fulltrúum erkibiskupsins í Toulouse, þessa aðferð frá
upphafi til enda, en aðferðin á aðeins við sérstaka bergtegund í Pyren-
neafjöllum, sem kölluð er „ósýnilegu gullrifin" og Það þarf erlenda
sérfræðinga til þess að vinna gull úr þeim. Það er þessvegna ekki tölu-
leg formúla, sem hann getur skrifað á blað og afhent, heldur sérstök
visindi, sem þarfnast sérstakra tækja og mikils fjármagns.
— Hann hefur vafalaust viljað halda þessari aðferð' út af fyrir sig,
þar sem hún gerði hann ekki aðeins auðugan, heldur varð honum á-
stæða til að taka á móti allskonar útlendingum á heimili sitt — Spán-
verjum, Þjóðverjum, Englendingum og villutrúarmönnum frá Sviss.
Þetta gerði mjög auðvelt fyrir hann að undirbúa uppreisnina í Langu-
edoc.
—• Herra, eiginmaður minn hefur aldrei tekið þátt í uppreisn gegn
yðar hágöfgi.
— Samt sem áður sýndi hann hroka og sjálfstæði, sem telja má kulda-
legt, svo ekki sé meira sagt. Þér verðið að viðurkenna, Madame, að
þeð er mjög sjaldgæft að herramaður biðji konung sinn aldrei um neitt.
En þegar hann Þar að auki hefur gortað af þvi, að hann þurfi ekki á
konungi sínum að halda er of langt gengið.
Angelique fann óttann grípa sig föstum tökum.
— Eiginmaður yðar ætlaði að stofna ríki i ríkinu, sagði konungur-
inn kuldalega. Hann hafði heldur engan trúaráhuga, heldur sagðist
stjórna sinu með peningum og persónutöfrum. Siðan hann var hand-
tekinn hefur allt verið á öðrum endanum í Toulouse, ég tala nú ekki
um í Languedoc. Látið yður ekki detta í hug, Madame, að ég hafi ekki
undirskrifað handtökuskipun á hann fyrir gildari ástæðu en ákæru um
galdra sem í sjálfu sér hlýtur að leiða af sér annað og verra. En ég hafði
fullgildar sannanir fyrir landráðum hans.
— Svikarar sjá svik í öllu, sagði Angelique hagt og græn augu hennar
skutu neistum. — Ef yðar hágöfgi vildi nefna þá, sem hafa rægt de
Peyrac greifa, er ég viss um að meðal þeirra gæti ég fundið menn, sem
ekki alls fyrir löngu stóðu fyrir samsæri gegn konungsvaldinu og jafn-
vel lífi yðar hágöfgi.
Svipur Lúðvíks XIV breyttist ekki en andlitssvipur hans dökknaði
lítið eitt.
— Þér eruð mjög frek, Madame, að ætla að dæma fyrir mig um
það, hverjum ég á að trúa og hverjum ekki. Óargadýr, tamin og hlekkj-
uð, eru mér gagnlegri en saklaus og frjáls dýr, sem gætu látið sér detta
í hug að gerast keppinautar mínir. Mál eiginmanns yðar skal vera for-
48
— VIKAN 38. tbl.
dæmi öðrum aðalsmönnum, sem hafa tilhneigingu til að teygja of mik-
ið úr hálsinum. Við skulum sjá, hvort hann verður, með öllu sínu gulli,
fær um að kaupa sér dóma, og hvort Satan mun fást til að bjarga hon-
um það er skylda mín, að verja fólkið gegn hættulegum áhrifum þessara
miklu manna, sem vilja vera húsbændur líkama og sálna og jafnvel
konungsins sjálfs.
Sjálfsagt ætti ég að kasta mér að fótum hans og gráta, hugsaði Ange-
lique.
En henni var það ómögulegt. Konungurinn hafði misst allan ljóma
sinn í augum hennar. Allt sem hún sá nú var drengur á aldur við
hana sjálfa — 22 ára — og hana langaði mest til að taka í hálsmál
hans og hrista hann hressilega.
__ Svo þetta er réttlæti konungsins, sagði hún með skrykkjóttri rödd,
sem hún þekkti ekki sjálf. — Þér eruð umkringdur dulbúnum morð-
ingjum, glæpamönnum og betlurum, Fouquet, Condé, Conti, Longueville,
Beaufort. — Maðurinn, sem ég elska, hefur aldrei svikið yður. Hann
hefur þolað mikið mótlæti, en þrátt fyrir það borgaði hann árlega í
ríkiskassann mikið af tekjum sinum, sem hann vann sér inn vegna
snilligáfu sinnar og menntunar, og hann bað engan um neitt. Og það
er það sem honum mun aldrei fyrirgefast....
__ Það er það, sem honum í raun og veru mun aldrei fyrirgefast,
bergmálaði rödd konungsins.
Hanri kom þétt upp að Angelique og tók þétt um handlegg hennar
af afli, sem kom upp um reiði hans, þótt andlit hans væri rólegt.
— Madame, þér getið farið út úr þessu herbergi sem frjáls kona, þótt
ég gæti auðveldlega látið taka yður fasta. Munið það í framtiðinni þegar
þér efizt um miskunnsemi konungsins, en farið gætilega. Ég vil aldrei
heyra um yður framar. Ef ég geri það, verð ég miskunnarlaus. Eigin-
maður yðar er i minum höndum. Látum réttlæti ríkisins vinna sitt verk.
Verið þér sælar, Madame.
34. KAFLI
Nú er öllu lokið! — Það er mér að kenna! Ég hef tapað Joffrey!
Með æðisgengnu augnaráði hljóp Angelique gegnum ganga Louvre
og hélt áfram að þylja þessi orð fyrir munni sér. Hún var að leita að
Kouassi-Ba. Hana langaði til að hitta Grande Demoiselle. Árangurslaust
hrópaði hjarta hennar á hjálp. Líkamarnir, sem hún Þaut framhjá voru
dauðir og blindir.
Myrkrið féll á og flutti með sér drungalegt október slagveður sem
barði á gluggarúðunum, slökkti kertaljósin, hvæsti i sprungunum í
gólfinu og hristi veggteppin.
1 von um að finna Kouassi-Ba gekk hún niður nokkur þrep og kom
út í einn garðinn. Regnið hrakti hana þegar til baka. Undir tröppunum
hafði hópur ítalskra skemmtikrafta leitað skjóls.
Þegar Angelique kom aftur upp i ganginn rakst hún loks á kunnugt
andlit. Það var Brienn. Hún sagðist hafa séð Monsieur de Prefontaines
inni hjá ungu prinsessunni, Henriettu af Englandi. Kannske gæti hann
sagt henni, hvar Grande Demoiselle væri.
Hjá Heríettu prinsessu var fjárhættuspilið í fullum gangi. Angelique
þekkti þar d’Andijos, Péguilin, d’Humiéres og de Guiche. Þeir voru allir
niðursokknir í spilið eða létust ekki sjá hana. Monsieur de Prefontaines,
sem dreypti á víni fyrir framan opið eldstæðið, sagði Angelique, að
Mademoiselle de Montpensier hefði farið til að spila við ungu drottn-
inguna í híbýlum önnu af Austurríki. Hennar hágöfgi, Theresia drottn-
ing, þreytt, feimin og lítt heima í franskri tungu, kærði sig ekki mikið
um' að blanda geði við unga fólkið við hirðina. Á hverju kvöldi fór
Grande Mademoiselle til að spila við hana. Mademoiselle var mjög vin-
gjarnleg við hana, en Þar sem unga drottningin hafði fyrir sið að fara
snemma til hvílu, var ekki ósennilegt að Grande Mademoiselle myndi
brátt koma við hjá Henríettu frænku sinni. En hvernig sem það væri,
myndi hún áreiðanlega senda Monsieur de Prefontaines orð, því hún
fór1 aldrei að sofa án þess að hafa borið saman bækur sínar við hann
varðandi fjármálin.
Angelique ákvð að biða eftir henni, snéri sér svo að borðinu, þar sem
hið konunglega þjónustulið hafði sett fram kaldan kvöldverð og góðgæti.
Hún skammaðist sín alltaf í aðra röndina fyrir góð matarlyst sína, sem
gerði vart við sig undir hvaða kringumstæðum sem var. Að þessu sinni
hvatti Monsieur de Prefontaines hana til þess að fá sér í svanginn, og
hún át hálfan kjúkling, tvö hrærð egg, nokkur tertustykki og ávaxta-
mauk. Svo bað hún hirðsvein að ná fyrir sig í mundlaug, og eftir að
hafa þvegið hendur sínar, slóst hún i hóp spilamanna og tók i spilin
með þeim. Hún hafði litla peninga á sér, en hamingjan brosti við henni,
og hún tók að vinna. Það róaði hana. Ef hún gæti Þyngt pyngjuna hefði
dagurinn ekki allur farið fyrir ekkert. Hún einbeitti sér að spilinu.
Hrúga af écus myndaðist fyrir framan hana. E’inn spilafélaganna, sem
var að tapa, sagði hálft í gamni og hálft í alvöru:
__ 5,ag er ekki að undra; þetta er litla galdrakerlingin.
Hún rakaði til sin þvi sem hann hafði tapað, en þýðing orða hans
varð henni ekki ljós fyrr en eftir fáeinar mínútur. Svo vitneskjan um
örlög Joffreys var farin að síast út. Því var hvíslað írá eyra til eyra, að
hann væri ákærður fyrir galdra. Angelique sat kyrr i sæti' sínu.
Ég fer ekki frá þesu borði, fyrr en ég fer að tapa. Ó! Ef ég aðeins
gæti rúið þau öll inn að skyrtunni og orðið mér úti um nóg gull, til að
múta dómurunum....
I sama bili og hún lagði niður þrjá ása, laumaðist hönd um mitti
hennar og kleip hana.
__ Hvers vegna komuð þér aftur til Louvre, hvíslaði de Vardes mark-
greifi í eyra hennar.
— Áreiðanlega ekki til þess að hitta yður, svaraði Angelique án þess
að líta á hann.
Hún reif sig lausa.
Hann tók upp nokkur spil og raðaði þeim osjálfrátt á meðan hann
hélt áfram með sömu lágu röddinni:
— Þér eruð brjáluö! Viljið þér endilega verða myrt?
__ Þér hafið hingað til ekki haft áhyggjur af óskum mínum.
Hann spilaði, tapaði og lagði undir að nýju.
— Hlustið: Þér getið ennþá sloppið. Komið með mér. Ég skal láta
svissneskan varðmann fylgja yður heim.
Hún leit á hann með megnri fyrirlitningu.
— Ég ber ekki traust til verndar yðar, Monsieur de Vardes. Þér vitið
hversvegna.
LÁTIÐ HEIMILI YÐAR NJÓTA HINNAR FJÖLBREYTTU TRYGG-
INGARVERNDAR, ALLT í EITT, HEIMILISTRYGGINGAR ÁBYRGÐAR.
ÞAÐ ER ÓDÝRARA FYRIR BINDINDISFÓLK AÐ TRYGGJA HJÁ
ÁBYRGÐ HELDUR EN ANNARS STAÐAR, ENDA TRYGGIR ÁBYRGÐ
AÐEINS BINDINDISFÓLK.
Kynnið yður kjör Ábyrgðar!
ABYRGÐ
TRYGGINGAFELAG BINDINDISMANNA
Laugavegi 133 . Sími 17455 og 17947 • Reykjavík
Hann kastaði frá sér spilunum og átti erfitt með að dylja bræði sína.
— Ó! Það var asnalegt af mér að hafa áhyggjur af yður. Hann hikaði
gretti sig svo og muldraði: — Þér gerið vísvitandi grín að mér. En það
virðist ekki vera nokkur leið önnur en þessi, til að koma fyrir yður
vitinu. Takið eftir: Hugsið um son yðar, Yfirgefið Louvre undir eins,
og framar öllu öðru, varið yður á bróður konungsins!
— Ég hreyfi mig ekki frá þessu borði, meðan ég sé yður nálægt,
hreytti Angelique út úr sér.
Aðalsmaðurinn kreppti hnefana. Svo stóð hann rösklega upp frá
borðinu.
— Allt i lagi, ég er farinn. Flýtið yður að fara að dæmi mínu. Líf yðar
er að veði.
Hún sá hann hverfa, hneigja sig til hægri og vinstri um leið og hann
fór.
Angelique sat kyrr og vissi ekki hvað hún átti að gera.
VIKAN 38. tbl. —